Morgunblaðið - 19.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.2019, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 Íslenska stúlknalandsliðið í knatt- spyrnu, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, vann í gær 3:0-sigur á landsliði Írlands í vináttulandsleik í Fífunni í Kópavogi. Staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus en Andrea Marý Sig- urjónsdóttir kom íslenska liðinu yfir á 65. mínútu. Ída Marín Her- mannsdóttir tvöfaldaði forystu ís- lenska liðsins, fimm mínútum síðar, og það var svo Þórhildur Þórhalls- dóttir sem innsiglaði sigur íslenska liðsins með marki á 86. mínútu. Liðin mætast aftur klukkan 12 á hádegi á morgun og þá er leikið í Kórnum í Kópavogi. Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir milliriðil Evrópukeppninnar en þar leika stúlkurnar við Ítalíu, Dan- mörku og Slóveníu dagana 21. til 27. mars. sport@mbl.is Öruggur sig- ur í Fífunni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fljót María Catharina Ólafsd. Gros (16) á fullri ferð í leiknum. Liverpool og Bayern München, liðin sem þessa stundina sitja í öðru sæti deildanna á Englandi og í Þýskalandi, mætast á Anfield í Liverpool í kvöld en það er fyrri viðureign þeirra í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Félögin eru bæði í hópi þeirra fimm sigursælustu í keppninni en bæði hafa þau unnið Evrópumeist- aratitilinn fimm sinnum. Bayern árin 1974, 1975, 1976, 2001 og 2013 en Liverpool árin 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005. Þau hafa þó aldrei mæst í úr- slitaleik og gera það ekki í ár. Bayern fór taplaust í gegnum riðlakeppnina en gerði þar tvö jafntefli við Ajax. Liverpool lenti hins- vegar í miklu basli, vann þrjá leiki en tapaði þremur, en komst í sextán liða úrslitin með 1:0 sigri á Napoli í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Bæði lið sakna lykilmanna sem verða í banni. Varnarmaðurinn öflugi Virgil var Dijk verður ekki með Liverpool í kvöld en hann tekur út eins leiks bann. Sóknarmaðurinn reyndi Thomas Müller spil- ar hvorugan leikinn með Bayern en hann tekur út tveggja leikja bann. vs@mbl.is Fimmfaldir meist- arar mætast England Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Chelsea – Manchester United................. 0:2 Dregið til 8-liða úrslita: Swansea – Manchester City Watford – Crystal Palace Wolves – Manchester United Millwall – Brighton Þýskaland Nürnberg – Dortmund ............................ 0:0 Staðan: Dortmund 22 15 6 1 54:23 51 Bayern Münch. 22 15 3 4 50:26 48 M’gladbach 22 13 4 5 42:22 43 RB Leipzig 22 12 5 5 41:19 41 Leverkusen 22 11 3 8 39:32 36 Wolfsburg 22 10 5 7 35:30 35 E.Frankfurt 22 9 7 6 41:28 34 Hoffenheim 22 8 9 5 44:32 33 Hertha Berlín 22 8 8 6 35:32 32 Werder Bremen 22 8 7 7 37:33 31 Mainz 22 7 6 9 23:36 27 Düsseldorf 22 7 4 11 25:41 25 Freiburg 22 5 9 8 29:37 24 Schalke 22 6 5 11 25:32 23 Augsburg 22 4 6 12 31:40 18 Stuttgart 22 4 3 15 18:50 15 Hannover 22 3 5 14 20:47 14 Nürnberg 22 2 7 13 17:46 13 Spánn Huesca – Athletic Bilbao ......................... 0:1 Staða efstu liða: Barcelona 24 16 6 2 61:23 54 Atlético Madrid 24 13 8 3 34:17 47 Real Madrid 24 14 3 7 41:29 45 Sevilla 24 10 7 7 38:28 37 Getafe 24 9 9 6 30:21 36 Ítalía Roma – Bologna ....................................... 