Morgunblaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 2
SKÍÐI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin stal senunni á heims- meistaramótinu í alpagreinum sem fram fór í Åre í Svíþjóð en mótinu lauk formlega í gær. Shiffrin tryggði sér sigur í bæði svigi og risasvigi en þetta var hennar fjórði heimsmeistaratitill í röð í svigi. Shiffrin var með þriðja besta tímann eftir fyrri ferðina í svigi um helgina en hún skíðaði á tím- anum 59:82 sekúndur í seinni ferð- inni og var samanlagt á tímanum 1:57,05 mínútur sem tryggði henni sigur. Hún var 0,58 sekúndum fljótari en hin sænska Anna Swenn Larsson sem hafnaði í öðru sæti en Petra Vlhova frá Slóvakíu varð í þriðja sæti á tímanum 1:58, 08 mínútur. Þá vann Shiffrin einnig til gull- verðlauna í risasvigi á mótinu en hún skíðaði á tímanum 1:04,89 mínútur og var 0,02 sekúndum á undan ítölsku skíðakonunni Sofia Goggia. Shiffrin er fædd árið 1995 í Vail í Colorado í Bandaríkjunum en hún verður 24 ára gömul í mars. Skíðaiðkun er henni í blóð borin en foreldar hennar voru mikið skíðafólk á sínum tíma og kepptu bæði fyrir háskólalið sín á yngri árum. Shiffrin varð fyrst heims- meistari í svigi kvenna árið 2013, þá 18 ára gömul, en hún hefur unnið gullverðlaunin á síðustu fjórum heimsmeistaramótum, árin 2013, 2015, 2017 og nú 2019. Hirscher jafnaði Sailer Austurríkismaðurinn Marcel Hirscher fór með sigur af hólmi í svigi karla og var 0,56 sekúndum á undan Frakkanum Alexis Pintu- rault sem hafnaði í öðru sæti. Þetta er annað heimsmeist- aramótið í röð þar sem Hirscher fer með sigur af hólmi en hann vann einnig til gullverðlauna í svigi árið 2017, sem og árið 2013. Þetta voru önnur verðlaun Hirscher á mótinu í ár en hann hafnaði í öðru sæti í stórsvigi. Þessi 29 ára gamli Austurrík- ismaður hefur nú sjö sinnum unn- ið til gullverðlauna á heimsmeist- aramóti í alpagreinum og jafnar hann þar með árangur Austurrík- ismannsins Toni Sailer yfir flest gullverðlaun í karlaflokki á heims- meistaramóti í alpagreinum. Þrír Íslendingar voru skráðir til leiks í aðalkeppnina í svigi kvenna í Åre um helgina en Freydís Halla Einarsdóttir stóð sig best þeirra og hafnaði í 35. sæti. Freydís var með rásnúmer 40 eftir fyrri ferð sína og náði því að vinna sig upp um fimm sæti en hún var með rás- númer 57 fyrir fyrri ferðina og vann sig því samanlagt upp um 22. sæti. María Finnbogadóttir endaði í 38. sæti eftir að hafa verið með rásnúmer 67 fyrir fyrri ferðina og Andrea Björk Birgisdóttir hafnaði í 39. sæti en hún var með rásnúm- er 65 fyrir fyrri ferð sína. Úr leik eftir fyrri ferðina Sturla Snær Snorrason féll úr leik eftir fyrri ferð sína í að- alkeppni karla í svigi í gær en hann datt eftir nokkur hlið í brautinni. Sturla endaði í 12. sæti í undankeppninni sem fram fór á laugardaginn. „Þetta eru mikil vonbrigði og þetta hefur ekki al- veg verið mitt mót en svona eru skíðin stundum,“ sagði Sturla í samtali við Ski.is í gær. Fjórða gullið í röð í svigi  Skíðamennskan er Shiffrin í blóð borin  Hircher orðinn sá sigursælasti ásamt Sailer  Íslensku skíðakonurnar bættu sig allar  Sturla féll úr leik AFP Best Mikaela Shiffrin var aðeins 18 ára gömul þegar hún varð fyrst heimsmeistari kvenna í svigi. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona fóru illa með sænsku meistarana í Kristianstad á heimavelli sínum í Meist- aradeild Evrópu í handknattleik í gær en leiknum lauk með sautján marka sigri Barcelona, 43:26. Aron skoraði ekki fyrir Barcelona en Ís- lendingurinn lagði upp sex mörk fyrir liðs- félaga sína. Arnar Freyr Arnarsson var markahæsti Íslendingurinn í liði Kristians- tad með fjögur mörk en þeir Teitur Örn Ein- arsson og Ólafur Guðmundsson skoruðu tvö mörk hvor. Barcelona er í toppsæti A-riðils með 20 stig en Kristianstad er í botnsætinu með fimm stig. sport@mbl.is Stórsigur Barcelona Aron Pálmarsson Þýska handboltaliðið Kiel tapaði sínum fyrsta leik síðan í september á síðasta ári er liðið lá gegn Magdeburg, 25:28, á heimavelli í 1. deild Þýskalands í gær. Staðan í hálfleik var 14:13, Magdeburg í vil. Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, hafði unnið 22 leiki í röð fyrir leik gærdags- ins, en liðið er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, sex stigum minna en Flensburg. Þá var Arnór Þór Gunnarsson marka- hæstur í liði Bergischer sem vann 26:22- sigur gegn Wetzlar á heimavelli sínum en Arnór skoraði sex mörk í leiknum. Fjögur þeirra komu af víta- línunni en Bergischer er í áttunda sæti deildarinnar með 23 stig eftir 21 umferð. sport@mbl.is Sigurhrinu Kiel lokið Alfreð Gíslason Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn fyr- ir Wolfsburg sem tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið heimsótti Bayern München í 14. umferð þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í gær en leiknum lauk með 4:2-sigri Bayern München. Bayern komst yfir eftir 20. mín- útna leik með marki frá Carina Wenninger og Gina Lewandowski tvöfaldaði forystu Bayern undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 2:0 í hálfleik. Babett Peter, varnar- maður Wolfs- burg, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 64. mínútu en Nilla Fischer lag- aði stöðuna fyrir Wolfsburg á 71. mínútu áður en Ewa Pajor minnkaði muninn í eitt mark á 77. mínútu og hélt vonum Wolfsburg á lífi í leiknum. Fridolina Rolfö, framherji Bay- ern München, gerði svo út um leik- inn með marki í uppbótartíma og Wolfsburg og Bayern München eru nú jöfn á toppi deildarinnar með 35 stig en Wolfsburg er með betri markatölu. Þá lék Sandra María Jessen sinn fyrsta leik fyrir Bayer Leverkusen í gær þegar liðið sótti Freiburg heim en leiknum lauk með stórsigri Freiburg, 6:0. Sandra var í byrj- unarliði Bayer Leverkusen en var skipt af velli á 62. mínútu en Sandra samdi við félagið þann 11. janúar síðastliðinn. Leverkusen er í harðri fallbaráttu í þýsku 1. deildinni en liðið er í ellefta sæti deildarinnar með 10 stig, einu stigi frá öruggu sæti en tólf lið leika í þýsku deild- inni. bjarnih@mbl.is Fyrsta tap Wolfsburg á tímabilinu  Skellur hjá Söndru Maríu í fyrsta leik  Bayern og Wolfsburg jöfn á toppnum Sara Björk Gunnarsdóttir HANDKNATTLEIKUR Coca Cola bikar kvenna, 8-liða úrslit: Hleðsluhöllin: Selfoss – Fram .................. 18 Coca Cola bikar karla, 8-liða úrslit: Hleðsluhöllin: Selfoss – Valur ............. 20.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Dalhús: Fjölnir – Snæfell..................... 19.15 Vallaskóli: Selfoss – Vestri .................. 19.15 Brauð og Co-höllin: Höttur – Hamar . 19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Boginn: Þór – Magni ................................. 19 Vináttulandsleikur stúlkna U17 ára: Fífan: Ísland – Írland................................ 18 Í KVÖLD! Geysisbikar karla Úrslitaleikur: Njarðvík – Stjarnan ............................. 68:84 Geysisbikar kvenna Úrslitaleikur: Valur – Stjarnan ................................... 90:74 Spánn B-deild karla: Granada – Barcelona B ...................... 75:53  Kári Jónsson hjá Barcelona er frá keppni vegna meiðsla. B-deild kvenna: Celta Zorka – Barca CBS ................... 67:54  Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 8 stig og tók sex fráköst fyrir Celta Zorka. Þýskaland Bikarkeppnin, úrslitaleikur: Alba Berlín – Bamberg....................... 83:82  Martin Hermannsson lék í 26. mínútur með Alba Berlín og skoraði 6 stig, tók eitt frákast og gaf sex stoðsendingar. Austurríki Flyers Wels – Traiskirchen Lions ..... 81:72  Dagur Kár Jónsson skoraði 5 stig og gaf eina stoðsendingu fyrir Flyers Wels. Svíþjóð Borås – Wetterbygden Stars ............. 84:79  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 19 stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu fyrir Borås. KÖRFUBOLTI Knattspyrnukon- an Guðmunda Brynja Óladóttir skrifaði á föstu- daginn undir tveggja ára samning við KR. Hún kemur til fé- lagsins frá Stjörnunni þar sem hún hefur spilað síðustu tvö ár. Guðmunda er uppalin á Selfossi en hún á að baki 109 meistaraflokks- leiki í efstu deild með Selfossi og í Stjörnunni þar sem hún hefur skor- að 55 mörk en hún hefur spilað 173 meistaraflokksleiki á ferlinum þar sem hún hefur skorað 96 mörk. Guðmunda, sem er fædd árið 1994, á að baki 15 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað eitt mark en KR hafnaði í áttunda sæti úrvals- deildarinnar á síðustu leiktíð. Guðmunda Brynja í KR Guðmunda Brynja Óladóttir Samuel Tefera frá Eþíópíu sló á laug- ardaginn tuttugu og tveggja ára gamalt heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj í 1.500 metra hlaupi innanhúss á heimsbikarmóti í Birmingham. Hann hljóp á 3:31,04 mínútum og bætti metið um 14 hundraðshluta. Tefera, sem er aðeins 19 ára gamall, varð heimsmeistari innanhúss í greininni í fyrra. Hann við- urkenndi að heimsmetið nú hefði komið sér á óvart. „Ég bjóst alls ekki við þessu, ég trúi þessu ekki. Þetta er ótrúleg tilfinning,“ sagði Tefera við fjöl- miðla eftir hlaupið. Utandyra er besti tími hans í greininni 3:33,78 mínútur frá því í Hollandi 2017. sport@mbl.is Ungur heimsmethafi Samuel Tefera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.