Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 MORGUNBLAÐIÐ 7
gar Goða veislu gjöra skal
jóðlegt á þorra
Þe
Þ
Þ o r r a m a t u r
M
ér finnst þetta vera hluti af
ákveðinni arfleifð sem mér
finnst mikilvægt að halda gang-
andi,“ segir Sævar Þórspurður
hvers vegna hann fari á þorra-
blót.
Hvað er það við þorrablót sem þér finnst
skemmtilegt?
„Þetta er svona íslensk útgáfa af ítölsku
borðhaldi; allir safnast saman til dæmis á einu
borði sem er hlaðið af þorramat og svo er þetta
ekki eins formlegt og til dæmis hefðbundið
borðhald, meira sungið, borðað og fólk gefur
sér meiri tíma í að njóta borðhaldsins en í
venjulegu borðhaldi,“ segir Sævar Þór.
Hvað færðu þér á þorrablóti?
„Ég fæ mér allt og mér þykir allur þorra-
matur góður hreint út sagt.“
Hverju klæðistu á þorrablótum?
„Ég klæði mig í gallabuxur og skyrtu en
passa alltaf að vera í íslenskri peysu eða ein-
hverju sem er þjóðlegt eða tengist forfeðrum
mínum. Ég fer til dæmis stundum í tvíhneppt-
an ullarjakka af afa mínum frá árinu 1940.
Þetta er þjóðlegt og hluti af okkar menningu og
er séríslenskt, mér þykir það eitthvað sem
kitlar,“ segir hann.
Klæðir sig alltaf þjóðlega á þorrablótum
Sævari Þór Jónssyni, lög-
manni hjá Lögmönnum
Sundagörðum, finnst alger-
lega ómissandi að fara á
þorrablót.
Marta María | mm@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sævar Þór Jónsson
lögmaður er mikill
þorrablótsmaður.