2:1 Staða efstu liða: Juventus 24 21 3 0 52:15 66 Napoli 24 16 5 3 42:18 53 Inter Mílanó 24 14 4 6 34:17 46 AC Milan 24 11 9 4 35:22 42 Roma 24 11 8 5 46:31 41 Grikkland Apollon Smyrnis – PAOK....................... 1:5  Sverrir Ingi Ingason sat á meðal vara- manna PAOK frá upphafi til enda leiks.  Efstu lið: PAOK 57, Olympiacos 48, AEK 40, Atromitos 39, Aris 33, Panathinaikos 31. Lengjubikar karla A-deild, 1. riðill: Þór – Magni .............................................. 7:0 Nacho Gil 17., Jakob Snær Árnason 32., 67., Jónas Björgvin Sigurbergsson 43., Jóhann Helgi Hannesson 49., Álvaro Montejo 83., Guðni Sigþórsson 86. KNATTSPYRNA Coca Cola bikar kvenna 8-liða úrslit: Selfoss – Fram...................................... 22:34 Coca Cola bikar karla 8-liða úrslit: Selfoss – Valur ...................................... 24:31 HANDBOLTI 1. deild karla Fjölnir – Snæfell................................... 89:65 Selfoss – Vestri ..................................... 95:97 Höttur – Hamar.................................... 75:96 Staðan: Þór Ak. 17 14 3 1685:1384 28 Fjölnir 17 12 5 1587:1433 24 Hamar 17 11 6 1678:1567 22 Höttur 16 11 5 1508:1275 22 Vestri 17 11 6 1508:1371 22 Selfoss 17 7 10 1415:1406 14 Sindri 18 1 17 1349:1779 2 Snæfell 17 1 16 1057:1572 2 1. deild kvenna Tindastóll – Fjölnir .............................. 68:73 Staðan: Fjölnir 14 12 2 1093:889 24 Grindavík 13 10 3 973:850 20 Þór Ak. 12 8 4 781:726 16 Njarðvík 14 7 7 1003:1013 14 ÍR 14 5 9 811:878 10 Tindastóll 15 5 10 1083:1194 10 Hamar 14 1 13 788:982 2 KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Coca Cola-bikar karla, 8-liða úrslit: Vestmannaeyjar: ÍBV – ÍR ................. 18.30 Dalhús: Fjölnir – Þróttur..................... 19.30 Varmá: Afturelding – FH .................... 19.30 Coca Cola-bikar kvenna, 8-liða úrslit: Schenker-höll: Haukar – Stjarnan ..... 19.30 1. deild kvenna, Grill 66 deildin: Hertz-höllin: Grótta – Fjölnir .................. 18 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Hertz-hellirinn: ÍR – Njarðvík............ 19.15 Í KVÖLD! Í gær fékk ég það verkefni að draga upp mynd af Arnari Guðjónssyni, þjálf- ara Stjörnunnar, eins og sjá má forsíðu íþróttablaðsins. Var mér bent á að ræða við Axel Kárason, leikmann Tindastóls, um Arnar. Ég gæti ímyndað mér að Axel, sem er menntaður dýralæknir, hefði meira fyrir stafni á milli æfinga heldur en margur leikmaðurinn í boltagrein- um á Íslandi. Mig grunaði að Axel gæti verið störf- um hlaðinn og sendi honum sms í gær og spurði hvort hann væri upptekinn yfir daginn en nefndi erindið í leiðinni. Fékk ég eftirfarandi svar: Já, þarf að gelda þrjú naut í dag. Get hringt í þig um kaffileytið. Ekki er komið að tómum kofunum hjá Axel. Eftir að vinnslu greinarinnar var lokið mundi hann eftir sögu af Arnari sem hann vildi fyrir alla muni koma á framfæri. Þetta gerðist þegar Axel var leikmaður hjá Svendborg og Arnar þjálfari. Þvottavélin bilaði hjá Arnari með tilheyrandi raski á heimilishaldi. Sá hann ekki fram á að geta gert við hana en fékk Axel til verksins. Axel fékk Arn- ar til að taka rafmagnið af og réðist að svo búnu á þvottavélina. Axel