Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019
Helstu verkefni og ábyrgð
Meðal verkefna sálfræðings eru:
- Sálfræðilegar greiningar
- Einstaklings- og hópameðferðir
- Framkvæmd áhættumats og úrvinnsla
- Ráðgjöf og handleiðsla við starfsfólk
- Þátttaka í almennri stefnumótun
Hæfnikröfur
- Staðfest starfsréttindi frá Landlækni til að starfa
sem sálfræðingur.
- Þekking, reynsla og áhugi á sviði réttarsálfræði
er æskileg.
- Reynsla af réttarvörslukerfinu er æskileg.
- Þekking á fíknimeðferð er æskileg.
- Þekking og færni í hugrænni atferlismeðferð og
hvatningarviðtalstækni (motivational interviewing)
er kostur.
- Frumkvæði í starfi og skipulagshæfileikar.
- Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt
og í teymi við aðra.
- Lögð er áhersla góða samstarfshæfni og jákvæð
viðhorf til skjólstæðinga.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem
fjármála- og efnahagsráðherra og
Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Fylla skal út umsóknir á heimasíðu fangelsismála-
stofnunar www.fangelsi.is eða www.starfatorg.is
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2019.
Nánari upplýsingar veitir
Sólveig Fríða Kjærnested, SolveigFrida@fangelsi.is,
520 5000
Jakob Magnússon, Jakob@fangelsi.is, 520 5000.
Fangelsismálastofnun ríkisins
Fang.stofn, yfirstjórn
Austurströnd 5
170 Seltjarnarnes
Sálfræðingur
Laust er til umsóknar starf sálfræðings til að sinna sálfræðiþjónustu í fangelsum landsins
á vegum Fangelsismálastofnunar. Starfshlutfall er 100%. Ráðið er í starfið til eins árs, með
möguleika á framlengingu. Starf sálfræðinga hjá Fangelsismálastofnun er tvíþætt, annars
vegar klínísk þjónusta og hins vegar réttarsálfræðileg þjónusta
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
FAST ráðningar er öflug ráðninga- og
ráðgjafaþjónusta sem leggur metnað í að vinna faglega og
veita persónulega og góða þjónustu. Vönduð úrvinnsla
upplýsinga og góð samskipti við umsækjendur eru
lykilatriði. Okkar metnaður er reynsla og menntun, öflugur
gagnagrunnur og gott tengslanet.
• Áralanga reynslu
• Öflugan gagnagrunn
• Mjög gott tengslanet
• Þolinmæði og þrautseigju
• Auga fyrir hæfileikum
Við bjóðum uppá:
Alls bjuggu 357.050 manns á
Íslandi í lok síðasta árs,
182.870 karlar og 174.180 kon-
ur. Landsmönnum fjölgaði um
1.420 á fjórða ársfjórðungi eða
um 0,4%. Á höfuðborgarsvæð-
inu bjuggu 228.260 manns en
128.780 utan þess. Samtals
fæddust 1.080 börn á síðustu
þremur mánuðum nýliðins
árs, en 560 einstaklingar lét-
ust. Á sama tíma fluttust 910
manns til landsins umfram
brottflutta. Brottfluttir með
íslenskt ríkisfang voru fimm
umfram aðflutta, en aðfluttir
erlendir ríkisborgarar voru
920 fleiri en þeir sem fluttust
frá landinu. Danmörk var
helsti áfangastaður brott-
fluttra íslenskra ríkisborgara
en þangað fluttust 120 manns
á 4. ársfjórðungi. Til Dan-
merkur, Noregs og Svíþjóðar
fluttust 240 íslenskir rík-
isborgarar af 470. Af 1.200 er-
lendum ríkisborgurum sem
fluttust frá landinu fóru flestir
til Póllands, 400 manns.
