Morgunblaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.02.2019, Blaðsíða 5
Morgunblaðið/Eggert Sigurgleði Aníta Rún Árnadóttir og Hallveig Jónsdóttir fallast í faðma þegar niðurstaðan lá fyrir. Í LAUGARDALSHÖLL Kristján Jónsson kris@mbl.is Bikarkeppni karla í körfuknattleik á glettilega vel við Garðbæinga. Stjarn- an lagði Njarðvík að velli í úrslitaleik Geysis-bikarsins fyrir framan 2.100 áhorfendur í Laugardalshöllinni 84:68. Var þetta fjórði bikarmeist- aratitill Stjörnunnar á aðeins ellefu árum. Karlalið félagsins hefur aldrei tapað bikarúrslitaleik í körfunni. Rétt eins og í undanúrslitaleiknum fundu Garðbæingar taktinn snemma leiks. Njarðvík var yfir 9:6 en eftir það þurftu Njarðvíkingar að elta forskot Stjörnunnar. Ekki er það alltaf þannig að tvö efstu liðin í deildinni mætist í bikarúrslitum en sú var raunin í þetta skiptið. Njarðvík er í efsta sæti í deild- inni og Stjarnan í öðru sæti eftir mikla sigurgöngu síðustu vikurnar. Fara þarf aftur í nóvember til að finna tap- leik hjá Stjörnunni en sigurinn á laug- ardaginn var sá fjórtándi í röð í deild og bikar. Elvar í greipum Ægis Kom það mörgum körfuknattleiks- áhugamönnum á óvart þegar Stjarnan lét Paul Jones fara sem reynst hafði prýðilegur liðsmaður bæði hjá Stjörn- unni og Haukum í fyrra. Brandon Rozzell kom í staðinn um áramótin og sá sýndi í bikarleikjunum hvers hann er megnugur. Njarðvíkingar réðu ekkert við hann en Rozzell skoraði 30 stig. Hann komst snemma í stuð og virtist alltaf líklegur til að geta skorað. Hefur það vafalaust gefið samherjum hans aukið sjálfstraust. Þegar Njarð- víkingum tókst að neyða hann í erfið skot þá setti hann þau gjarnan niður. Á hinn bóginn var enginn Njarðvík- ingur sem komst í gott stuð í langskot- unum. Mario Matesovic getur borið höfuðið hátt en hann skilaði 19 stigum fyrir Njarðvík og 5 fráköstum. Vand- inn sem andstæðingar Njarðvíkur hafa glímt við í vetur hefur hins vegar verið að halda aftur af bakvörðum Njarðvíkur. Elvar Már Friðriksson og Jeb Ivey eru erfiðir viðureignar svo það sé nú pent orðað. Þegar eyða þarf miklu púðri í þá hafa þeir Logi Gunn- arsson og Maciej Baginski gert sér mat úr þriggja stiga skotfærum. Garðbæingum tókst að halda þessum mönnum í skefjum. Elvar var í strangri gæslu Ægis Þórs Stein- arssonar og skoraði 8 stig en náði þó að gefa 7 stoðsendingar. Ivey skoraði 12 og Logi 7 stig. Ef til vill hefði Logi átt að spila meira en 17 mínútur í leik þar sem svo mikið er undir. Maciej gerði einungis 1 stig. Vörnin var því geysilega góð hjá Stjörnunni. Meiri breidd hjá Stjörnunni Breiddin í leikmannahópi Stjörn- unnar reyndist vera meiri. Liðið er vel mannað á pappírum en þegar inn á völlinn er komið þurfa menn að skila sínu og sætta sig við að ábyrgðin dreifist. Þjálfarinn, Arnar Guð- jónsson, hefur skipulagt þessa verka- skiptingu vell, og í viðtali á mbl.is seg- ir hann sína menn hafa verið tilbúna til fórna fyrir hag liðsins. Þegar greinarhöfundur ræddi við þjálfara og leikmenn Stjörnunnar var auðheyrt að þeir báru mikla virðingu fyrir Njarðvíkingum enda Njarðvík í toppsæti deildarinnar. Garðbæingar lögðust greinilega vel yfir það hvernig mögulega væri hægt að halda skyttum Njarðvíkinga í skefjum. Ægir Þór Steinarsson orðaði það þannig að hann hefði verið á nálum í vörninni all- an leikinn því hætturnar leynast svo víða þegar leikið er gegn liði Njarðvík- ur. Bikarúrslitaleikirnir eiga vel við Garðbæinga  Fjórði bikarsigur Stjörnunnar á ellefu árum  Fjórtán sigurleikir í röð ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 Spánn Barcelona – Real Valladolid .................... 1:0 Rayo Vallecano – Atlético Madrid .......... 0:1 Real Madrid – Girona .............................. 1:2 Staða efstu liða: Barcelona 24 16 6 2 61:23 54 Atlético Madrid 24 13 8 3 34:17 47 Real Madrid 24 14 3 7 41:29 45 Sevilla 24 10 7 7 38:28 37 Getafe 24 9 9 6 30:21 36 Alavés 24 10 6 8 25:28 36 Real Sociedad 24 9 7 8 30:25 34 Real Betis 24 9 6 9 27:30 33 Valencia 24 6 14 4 24:20 32 Eibar 24 7 10 7 33:34 31 Levante 24 8 6 10 36:43 30 Leganés 24 7 8 9 25:30 29 Espanyol 24 8 5 11 27:37 29 Athletic Bilbao 23 5 12 6 23:28 27 Girona 24 6 9 9 25:34 27 B-deild: Real Oviedo – Alcorcón .......................... 1:0  Diego Jóhannesson spilaði seinni hálf- leikinn fyrir Real Oviedo. Holland AZ Alkmaar – Venlo ............................... 3:0  Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 74. mínútu hjá AZ Alkmaar. Excelsior – Emmen ................................. 