Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019FÓLK
Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is
Allt til merkinga & pökkunar
g
LÍMMIÐAR
ÍS
LE
NSK
FRAMLEIÐ
SLA
ww.pm
t.i
s
STAFRÆNIR LÍMMIÐAR
- skjót afgreiðsla
Kosturinn við stafræna prentun er að hægt er að prenta frá 100 límmiðum án stofnkostnaðar.
Tilvalið fyrir ferminguna, afmælið eða annað tilefni. Allir límmiðar frá okkur koma á rúllum.
Þú getur pantað stafræna miða á netinu pmt.is
• ÁPRENTAÐIR LÍMMIÐAR • VOGAMIÐAR • PRENTARAMIÐAR
• VERÐMERKIMIÐAR • STAÐLAÐIR LAGERMIÐAR • HILLUMIÐAR
Fáðu tilboð í límmiða eða umbúðir
VISTASKIPTI
SPROTAR
„Við erum á réttri leið, en samt
nokkrum árum á eftir nágranna-
löndunum – hvað þá Bandaríkj-
unum – og hafa meira að segja
stóru fyrirtækin verið svolítið sein
að taka við sér,“ segir Rósa Stef-
ánsdóttir þegar hún er spurð hvar
netverslun á Íslandi standi í dag.
Rósa er stofnandi og fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins Vínber
(www.vinber.is) sem sérhæfir sig í
alhliða ráðgjöf og þjónustu við vef-
verslanir. „Úrval íslenskra vef-
verslana er enn nokkuð takmarkað
en eykst ár frá ári og núna virðast
vefverslanir poppa upp hægri-
vinstri. Er gaman að fylgjast með
þróuninni og greinilegt að Íslend-
ingar hafa áhuga á að versla meira
á netinu – okkur hefur bara vantað
tækifærin til þess.“
Verslunin rekur sig ekki sjálf
Að sögn Rósu er áríðandi að
leiðrétta ýmsar ranghugmyndir um
rekstur vefverslana. Hún segir t.d.
of algengt að fyrirtæki líti svo á að
það hljóti að vera nóg að setja vef-
verslun í loftið og að salan komi þá
af sjálfu sér. „Viðhorfið er nánast
þannig að vefverslun fylgi engin
vinna og eigandinn verði ríkur
nánast á stundinni. Hið rétta er að
það er mikil vinna að reka vef-
verslun, og lexía sem fólk lærir
fljótt ef það ætlar að sinna rekstr-
inum af alvöru,“ útskýrir hún.
„Auk þess að eiga fyrir sjálfri vef-
versluninni þarf að taka frá fjár-
magn og tíma fyrir markaðs-
setningu, svo að laða megi að nýja
viðskiptavini og halda í þá eftir að
þeir hafa notað vefverslunina einu
sinni.“
Góðu fréttirnar eru þær að ekki
þarf að smíða vefverslunina frá
grunni og hægt að nýta alls kyns
notendavænar og fjölhæfar lausnir
sem auðvelda fyrirtækjum og ein-
staklingum að koma vefverslun í
loftið fyrir tiltölulega lítinn pening.
Rósa segir Vínber t.d. mikið nota
Shopify fyrir sína skjólstæðinga og
það henti jafnt stórum sem smáum
fyrirtækjum. „Við val á netversl-
unarlausn ætti að hafa í huga strax
í upphafi að lausnin geti vaxið með
fyrirtækinu: að ekki verði farin leið
sem síðan reynist sníða vefversl-
uninni of þröngan stakk ef salan
eykst og eykst,“ útskýrir hún og
bætir við að verkefni Vínbers snú-
ist iðulega um að skala upp bæði
sölu og rekstur vefverslana.
Rósa minnir líka á að því meiri
sem umsvif vefverslunar verða, því
meiri vinnu kallar hún á. „Eftir því
sem salan eykst þarf að hafa meira
fyrir því að þjónusta viðskiptavin-
ina, pakka vörunum, senda þær af
stað og svara fyrirspurnum.“
Nokkur prósent milli mánaða
En eru meiri líkur á því en
minni að það muni borga sig að
opna vefverslun? Er ekki hætt við
að eftir að búið er að kosta miklu
til standi vefverslunin tóm og fjár-
festingin hafi verið til einskis?
Rósa segir dæmin sanna að það sé
alla jafna skref í rétta átt að opna
vefverslun, hvort sem um er að
ræða viðbót við hefðbundinn versl-
unarrekstur eða sjálfstæða netbúð.
