Morgunblaðið - 01.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is, Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Ágúst Atlason. E itt af því skemmtilegasta sem ég geri er að ferðast um heiminn, helst til heitari landa, og ganga þar um fjöll og dali. Einhverjir gætu túlkað þetta sem miðaldrakrísu en ég ætla ekki að gangast við því. Held frekar að þetta sé afleiðingar þess að hafa farið nánast óhreyfð í gegnum fyrstu 35 ár ævinnar og því þurfi að nýta tímann vel áður en dauðinn bankar upp á. Í fyrra fórum við maðurinn minn til Madeira, sem er eyja sem tilheyrir Portú- gal, en er við Afríkustrendur. Fótboltamaðurinn Ronaldo er uppalinn á Ma- deira og Winston Churchill fór alltaf þangað í frí og málaði myndir og endurhlóð sig. Við ákváðum að fara í þessa ferð því vinur okkar mælti svo með Madeira. Hann hafði reyndar aldrei komið til þessarar dásam- legu eyju en lesið sér svo mikið til að hann var sannfærður um að við yrðum ekki svik- in. Í framhaldinu gúgluðum við og stúd- eruðum eyjuna áður en haldið var af stað. Eftir smáleit fundum við frá- bæra íbúð til að leigja sem hafði marga kosti. Hún var vel staðsett í borginni Funchal, sem er höfuðborg Madeira. Borgin stendur í fjalls- hlíð og því var það að labba út á morgnana og aftur heim svolítið eins og labba á Helgafell. Tala nú ekki um ef við vorum með vistir með okkur. Það hefur líka mikinn sjarma að vera inni í íbúðahverfi því þá fær fólk meiri tilfinningu fyrir lífi fólksins á staðn- um. Svo var íbúðin bara svo dásamleg, vel hönnuð með sérsundlaug en samt á sama verði og hótelherbergi. Við vorum ekki búin að vera lengi í Funch- al þegar við kynntumst göngugarpinum Emanuel sem er fjallaleiðsögumaður á áttræðisaldri. Við áttuðum okkur fljótlega á því að þessi Emanuel væri meistari sem vissi allt og þekkti landið betur en sinn eigin lófa. Að fara í skipulagðar ferðir með honum og hans fyrirtæki var algert ævin- týri. Með því að fara með honum upplifðum við Madeira á allt annan hátt en ef við hefðum verið tvö að þvælast. Það er heldur ekki hættulaust að ferðast þarna og litlu munaði að við yrðum vitni að andláti þegar kona féll fram af bjargbrún í ferð sem við vorum í. Ég hélt alltaf að ég væri alger jaxl, þyldi allt og gæti hrist allt sem gerðist í líf- inu af mér. En á Madeira áttaði ég mig á því að svo er ekki. Ég hef aldrei á ævinni orðið jafnhrædd og þegar ferðafélagi okkar féll fram af bjargbrún. Ég stirðnaði upp, gat ekki sagt neitt og alls ekki rétt neinum hjálparhönd. Ég stóð stjörf og horfði á fólkið í kringum mig bregðast rétt við. Ef konan hefði ekki stoppað á hríslu í hlíðinni hefði hún rúllað niður og ekki sést meira. Aðstæðurnar þarna eru þannig að það er ekkert hægt að komast þarna á farartækjum. Ferðafélagi lífs míns, maðurinn minn, bjargaði konunni ásamt fjallaleið- sögumanninum. Þeir náðu að hífa hana upp. Eftir þetta áfall þurfti hún að ganga langa leið til baka því það kemur enginn og sækir þig í svona aðstæðum. Ferðin til baka var snúin því það tekur fólk tíma að jafna sig eftir svona ofsahræðslu. Við ákváðum þó að halda áfram og fórum strax í aðra ferð daginn eft- ir – til að sigrast á óttanum. Sú ferð var töluvert erfið en náttúrufegurðin var svo stórbrotin að ég gleymdi því fljótt hvað hafði gerst daginn áður. Að fara í frí þar sem hreyfing og útivist eru í forgrunni gerir eitthvað stórkostlegt fyrir mann þótt hætturnar geti vissulega leynst víða. Kannski er mesta frelsið að vera laus við raf- tæki með blárri birtu sem trufla okkur mann- fólkið allt of mikið í daglegu amstri. Að sigrast á óttanum Marta María Jónasdóttir Hvaða borg er í uppáhaldi? „Reykjavík er í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Það eru algjör forréttindi að búa í borginni og geta síðan keyrt í kortér og verið komin í einstaka náttúrufegurð þar sem hægt er að stunda útivist allan ársins hring. En fyrir utan Reykjavík er Tókýó líka frábær borg. Ég varð alveg heilluð af henni í heimsókn minni þang- að nú fyrir jólin. Mér finnst líka alltaf gaman að koma til Parísar, það er eitthvað svo rómantískt, sjarmerandi og ekta við borgina.