lá í bleytu á gólfinu og var búinn að taka vélina að hluta til í sundur. Fór þá mótorinn skyndilega í gang sem Ax- el fannst auðvitað óskiljanlegt. Spurði hann húsbóndann hvort hann hefði ekki tekið rafmagnið af. Kom þá í ljós að Arnar var ekki betri í dönsku en svo eins og Axel orðaði það að hann skildi ekki hvernig taka skyldi rafmagnið af þegar hann las á raf- magnstöfluna. Axel fullyrti að þetta væri í eina skiptið í körfuboltasögu heimsins þar sem þjálfari reynir að taka sinn eigin leikmann af lífi með raflosti. Mögnuð frásögn en Skagfirðingar eiga þó til að krydda sögur svona hæfi- lega. Á Mogganum vinnur einn Skag- firðingur sem gefur út bækur þar sem ómögulegt er að sjá hvað er satt og hvað logið. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Paul Pogba átti frábæran leik fyrir Manchester United þegar liðið lagði ríkjandi bikarmeistara í Chelsea í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppn- innar í knattspyrnu á Stamford Bridge í gærkvöld en leiknum lauk með 2:0-sigri Manchester United. Chelsea byrjaði leikinn betur en það var Ander Herrera sem kom United yfir með skalla úr teign- um á 31. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf Paul Pogba. Títtnefndur Pogba tvöfaldaði forystu United á 45. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Marcus Rashford og staðan því 2:0 í hálfleik. Chelsea byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, án þess þó að ná að skapa sér afgerandi marktækifæri, og leikmenn United vörðu forystu sína vel. Leikmenn Chelsea voru mun meira með boltann í seinni hálfleik en tókst aldrei að opna vörn United af neinu viti og niðurstaðan því 2:0-sigur United. Bikarmeistararnir eru þar með úr leik. Eftir leikinn var dregið í átta liða úrslit. Man- chester United heimsækir Wolves, Swansea fær Manchester City í heimsókn, Crystal Palace sækir Watford heim og Millwall tekur á móti Brighton. AFP Fögnuður Leikmenn Manchester United fagna síðara marki sínu á Stamford Bridge í gærkvöld. Popga sá um bikar- meistarana Bandaríska fimleikakonan Simone Biles og serbneski tenniskappinn No- vak Djokovic voru valin Laureus íþróttakona og íþróttkarl ársins 2018 í hófi sem haldið var með mikill við- höfn í Mónakó í gærkvöld. Laureus- akademían sem stendur fyrir valinu er skipuð 68 fyrrverandi stórstjörnu úr íþróttaheiminum. Þetta er í annað sinn sem Biles verður fyrir valinu en hún hreppti hnossið einnig fyrir tveimur árum. Biles varð fjórfaldur heimsmeistari í áhaldafimleikur á síðasta ári, fyrst kvenna í sögunni. Djokovic vann þessi eftirsóttu verðlaun í fjórða sinn og skaut m.a. Kylian Mbappe, Eliud Kipchoge og LeBron James ref fyrir rass í kjörinu að þessu sinni. Djokivic ann m.a. Wimbledon-mótið og Opna banda- ríska meistaramótið á síðasta ári eft- ir að hafa náð sér af afar erfiðum meiðslum. Heimsmeistarar Frakka í knatt- spyrnu karla voru valdir lið ársins. Djokovic, Biles og Frakkar stóðu upp úr hjá Laureus AFP Meistarar Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka í knattspyrnu karla, ásamt samstarfsmönnum sínum við þjálfun heimsmeistaraliðsins, Guy Stéphan til hægri og Franck Raviot vinstra megin við Deschamps.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.