Morgunblaðið - 18.02.2019, Page 6

Morgunblaðið - 18.02.2019, Page 6
6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2019 María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH og Ísak Óli Traustason úr UMSS sigruðu á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum innanhúss sem lauk um helgina. Í kvennaflokki er innanhúss keppt í fimmtarþraut þar sem María sigraði með 3.927 stig. Irma Gunn- arsdóttir úr Breiðabliki varð í öðru sæti með 3.481 stig og Katla Rut Ró- bertsdóttir Kluvers sem einnig keppir fyrir Breiðablik varð í þriðja sæti með 3.150 stig. María Rún á best 3.940 stig og er hún í þriðja sæti afrekalistans á Ís- landi. Íslandsmetið á Helga Margrét Þorsteinsdóttir og er það 4.298 stig. María sigraði í fjórum greinum af fimm. Hún hljóp 60 metra grinda- hlaup á 8,76 sekúndum og 800 metra á 2:24,04 mínútum. Hún stökk 1,66 metra í hástökki, 5,68 metra í lang- stökki og kastaði kúlunni 11,65 metra. Ísak Óli fékk 5.344 stig sem er persónuleg bæting hjá honum. Þessi árangur kemur honum upp fyrir Svein Elías Elíasson og Þorstein Ingvarsson á afrekalistanum og er Ísak Óli nú í sjöunda sæti listans. Ísak Óli sigraði í langstökki og 60 metra grindahlaupi. Hann bætti ár- angur sinn í 60 metra hlaupi, stang- arstökki og 1.000 metra hlaupi. Í grindahlaupinu jafnaði hann sinn besta árangur. Ísak hljóp 60 metra á 7,10 sek- úndum, 1.000 metra á 2:45,31 mínútu og 60 metra grindahlaup á 8,26 sek- úndum. Ísak stökk 1,82 metra í há- stökki, 7,01 metra í langstökki og 4,25 metra í stangarstökki. Hann kastaði kúlu 13,33 metra. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 3.927 stig María Rún Gunnlaugsdóttir sigraði í fimmtarþraut. María og Ísak sigruðu á MÍ  María sigraði í fjórum greinum England Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Brighton – Derby ..................................... 2:1 Wimbledon – Millwall .............................. 0:1 Newport – Manchester City.................... 1:4 Bristol City – Wolves ............................... 0:1 Doncaster – Crystal Palace..................... 0:2 Swansea – Brentford ............................... 4:1 B-deild: Sheffield United – Reading.................... 4:0  Jón Daði Böðvarsson lék seinni hálfleik- inn fyrir Reading. Aston Villa – WBA................................... 0:2  Birkir Bjarnason var ekki í leikmanna- hópi Aston Villa. Rotherham – Sheffield Wednesday........ 2:2 Bolton – Norwich...................................... 0:4 Ipswich – Stoke ........................................ 1:1 Preston – Nottingham Forest................. 0:0 Staðan: Norwich 33 18 9 6 65:42 63 Sheffield Utd 33 18 7 8 58:34 61 Leeds 32 18 7 7 53:36 61 WBA 32 16 9 7 64:40 57 Middlesbro 32 14 12 6 36:24 54 Bristol City 31 15 8 8 40:30 53 Derby 31 14 9 8 43:36 51 Nottingham F. 33 11 14 8 46:38 47 Birmingham 32 11 13 8 49:40 46 Aston Villa 33 10 14 9 56:52 44 Preston 33 11 11 11 50:47 44 Hull 32 12 8 12 45:42 44 Swansea 32 12 8 12 42:39 44 Blackburn 33 11 10 12 43:50 43 Sheffield Wed. 32 10 11 11 36:47 41 Brentford 31 10 10 11 50:43 40 Stoke 33 9 13 11 34:41 40 QPR 31 11 6 14 39:47 39 Wigan 32 9 7 16 32:46 34 Millwall 31 7 10 14 34:45 31 Reading 33 6 11 16 34:49 29 Rotherham 33 5 14 14 33:53 29 Bolton 33 6 8 19 21:51 26 Ipswich 33 3 11 19 25:56 20 Bikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit: Reading – Birmingham .......................... 