“ Áttu gott ráð tengt því að pakka? „Já, ég fékk svona nethulstur í MUJI sem eru frábær til þess að skipuleggja pökkun. Það er miklu minna mál að pakka eftir að ég fékk þau. Fyrir bæði útivistar-, vinnu- eða skemmtiferðir almennt. Ég náði loksins fyrir nokkrum ár- um að temja mér naumhyggju í pökkun, það voru tímamót!“ Hvað gerir þú alltaf þegar þú ferð til nýrrar borgar? „Leita að besta kaffibollanum, finn hvað er mest spenn- andi svæðið og rölti þar um til að anda að mér borginni. Mér finnst líka gaman að fara á „Rooftop“ bari þar sem hægt er að sjá yfir borgina og svo er alltaf gaman að finna nútímalistasafn til þess að auðga and- ann.“ Hver er uppáhalds- staðurinn þinn í útlöndum? „Ég er mjög spennt fyrir því að fara í fleiri útivistarferðir þannig að rétta svarið væri lík- lega fjöll og fjallgarðar.“ Hvaða nauðsynjavöru keyptur þú þér síðst í útlöndum? „Þegar ég var í Japan keypti ég mér þrjá hatta, ég var komin með mikla þörf fyrir að eignast hatta sem eru auðvitað nauðsynjavara. En það sem stendur upp úr eru líklega göngubuxurnar sem ég keypti mér í Sviss eftir að hafa gengið Haute Route í Ölpunum síðasta sumar, þær eru fullkomnar.“ Hvar er best að versla? „Ég elska að fara í útivistarverslanir, er reyndar í búnaðarbindindi núna en get alveg tapað mér í alls konar skemmtilegu dóti og útivistarfatnaði.“ Hvert er skemmtilegast að ferðast innanlands? „Ísafjörður og Vestfirðirnir eru í miklu uppáhaldi. Ég hef farið töluvert oft til Ísafjarðar núna upp á síðkast- ið á gönguskíði og einnig tók ég þátt í þríþrautinni Vesturgötunni síðastliðið sumar. Það eru allavega þrjár ferðir til Ísafjarðar og Þingeyrar á döfinni á þessu ári. Svo er ég vonandi að fara upp á Hvanna- dalshnjúk í vor ef veður leyfir og fleiri skemmtilegar ferðir með FÍ Landkönnuðum, mjög oft upp á há- lendi sem er auðvit- að ævintýralega fal- legt.“ Hvað gefa ferðalög innanlands þér? „Þau færa mér núvitund, gleði, góðan félagsskap, tengingu við náttúruna og al- menna alsælu.“ Hver er skemmtilegasti ferðafélaginn? „Börnin mín eru auðvitað langskemmtilegustu ferða- félagarnir! Ég er nú ann- ars svo heppin að eiga ansi marga góða ferðafélaga þann- ig að það er erfitt að telja alla upp, er í mörgum skemmti- legum ævintýrahópum. En einn traustur ferðafélagi sem alltaf nennir og þorir og ég hef farið Landvættahringinn með tvisvar sinnum er Birna Bragadóttir, ég er afar þakklát fyrir hana.“ Hver er uppáhalds- veitingastaðurinn þinn? „Gló og Happ eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég reyni að heimsækja þá sem oftast.“ Hver er uppáhaldstísku- hönnuðurinn þinn? „Áherslurnar hafa breyst töluvert á þessu sviði, ég lifði og hrærðist í tískuheiminum hér á ár- um áður þegar að ég rak Eskimo Models og hefði þá líklega nefnt nokkur hátískumerki. Ég fer helst í Ban- ana Republic, Zöru, Evu, Farmers Market og Muji til að kaupa föt. Nú eru það þó eiginlega bara útivistar- merkin sem ég er mest spennt fyrir en ég er mjög hrifin af Craft-vörunum sem fást í Craftsport á Ísa- firði hjá honum Bobba, góðar í alla útivist. Það var uppgötvun áratugarins að finna þá stórkostlegu versl- un. North Face er líka klassískt og gott útvistar- merki, keypti mér frábæra jöklaúlpu frá þeim í New York í fyrra sem er ansi vel nýtt, það var góð fjárfest- ing.“ Fagur- keri sem elskar útivist Þórey Vilhjálmsdóttir starfar sem ráðgjafi í stefnumótun og stjórnun hjá Capacent. Hún er útivistarkona að eigin sögn, landvættur og með ástríðu fyrir ævintýrum. Hún er einnig móðir tveggja barna, lestrarhestur og hönnunarunn- andi þó að hún velji að kaupa útivistarfatnað frekar en tískufatnað þessa dagana. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Með fjölskyld- unni í þyrlu. Fatnaðurinn frá Muji er stílhreinn og fallegur. Að ferðast um landið er ekki síður gaman en að ferðast út fyrir land- steinana. Góður hattur er gulls ígildi. Net frá Muji hentar vel til að koma reglu í töskuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.