Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 3
Sérfræðingur í eignastýringu
Lífeyrissjóðurinn hefur þjónað sjóðfélögum
sínum frá 1956. Starfsmenn vinna í þágu
sjóðfélaga við uppbyggingu lífeyrisréttinda
og ávöxtun eigna.
Eignasafn nam ríflega 700 milljörðum króna
um síðustu áramót og fer ört vaxandi.
Árlega greiða um 52 þúsund sjóðfélagar
iðgjöld til sjóðsins og um 18 þúsund njóta
mánaðarlegra lífeyrisgreiðslna.
Markmið sjóðsins er að vera áhugaverður
vinnustaður, gæta að jafnvægi milli vinnu og
einkalífs og bjóða gott starfsumhverfi fyrir
samhentan hóp til að vinna að krefjandi
verkefnum.
Nánari upplýsingar um sjóðinn eru á vefnum
www.live.is
Kröfur:
! "
#!
"
! $
%
&% % "
'
Helstu verkefni:
(
%
)
"
* *
%+
'
%+
' "
&
"
&
"%
"
Lífeyrissjóður verzlunarmanna óskar eftir að ráða öflugan einstakling til starfa í
eignastýringarteymi sjóðsins. Leitað er að ábyrgum og metnaðarfullum einstaklingi með
reynslu af fjármálamarkaði og mikinn áhuga á eignastýringu. Næsti yfirmaður sérfræðings
er forstöðumaður eignastýringar.
Í boði er áhugavert og krefjandi starf við ört vaxandi eignasafn sjóðsins.
Intellecta Síðumúli 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225.
Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar fyrirspurnir og
umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf og þarf umsækjandi að
geta sýnt fram á að persónuleg fjármál og önnur fjárhagsleg umsýsla sé flekklaus.
Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is
RAFMAGNAÐUR VINNUSTAÐUR
Við erum að leita að frábæru fólki til að vinna með okkur í aðfangakeðju Landsnets. Um er að ræða tvö störf á fjármálasviði sem
gefur áhugasömum einstaklingum tækifæri til þess að vaxa í starfi og auka hagkvæmni í rekstri okkar.
Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2019.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Kári Júlíusson mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300,
netfang: mannaudur@landsnet.is. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á
heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni
viðkomandi í starfið.
Við vinnum fyrir þig
Við erum þjónustufyrirtæki – við vinnum fyrir þig í takt við samfélagið og höfum sett okkur það
markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar. Við viljum vera eftirsóknarverður
vinnustaður þar sem umhyggja og öryggi er haft í hávegum. Þannig sköpum við góðan vinnustað
með spennandi verkefnum, með gildin okkar – samvinnu, ábyrgð og virðingu – að leiðarljósi.
Starfsmaður á lager
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Móttaka og afhending á vörum
• Skráning í birgðakerfi
• Talningar
• Umsjón með umgengni lagersvæða
• Umsjón með tækjum lagers og útlánum.
• Móttaka spilliefna
Menntunar- og hæfniskröfur
• Haldbær reynsla af lagerstörfum
• Iðnnám kostur
• Þekking á rafmagnsvörum kostur
• Lyftara- og meirapróf er kostur
Sérfræðingur í innkaupum
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Umsjón með innkaupum undir viðmiðunarfjárhæðum opinberra
innkaupa og samskipti við birgja
• Umsjón með rafrænu útboðskerfi Landsnets
• Umsjón með innkaupakerfi Landsnets
• Umsjón með gæðaferlum innkaupa
• Þátttaka í framkvæmdaútboðum
• Innkaupagreiningar, tölfræði og mælingar
• Gerð samninga, samningsstjórnun og kostnaðareftirlit
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af innkaupum
• Þekking á gæðakerfum er kostur
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Þjónustulund
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta