Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 11
R eynir Leví starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann er einn sjö manna sem skipa nefnd sem kemur að undirbúningi þorra- blóts ÍR. Fulltrúar stærstu deilda félagsins skipa nefndina, fulltrúar aðal- stjórnar og einnig einn af starfs- mönnum félagsins. „Undirbún- ingur að blótinu hefst snemma á haustin enda heilmikið verkefni. Okkur telst til að það komi í kringum hundrað sjálfboðaliðar að blótinu á einhvern hátt ár hvert. Fjöldasöngur og gleði Þorrablótið í ár er það áttunda í röðinni og að venju verður það haldið í íþróttahúsi Seljaskóla. Í ár verður það 19. janúar. Síðastliðin ár hefur blótið verið haldið laugardaginn fyrir bónda- daginn. Veislustjórinn í ár verður Gísli Ein- arsson og hljómsveitin Bandmenn mun spila fyrir dansi. Dagskráin er eitthvað breytileg milli ára, ræða formanns félagsins er venjulega til staðar og einn af helstu dag- skrárliðum blótsins er fjöldasöngur. Hljómsveitin stígur svo alltaf á svið í lok fjölda- söngsins. Þetta er einn af stóratburðum hverf- isins, í ár og síðastliðin ár hafa 840 manns setið til borðs á blótinu sjálfu, einnig kemur einhver fjöldi aðeins á ballið sjálft.“ Ágóðinn rennur í mikilvæg verkefni Reynir segir að aðalmarkmið þorrablótsins sé að skemmta öllum ÍR-ingum og Breiðhylt- ingum. „Mikil stemning ríkir venjulega í hverf- inu þennan dag og mikið er um fyrirpartí fyrir þennan viðburð. Ágóðinn af þorrablótinu sjálfu fer allur í starfsemina með einum eða öðrum hætti. Stærsti einstaki hlutinn fer í Magnúsar- sjóð, það er menntunar- og afrekssjóður ÍR, á vorin er veitt úr þeim sjóði. Afgangurinn skipt- ist svo á deildirnar sem koma að blótinu og félagið.“ Undirbúningurinn skemmtilegur Reynir segir alltaf gaman í undirbúningnum. „Sér í lagi um helgina sjálfa, þegar við erum að setja upp salinn. Það er svo gaman að sjá alla þessa ólíku sjálfboðaliða leggja sitt fram við undirbúninginn. Einnig ná allir þessir aðilar að breyta venjulegum íþróttasal í stórglæsilegan veislusal á ótrúlega skömmum tíma.“ 100 sjálfboðaliðar koma að þorrablótinu Reynir Leví Guðmundsson er for- maður skipulagsnefndar fyrir þorrablót ÍR á þessu ári. Hann seg- ir undirbúning að þorrablótum hefj- ast snemma á haustin enda sé við- burður sem þessi stór og að mörgu að huga. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Reynir Leví Guðmundsson útskýrir ferlið á bak við undirbún- ing þorrablóts ÍR. Þorrablót ÍR á liðnum árum hefur litið glæsilega út. Eins og sjá má er fallega lagt á borð og skreytingarnar skemmtilegar. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 MORGUNBLAÐIÐ 11 Söluaðilar: Kjörbúð, Krambúð og Nettó verslanir um allt land Nú eru allar smærri vörurnar okkar komnar í skinpack umbúðir sem tryggja enn meiri ferskleika. Við höfum líka bætt töluvert við vörulínuna. Reyktur lax, 2/4 sneiðar á spjaldi Hefðbundinn reyktur lax Graflax Hangireyktur lax Reykt Fjallableikja Heitreyktar afurðir Heitreyktar afurðir Aðrar reyktar afurðir Ferskar afurðir Graflax, 2/4 sneiðar á spjaldi, lofttæmdur Heitr. laxakubbar, m/ sósu fyrir reyktan fisk Reyktur lax, biti m/roði, ósn, lofttæmdur, ca 200 gr JS - Grafinn laxahnakki, m/roði Reykt síld, 200 gr, roðlaus JS - Reyktur laxahnakki, m/roði Grafinn laxa- afskurður, r/l, b/l Ferskur Hörpuskel- fiskur, MSC, 20/30 Reykt Fjallableikja, í sneiðum, 100 gr. Heitr laxabiti, ókryddaður ca 200 gr Ferskt sjávarréttarmix (í fiskisúpur) Reyktir laxateningar, m/sósu f. reyktan lax Grafnir laxateningar, m/graflaxsósu Heitr. laxakurl, Reyktur laxa- afskurður, r/l, b/l. Graflaxbiti, heill m/roði, lofttæmdur ca 200 gr Heitreyktur Makríll, m/ pipar, 2 flök í lofftæmdu Hangireyktur Húskalla- biti, ca 200 gr á spjaldi Heitr laxabiti, m/provenc kryddi, ca 200 gr Ferskt Vatnakrabba- kjöt, skelflett Reykt Fjallableikja, m/roði, c.a. 160 gr Heitr laxabiti, m/ muldum pipar, ca 200 gr Ferskar Risarækjur, ókryddaðar Ferksar Túnfisksteikur (lundir), ókryddaðar Nýtt Nýjar umbúðirMeiri ferskleiki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.