44.310 erlendir
ríkisborgarar
Flestir aðfluttir íslenskir
ríkisborgarar komu frá Dan-
mörku (140), Noregi (80) og
Svíþjóð (80), samtals 300
manns af 470. Pólland var
upprunaland flestra erlendra
ríkisborgara en þaðan fluttust
720 til landsins af alls 2.110 er-
lendum innflytjendum. Lithá-
en kom næst, en þaðan flutt-
ust 170 erlendir ríkisborgarar
til landsins. Í lok fjórða árs-
fjórðungs bjuggu 44.310 er-
lendir ríkisborgarar á Íslandi
eða 12,4% af heildarmann-
fjölda.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mannlíf Líflegt á Austurvelli á þjóðhátíðardeginum 17. júní.
Fjölgun er 0,4%
Á Íslandi búa 357.050 manns
Nú í vikunni var Þjóðminja-
safninu afhent ljósmynd af
svonefndum „fullveld-
isbörnum þjóðarinnar, 100 ára
eða eldri“ sem komu saman í
afmælisboð á dvalarheimili
Hrafnistu á liðnu sumri til að
fagna 100 ára afmæli fullveldis
Íslands. Aldrei áður í sögu
þjóðarinnar hafa jafn margir
landsmenn sem náð hafa
hundrað ára aldri komið sam-
an hér á landi svo vitað sé
enda var stundin hátíðleg,
segir í frétt frá Hrafnistu.
Í sumar voru alls 64 á Ís-
landi hundrað ára eða eldri á
lífi hér á landi og rúmlega 20
af þeim sáu sér fært að koma í
boðið á Hrafnistu. Þar á meðal
var Jensína Andrésdóttir, sem
varð 109 ára 10. nóvember síð-
astliðinn. Jensína býr á Hrafn-
istu í Reykjavík, en á Hrafn-
istuheimilunum sex eru átta
íbúar sem komnir eru yfir öld-
ina í aldri.
Á meðfylgjandi mynd eru
frá vinstri Hálfdan Henrys-
son, formaður Sjómannadags-
ráðs, Sigrún Stefánsdóttir,
forstöðumaður Hrafnistu í
Laugarási, Margrét Hall-
grímsdóttir þjóðminjavörður,
Ragnheiður Jóna Ingimars-
dóttir, framkvæmdastjóri af-
mælisnefndar aldarafmælis
fullveldis Íslands, og Pétur
Magnússon, forstjóri Hrafn-
istu.
Fullveldisbörn á mynd
Alls 64 voru 100 ára og eldri
Garðabær lendir í 1. sæti í
sex af þrettán almennum við-
horfsspurningum í árlegri
könnun Gallup um þjónustu
nítján sveitarfélaga sem gerð
var á dögunum. Sú spurning
sem hækkar mest í skori frá
síðustu könnun er um
ánægju íbúa með þjónustu
við barnafjölskyldur. Þar er
skorið 4,0 í ár (á skalanum
1-5) og Garðabær lendir þar í
fyrsta sæti í samanburði við
önnur sveitarfélög.
Aðrar viðhorfsspurningar
þar sem Garðabær lendir í
fyrsta sæti eru þegar spurt
er um ánægju íbúa með þjón-
ustu leikskóla og grunn-
skóla, þjónustu á heildina lit-
ið og skipulagsmál almennt í
sveitarfélaginu og þar sem
spurt er um hversu vel eða
illa starfsfólk bæjarins hefur
leyst úr erindum íbúa.
Garðabær er í flestum spurn-
ingum í efstu sætum og
meðaltal úr öllum spurn-
ingum er hærra í öllum til-
vikum, nema í einni spurn-
ingu, í samanburði við önnur
sveitarfélög.
Hækkar í skori
Í könnuninni er auk þess
spurt um viðhorf íbúa til
gæða umhverfis, aðstöðu til
íþróttaiðkunar, sorphirðu,
menningarmála, þjónustu við
eldri borgara, þjónustu við
fatlað fólk og um sveitarfé-
lagið sem stað til að búa á. „Á
heildina litið eru niðurstöður
úr þjónustukönnuninni mjög
góðar og ánægjulegt að
margar spurningar hækka
enn í skori á milli ára,“ segir
í frétt frá Garðabæ. Hjá
sveitarfélaginu verður farið
betur í könnunina á næstunni
og niðurstöður rýndar svo
gera megi enn betur.
Gott í Garðabænum