2:1  Rakel Hönnudóttir kom inn á sem vara- maður á 81. mínútu hjá Reading og skoraði sigurmark leiksins. Þýskaland Hertha Berlín – Werder Bremen .......... 1:1  Aron Jóhannsson hjá Bremen er frá keppni vegna meiðsla. Staða efstu liða: Dortmund 21 15 5 1 54:23 50 Bayern Münch. 22 15 3 4 50:26 48 M’gladbach 22 13 4 5 42:22 43 RB Leipzig 22 12 5 5 41:19 41 Leverkusen 22 11 3 8 39:32 36 Wolfsburg 22 10 5 7 35:30 35 E.Frankfurt 22 9 7 6 41:28 34 Hoffenheim 22 8 9 5 44:32 33 Hertha Berlín 22 8 8 6 35:32 32 Werder Bremen 22 8 7 7 37:33 31 Mainz 22 7 6 9 23:36 27 Düsseldorf 22 7 4 11 25:41 25 Freiburg 22 5 9 8 29:37 24 Schalke 22 6 5 11 25:32 23 A-deild kvenna: Bayern München – Wolfsburg ............... 4:2  Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik- inn fyrir Wolfsburg. Freiburg – Leverkusen........................... 6:0  Sandra María Jessen lék fyrstu 62 mín- úturnar fyrir Leverkusen. Ítalía Orobica – Roma ....................................... 2:3  Kristrún Rut Antonsdóttir lék fyrstu 65 mínúturnar fyrir Roma. Frakkland Mónakó – Nantes ..................................... 1:0  Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leik- mannahópi Nantes. Sviss Grasshoppers – Xamax........................... 0:1  Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Grasshoppers. Lengjubikar karla A-deild, 2. riðill: Fylkir – Þróttur R ................................... 1:1 Hákon Ingi Jónsson 72. – Sjálfsmark 20. A-deild, 3. riðill: KA – Valur................................................ 4:0 Guðjón Pétur Lýðsson 38. (víti), Ólafur Ar- on Pétursson 78., Þorri Mar Þórisson 80., Torfi Tímoteus Gunnarsson 90. Rautt spjald: Ólafur Karl Finsen (Val) 57., Kaj Leo í Bartalsstovu (Val) 66. A-deild, 4. riðill: Breiðablik – Grótta ................................. 3:0 Alexander Helgi Sigurðarson 39., 76., Brynjólfur Darri Willumsson 72. Rautt spjald: Halldór Árnason (Gróttu) Lengjubikar kvenna A-deild: Breiðablik – Selfoss................................. 6:0 Hildur Antonsdóttir 38., Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir 41., Sólveig Jóhannesdóttir Larsen 51., Alexandra Jóhannsdóttir 56., 75., Ásta Eir Árnadóttir 81. Valur – ÍBV .............................................. 7:1 Margrét Lára Viðarsdóttir 37., Hlín Ei- ríksdóttir 48., 51., Guðrún Karítas Sigurð- ardóttir 52., 90., Bergdís Fanney Einars- dóttir 66., Dóra María Lárusdóttir 86. – Sjálfsmark 5. Þór/KA – Stjarnan .................................. 