Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 1

Morgunblaðið - 18.02.2019, Side 1
MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 ÍÞRÓTTIR Alpagreinar Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum sigraði í svigi á HM í alpagreinum í Svíþjóð um helgina og hefur þá orðið heimsmeistari í greininni fjögur skipti í röð. Er þó einungis 23 ára gömul. 2 Íþróttir mbl.is Rakel Hönnu- dóttir var hetja Reading þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Rakel skor- aði sigurmark Reading á 82. mínútu í 2:1-sigri á Birmingham, aðeins mínútu eftir að hún hafði komið inn á sem vara- maður. Rakel hefur byrjað afar vel hjá Reading en hún skrifaði undir samning við félagið í lok janúar. Rakel hefur skorað þrjú mörk í þremur leikjum með liðinu, þótt hún hafi byrjað á varamannabekkn- um í þeim öllum. sport@mbl.is Rakel skoraði sigurmark Rakel Hönnudóttir Ljósmynd/Þórir Tryggvason Meistarar KA-menn fengu bikarinn afhentan um helgina fyrir sigur sinn í deildakeppni karla í blaki og við það tilefni var þessi skemmtilega mynd tekin. KA vann þrefalt í fyrra og liðið er greinilega einnig til alls líklegt á þessu keppnistímabili, en úrslitin á Íslandsmótinu ráðast í apríl. „Andrúmsloftið var frábært og skemmtilegt að hafa bikarúrslita- leiki karla, kvenna og yngri flokka á sama stað í sömu vikunni. Stuðn- ingsmennirnir eru gersamlega magnaðir,“ sagði Finninn Antti Ka- nervo í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa orðið bikarmeistari í körfuknattleik með Stjörnunni á sínu fyrsta keppnistímabili á Íslandi. Kanervo hafði áður leikið í Laug- ardalshöllinni og var það fyrir ári. Þurfti hann þá að sætta sig við tap með finnska landsliðinu gegn því ís- lenska í undankeppni HM. „Nú á ég betri minningar úr þessari höll held- ur en einungis tapið í fyrra.“ Spurður um hvort hann hafi kom- ið til Íslands með væntingar um að berjast um titla segir Kanervo að hann hafi vitað hvað býr í þeim Hlyni Bæringssyni og Ægi Þór Steinarssyni. Hann hafði mætt þeim í landsleik og mundi eftir þeim sem leikmönnum. „Þegar ég tók þá ákvörðun að ganga til liðs við Stjörn- una vissi ég að Hlynur og Ægir væru góðir leikmenn og hefðu spjar- að sig í Svíþjóð. Ég bjóst því ekki við öðru en að liðið myndi stefna að sigri í stóru keppnunum. Nú er bikarinn kominn í Garðabæinn og vonandi bætist Íslandsbikarinn við eftir nokkra mánuði,“ útskýrði Kanervo sem var traustur fyrir Stjörnuna bæði gegn ÍR og Njarðvík. Reyndur leikmaður sem getur skorað þriggja stiga körfur þegar liðið þarf mest á því að halda. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson varð bikarmeistari í þriðja sinn á ferlinum þrátt fyrir að hafa spilað mörg ár erlendis. Kanervo segir Hlyn vera fæddan leiðtoga. „Hann er frábær leiðtogi. Okkur semur mjög vel og við getum verið harðir hvor við annan og hreinskilnir þegar okkur liggur eitthvað á hjarta varð- andi íþróttina. Það er eina leiðin til að útkljá mál í toppliðum. Hlynur er alger toppmaður,“ sagði Finninn við Morgunblaðið. »4-5 kris@mbl.is „Frábært andrúmsloft“  Finninn Antti Kanervo á nú betri minningar úr Laugardalshöllinni en áður Morgunblaðið/Eggert Stemning Antti Kanervo fagnar sigrinum ásamt stuðningsmönnum. Martin Her- mannsson lagðist vafalaust súr í bragði á kodd- ann í nótt. Martin og samherjar hans hjá Alba Berlín þurftu að sætta sig við grátlegt tap í úr- slitum þýsku bik- arkeppninnar í körfuknattleik. Bramberg sigraði 83:82 og kom sigurkarfan úr þriggja stiga skoti þegar aðeins 2,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Martin hafði skorað næstsíðustu körfu Berlínarliðsins og var inni á á lokamínútunum þegar dramatíkin var allsráðandi. Martin gaf sex stoðsendingar í leiknum og skoraði sex stig en Alba var níu stigum und- ir fyrir síðasta leikhlutann. Þá tókst liðinu að snúa taflinu sér í hag um tíma. Leikmenn Bramberg náðu mörgum sóknarfráköstum í síðasta leikhlutanum, sem reyndist dýrt. Sárt tap hjá Martin í úrslitaleik Martin Hermannsson Ásdís Hjálms- dóttir, þrefaldur ólympíufari í spjótkasti, vann til brons- verðlauna á sænska meistara- mótinu innan- húss í frjálsum í gær. Ásdís keppti í auka- grein sinni, kúlu- varpi, og kastaði 15,77 metra. Ekki er keppt í spjótkasti á innanhúss- mótum og tímabilið hefst með vor- inu. sport@mbl.is Fékk brons í kúluvarpi Ásdís Hjálmsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.