2:1  Elías Már Ómarsson var ónotaður vara- maður hjá Excelsior, Mikael Anderson var ekki í leikmannahóp Excelsior. Vitesse – Willem II................................... 3:2  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður á 88. mínútu hjá Willem II. Tyrkland B-deild: Altinordu – Gazisehir ............................. 1:0  Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik- inn fyrir Gazieshir. Pólland Jagiellonia – Wisla Plock........................ 1:0  Böðvar Böðvarsson var ónotaður vara- maður hjá Jagiellonia. Aserbaídsjan Qarabag – Gabala.................................... 2:1  Hannes Þór Halldórsson var ónotaður varamaður hjá Qarabag. Grikkland Larissa – Xanthi ...................................... 1:1  Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna hjá Larissa. Danmörk Esbjerg – Bröndby .................................. 2:1  Hjörtur Hermannsson var ónotaður varamaður hjá Bröndby. OB – Vejle................................................. 1:0  Kjartan Henry Finnbogason lék fyrstu 59. mínúturnar fyrir Vejle. Horsens – Vendsyssel ............................. 3:0  Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunar- liði Vendsyssel en fékk að líta rauða spjald- ið á 34. mínútu. Staðan: Köbenhavn 22 17 2 3 57:19 53 Midtjylland 21 14 5 2 51:19 47 Esbjerg 22 9 5 8 28:29 32 Bröndby 22 9 4 9 36:33 31 Randers 22 8 7 7 26:28 31 Horsens 22 8 7 7 29:37 31 AGF 22 7 9 6 26:25 30 OB 22 8 6 8 28:29 30 Nordsjælland 22 7 7 8 33:33 28 AaB 21 7 7 7 27:28 28 SönderjyskE 22 5 7 10 23:31 22 Vejle 22 4 7 11 19:34 19 Vendsyssel 22 5 4 13 20:36 19 Hobro 22 4 5 13 17:39 17 Svíþjóð Bikar karla, 32ja liða, riðlakeppni: Malmö – Degerfors.................................. 3:2  Arnór Ingvi Traustason sat allan tímann á varamannabekk Malmö. Norrköping – Värnamo .......................... 3:1  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn fyrir Norrköping, Alfons Sampsted, Ísak B. Jóhannesson og Oliver Stefánsson voru ekki í leikmannahóp Norrköping. Häcken – Brage ....................................... 6:1  Bjarni Mark Antonsson var ónotaður varamaður hjá Brage. Östersund – Halmstad ............................ 0:0  Höskuldur Gunnlaugsson var ekki í leik- mannahópi Halmstad. Bikar kvenna, 16-liða, riðlakeppni: Kalmar – Rosengård ............................... 0:4  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn fyrir Rosengård. Kristianstad – Limhamn Bunkeflo........ 3:0  Sif Atladóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad, Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad og skor- aði eitt mark og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var ónotaður varamaður hjá Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.  Andrea Thorisson kom inn á sem vara- maður hjá Limhamn á 76. mínútu. Djurgården – Örebro.............................. 4:0  Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir léku allan leikinn fyrir Djur- gården. Guðbjörg Gunnarsdóttir lék ekki með Djurgården vegna meiðsla. Linköping – Växjö ................................... 1:1  Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leik- inn fyrir Linköping. KNATTSPYRNA Stigahæst allra og tók var einfaldlega lang- s. Um leið og hún komst uta var Stjarnan í aður leiksins Laugardalshöll, Bikarkeppni karla, 16. febrúar 2019. Gangur leiksins:: 4:2, 9:9, 16:9, 23:18, 28:21, 34:26, 37:26, 41:32, 44:36, 51:43, 53:48, 60:57, 67:59, 70:65, 78:66, 84:68. Stjarnan: Brandon Rozzell 30, Hlyn- ur Elías Bæringsson 13/14 fráköst, Antti Kanervo 11, Collin Anthony Pry- or 9/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 8/8 stoðsendingar, Filip Kramer 7/6 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4/4 fráköst, Magnús B. Guðmunds- son 2. Fráköst: 31 í vörn, 6 í sókn. Njarðvík: Mario Matasovic 19/5 frá- köst, Jeb Ivey 12/4 fráköst/5 stoð- sendingar, Eric Katenda 11/6 fráköst, Elvar Már Friðriksson 8/8 fráköst/7 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 7, Ólafur Helgi Jónsson 6/4 fráköst, Kristinn Pálsson 3, Maciek Baginski 1, Snjólfur Marel Stefánsson 1. Fráköst: 28 í vörn, 4 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreið- arsson. Áhorfendur: 2.100. Stjarnan – Njarðvík 84:68 ór hefði einnig stað- skilaði 30 stigum pplið mætast. Dýr- leikmanns sem nustigið er hátt. ur leiksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.