„Samlegðaráhrifin eru greinileg ef
vefverslun er bætt við hefðbundna
verslun þar sem lager, starfsmenn
og margt annað er þegar fyrir
hendi. Þá er netið sá staður þar
sem vöxturinn er hvað hraðastur
og eru margar þeirra vefverslana
sem við vinnum með að auka sölu
sína um einhver prósentustig –
jafnvel um tveggja stafa tölu – á
milli mánaða.“
Að mati Rósu eru Íslendingar í
dag mjög viljugir til að versla á
netinu. „Þróunin mun halda áfram
í þessa átt og fyrirtæki verða að
ákveða hvort þau ætla að vaxa og
dafna með breyttum neysluháttum
á komandi árum og misserum, eða
hvort þau eru sátt við að vera
áfram á sama stað og þau eru í
dag.“
Máta sófann yfir netið
Gaman er að spá hvernig net-
verslun á eftir að þróast á komandi
árum. Grunar Rósu m.a. að dag-
vörukaup í áskrift verði meira
áberandi þar sem viðskiptavinir fá
t.d. reglulega sendan heim nýjan
pakka af rakvélarblöðum eða vöru-
pakka með einhverju óvæntu.
„Margir gætu haft gaman af að
versla við nokkurs konar klúbb
sem sendir þeim glaðning vikulega
eða mánaðarlega með ljúfmeti til
að prófa og smakka.“
Þá væntir Rósa þess að netversl-
anir muni smám saman taka gagn-
aukinn veruleika (e. augmented
reality) í sína þjónustu. „Er þá t.d.
hægt að skoða heimilið í gegnum
þar til gerð gleraugu og sjá hvern-
ig þrívíddarmódel af nýjum sófa
eða borði tekur sig út í stofunni
heima.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Þróunin mun halda áfram í þessa átt og fyrirtæki verða að ákveða hvort þau ætla að vaxa og dafna með breyttum
neysluháttum á komandi árum og misserum,“ segir Rósa Stefánsdóttir. Íslenskir neytendur leita æ meira á netið.
Vöxturinn á sér stað á netinu
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Aldrei hefur verið auðveld-
ara og ódýrara að setja
vefverslun í loftið. Að ná
góðum árangri í sölu á
varningi yfir netið gerist
samt ekki af sjálfu sér.
Eik fasteignafélag Jón Gretar Jónsson hefur tekið við starfi fram-
kvæmdastjóra viðskiptaþróunar Eikar fasteignafélags hf. að því er
fram kemur í tilkynningu frá félaginu.
Þar segir einnig að Jón Gretar hafi þegar komið að þróun við-
skiptatækifæra í fasteignum félagsins og reynsla hans muni nýtast
sviðinu vel. Jón Gretar var áður framkvæmdastjóri
húsumhyggju frá árinu 2014 og rekstrarstjóri hjá
Landfestum frá árinu 2011. Jón Gretar er með B.Sc. í
viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Við-
skiptaþróun mun vinna þvert á önnur svið félagsins.
Árdís Ethel Hrafnsdóttir hefur verið ráðin í starf
framkvæmdastjóra húsumhyggju, að því er segir í
sömu tilkynningu. Árdís hóf störf í fasteignageiranum
árið 2012 og hefur starfað sem lögfræðingur og reglu-
vörður félagsins frá árinu 2014. Árdís hefur sam-
kvæmt tilkynningunni öðlast þekkingu á rekstri fé-
lagsins í gegnum störf sín fyrir félagið og þá
sérstaklega á því sem snýr að útleigu og samskiptum
við leigutaka. Árdís er með LLM-gráðu í lögfræði frá
Háskólanum í Lundi, Svíþjóð, og B.Sc.-gráðu í við-
skiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Árdís verður
staðgengill regluvarðar.
Þriðja breytingin sem orðið hefur á framkvæmda-
stjórn Eikar fasteignafélag er ráðning Jóhanns Magn-
úsar Jóhannssonar en hann hefur verið ráðinn í nýtt
starf framkvæmdastjóra lögfræðisviðs Eikar fast-
eignafélags hf. Jóhann mun heyra undir forstjóra og
starfa með stjórn félagsins sem regluvörður, samkvæmt tilkynningu
Eikar.
Jóhann er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi, er
með LLM-gráðu í lögfræði frá University College London og mag.jur.-
gráðu frá Háskóla Íslands. Áður starfaði Jóhann í rúm tíu ár hjá LO-
GOS lögmannsþjónustu í Reykjavík og London.
Þrjár breytingar á framkvæmdastjórn