Morgunblaðið - 01.02.2019, Qupperneq 19
heimurinn svo miklu minni sem er alveg stórkostlegt.
Ég átti heima fyrst erlendis 17 ára, þá í Austin í Texas,
og síðan fluttist ég til Parísar 19 ára og bjó í Los Angel-
es, var við störf í Saudi-Arabíu og námi í
Dublin og London. Ég held að ég hafi
þroskast hratt við að búa ein erlendis.
Það er svo nauðsynlegt að kynnast ann-
arri menningu og hugsun til að öðlast
frekari skilning á lífinu og mannfólkinu.
Við erum ólík en við erum samt svo ótrú-
lega lík. Það sem ég hef lært af öllum mínum ferðalögum
um heiminn er að fólk er upp til hópa ótrúlega fallegt og
gott.“
Soffía segir að mantran hennar sé að lifa í núinu.
„Segja já við tækifærum og skemmtilegum hlutum. Það
er ljóst að dagurinn í dag er það sem skiptir máli og að
njóta hans með manninum mínum, börnum og vinum er
það besta í lífinu.“
Soffía fær
kraft og orku
úr náttúrunni.
Fjölskyldan á
skíðum. Soffía í góðra vina hópi.
fara mikið í fjöllin hér heima og í eina ferð erlendis ár-
lega. Í vetur er ferðinni heitið til Madonna á Ítalíu. Það
skíðasvæði er mjög fjölskylduvænt.“
Hvað elskar þú mest að gera í þessu lífi?
„Ég elska að eiga stundir með fjölskyldunni minni og
vinum og helst utandyra. Ég er með mikla hreyfiþörf og
elska að vera úti í náttúrunni að leika. Ég á stóran vin-
konuhóp og það toppar fátt að vera með vinkonunum
uppi á fjöllum. Ég elska einnig sjóinn, að vera á kajak,
snorkla og kafa er algjör draumur. Ég er að reyna
byggja upp þol fyrir kalda sjóinn okkar.“
Hvað hefur þú lært með aldri og meiri þroska?
„Trúlega meiri þolinmæði og að sinna sjálfri mér bet-
ur og gera meira af því sem mér finnst skemmtilegt með
skemmtilegu fólki. Það er ómetanlegt að vera með
skemmtilegu fóki sem gefur af sér og kanna að njóta
lífsins. Enda á ég skemmtilegustu vinkonur í heimi.“
Hvert langar þig næst að ferðast?
„Það eru margir staðir á listanum og Asía og Afríka
heilla mikið. Nepal er á óskalistanum. Mig langar að
labba upp að grunnbúðum Everest og upplifa töfrana
þar.“
Hvað keyptir þú þér í síðustu ferð?
„Ég keypti kímonó-silkisloppa, búddastyttu, söngskál
frá Tíbet og taí-box buxur fyrir strákana mína.“
Hvernig nærðu að halda svona góðu jafnvægi í lífinu?
„Lykillinn að jafnvægi er að sinna sér vel og sínum
áhugamálum, á þann hátt færðu orku til að gefa og sinna
þínum nánustu. Hugarfarið er svo mikilvægt. Að byrja
daginn og ákveða að dagurinn verði góður. Ég hef mikla
trú á „self-fulfilling prophecy“, það getur virkað á báða
vegu, jákvætt og neikvætt. Þetta er nefnilega svolítið
mikið í þínum höndum, hamingjan og jafnvægið í lífinu.“
Nú varstu búsett erlendis þegar þú varst ung, hvernig
var það?
„Þegar maður hefur átt heima erlendis þá verður
„Ég er með mikla
hreyfiþörf og elska
að vera úti í nátt-
úrunni að leika.“
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 MORGUNBLAÐIÐ 19
Eykur blóðflæðið
Dregur úr sársauka
Flýtir fyrir bata
Bætir frammistöðu og árangur
Fæst í Lyfju, Apótekinu og Útilíf