1:1 Margrét Árnadóttir 67. – Birna Jóhanns- dóttir 41. KNATTSPYRNA KA gerði sér lítið fyrir og tók Ís- landsmeistara Vals í kennslustund þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars karla á Akureyri um helgina en leiknum lauk með 4:0- sigri Akureyringa. Guðjón Pétur Lýðsson kom sínum mönnum á bragðið gegn sínum gömlu liðsfélögum þegar hann kom KA yfir með marki úr vítaspyrnu á 38. mínútu og staðan 1:0 í hálfleik. Þeir Ólafur Karl Finsen og Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmenn Vals, fengu báðir að líta rauða spjaldið með stuttu millibili um miðjan seinni hálfleikinn og Valsmenn því tveimur mönnum færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu Akureyringar sér og Ólafur Aron Pétursson og Þorri Mar Þórisson skoruðu báðir hvor sitt markið með stuttu millibili á 78. og 80. mínútu. Torfi Tímoteus Gunn- arsson innsiglaði svo niðurlægingu Íslandsmeistaranna með marki í uppbótartíma og lokatölur því 4:0 í Boganum á Akureyri. Tvö mörk frá Alexander Alexander Helgi Sigurðsson skor- aði tvívegis þegar Breiðablik vann 3:0-sigur gegn Gróttu í Kórnum um helgina en Alexander kom Blikum yfir undir lok fyrri hálfleiks. Brynj- ólfur Darri Willumsson bætti við öðru marki Blika á 72. mínútu áður en Alexander Helgi var aftur á ferð- inni með sínu öðru marki á 76. mín- útu og öruggur sigur Blika stað- reynd. Þá gerðu Fylkir og Þróttur 1:1- jafntefli í Egilshöllinni þar sem Daði Ólafsson, leikmaður Fylkis, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 20. mínútu leiksins. Hákon Ingi Jónsson jafnaði metin fyrir Fylkis- menn á 72. mínútu en lengra komust Árbæingar ekki og jafntefli því nið- urstaðan. Öruggt hjá Blikum og Val Breiðablik og Valur unnu bæði stórsigra í A-deild Lengjubikars kvenna um helgina en Breiðablik vann 6:0-sigur gegn Selfossi í Kórn- um þar sem Alexandra Jóhanns- dóttir skoraði tvívegis fyrir Blika og þá skoruðu þær Hlín Eiríksdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir tví- vegis fyrir Val sem vann 7:1-sigur gegn ÍBV í Egilshöllinni. Þór/KA og Stjarnan gerðu svo 1:1-jafntefli fyrir norðan í Boganum þar sem Birna Jóhannsdóttir kom Stjörnunni yfir í fyrri hálfleik en Margrét Árnadóttir jafnaði fyrir Þór/KA um miðbik síðari hálfleiks og þar við sat. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Mark Guðjón Pétur Lýðsson kemur KA yfir gegn sínum gömlu liðsfélögum. KA fór illa með Íslandsmeistarana Hamidou Diallo, leikmaður Okla- homa City Thunder, stal senunni á stjörnuleikshelgi NBA-deildarinna í körfuknattleik sem fram fór í Charlotte í Bandaríkjunum um helgina en Diallo bar sigur úr být- um í troðslukeppninni vinsælu. Diallo er nýliði í deildinni en hann hafði betur eftir harða keppni við Dennis Smith Jr., leikmann New York Knicks. Diallo gerði sér lítið fyrir og tróð yfir Shaquille O’Neial, fyrrverandi leikmann Orlando Ma- gic og Los Angeles Lakers, en Shaq eins og hann er gjarnan kallaður varð fjórum sinnum NBA-meistari. Shaq er engin smásmíði en hann er 216 sentímetrar á hæð og vegur um 150. Þá vann Joe Harris, leikmaður Brooklyn Nets, óvæntan sigur í þiggja stiga keppninni en hann hafði betur gegn Stephen Curry, leikmanni Golden State Warriors. Jayson Tatum, leikmaður Boston Celtics, bar sigur úr býtum gegn Trae Young í hæfileikakeppninni. Stjörnuleikurinn sjálfur fór svo fram í nótt en nánar má lesa um leikinn inn á mbl.is bjarnih@mbl.is AFP Á flugi Hamidou Diallo treður yfir gömlu kempuna Shaquille O’Neal í troðslukeppni stjörnuhelgarinnar. Nýliðinn tróð yfir Ofurmennið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.