Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
ÍÞRÓTTIR
Körfuknattleikur Bandaríski miðherjinn Michael Craion hjá Keflavík hefur leikið afar vel með liði sínu síð-
ustu vikurnar. Hann segir erfitt að bera saman deildina nú og þegar hann lék hér síðast frá 2014-2017. 2
Íþróttir
mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Fljótar Guðbjörg J. Bjarnadóttir og
Þórdís Eva Steinsdóttir keppa á MÍ.
Sigurðardóttir, Íslandsmethafi í
langstökki, sem í fyrradag öðlaðist
þátttökurétt á Evrópumeistara-
mótinu sem haldið verður í Glasgow
um næstu helgi. Hafdís keppir í
spretthlaupum og einnig langstökki
en í þeirri grein hefur hún höggvið
nærri Íslandsmeti á síðustu vikum.
Einnig verður hin efnilega Guð-
björg Jóna Bjarnadóttir á sprett-
inum á mótinu. Ekki er útilokað að
hún höggvi nærri Íslandsmeti Silju
Úlfarsdóttur í 200 m hlaupi.
María Rún Gunnlaugsdóttir, sem
varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut
um síðustu helgi, mun einnig taka
þátt í nokkrum greinum.
Hástökkvararnir Kristján Viggó
Sigfinnsson og Benjamín Jóhann
Johnsen munu reyna fyrir sér í há-
stökki en báðir hafa þeir stokkið yfir
tvo metra.
Einnig má reikna með einvígi í
langstökki þar sem Kristinn Torfa-
son, Ísak Óli Traustason og Einar
Daði Lárusson munu m.a. reyna
með sér svo fátt eitt sé nefnt sem
verður í boði í Kaplakrika.
EM-farinn verður með
Fremsta frjálsíþróttafólk landsins reynir með sér á
Meistaramóti Íslands 169 keppendur frá 14 félögum
FRJÁLSAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Helgi Sveinsson, heimsmethafi í
spjótkasti úr Ármanni, vinnur nú
að því að ná sér góðum eftir að
hafa farið í aðgerð á olnboga í
september á síðasta ári.
„Staðan er nú bara nokkuð góð.
Ég fer óvenju vel út úr þessu
myndi ég segja. Er kominn af stað
í endurhæfingarferlinu og er lík-
lega á undan áætlun. Alla vega frá
mínum bæjardyrum séð,“ sagði
Helgi þegar Morgunblaðið tók
púlsinn á honum í gær. Meiðslin
gerðu vart við sig snemma síðasta
sumar og Helgi fór því í gegnum
tímabilið nánast sem hálfur maður.
„Þetta gerðist allt í einu þegar
ég fann smell í olnboganum. Þegar
ég fékk greininguna þá hafði lið-
band losnað frá vöðvafestingu.
Aðgerðin var gerð hinn 13. sept-
ember. „Einfalda lýsingin er að
varahlutir voru teknir annars stað-
ar úr handleggnum. Liðband sem
var fyrir ofan úlnlið á sömu hendi,
sem ég þarf víst ekki að nota, var
sett í olnbogann. Sumir eru með
tvö slík liðbönd á þessum stað í
handleggnum en svo eru aðrir ekki
með þetta.“
Verður orðinn góður á HM
Stærsta mót ársins verður
heimsmeistaramótið í frjálsum
fatlaðra sem haldið verður í Dubai.
Helgi býst ekki við því að láta
reyna á hvort hann geti kastað
spjótinu af fullum krafti fyrr en í
júlí. Hann er hins vegar ekki í
neinu tímahraki varðandi HM því
það verður ekki haldið fyrr en í
nóvember.
„Ég er í uppbyggingu um þessar
mundir. Stunda nú æfingar til að
bæta hreyfiferilinn varðandi hand-
legginn. Um leið styrki ég axlar-
svæðið og vinn mig upp í að geta
kastað hlutum frá mér. Er farinn
að geta gert það en ég þarf að vera
þolinmóður. Byggja þarf kastget-
una upp hægt og rólega,“ útskýrði
Helgi en viðurkennir fúslega að
hann eigi erfitt með að fara rólega
í æfingar enda þekktur fyrir að
leggja afar hart að sér.
„Jújú, ég á erfitt með að halda
aftur af mér í æfingum en er með
skynsamt fólk í kringum í mig sem
heldur aftur af mér. Keppnis-
tímabilið er heldur ekki komið al-
mennilega á hreint. Það mun
stjórnast af því hvar ég er staddur
líkamlega þegar tímabilið byrjar.
Líklega væri hægt að láta reyna á
þetta í júlí eða ágúst. Það mun ég
þá væntanlega gera hérna heima.
HM verður í nóvember í Dubai.
Þegar ég ákvað að fara í aðgerðina
spilaði inn í að langt er í HM eða
fimmtán mánuðir frá aðgerð. Eins
og áður er stóra markmiðið hjá
mér að standa mig í Tókýó 2020.
Paralympics er stærsta mótið og
því er ávallt markmiðið að vera
með þar,“ sagði Helgi.
Fann smell í olnboganum
Helgi Sveinsson er á góðum batavegi eftir að hafa verið frá keppni síðan í september
Cardiff, lið Arons Einars Gunn-
arssonar, fékk slæma útreið í ensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær-
kvöld þegar leikmenn Watford
komu í heimsókn og skoruðu fimm
mörk meðan heimaliðinu tókst að-
eins að skora einu sinni. Aron Einar
sat á meðal varamanna Cardiff all-
an leikinn. Liðið er nú í 17. sæti
með 25 stig, aðeins stigi á eftir
Southampton sem er í þriðja neðsta
sæti deildarinnar.
West Ham vann góðan sigur á
Fulham, 3:1, á heimavelli og er í
góðri stöðu í 9. sæti deildarinnar.
Fulham er hins vegar næstneðst.
Ryan Babel kom Fulham yfir á 3.
mínútu en Chicharito jafnaði metin
á 29. mínútu með marki sem aldrei
átti að verða dæmt gilt. Hann lagði
boltann fyrir sig með hendinni.
AFP
Mark Chicharito, fyrir miðri mynd, fagnar flóttalegur á svip með samherjum markinu ólöglega sem hann skoraði.
Aron Einar á
bekknum í
stóru tapi
Knattspyrnudeild Víkings Reykja-
vík hefur samið við Atla Hrafn Andra-
son og Júlíus Magnússon um að leika
með félaginu næstu tvö árin. Atli
Hrafn lék með Víkingi síðasta sumar,
en hann kom að láni frá Fulham. Atli
Hrafn hefur fengið félagaskipti og
verður löglegur með Víkingi þegar lið-
ið mætir Breiðabliki í Lengjubikarnum
í dag.
Júlíus kemur frá Heerenveen í Hol-
landi. Hann er miðjumaður, fæddist
árið 1998, ólst upp í Víkingi en hefur
leikið með U21 árs liði Heerenveen
undanfarin ár og verið fastamaður í
U21 árs landsliði Íslands.
Enska knattspyrnufélaginu Chelsea
hefur verið bannað að kaupa leik-
menn í hálft annað ár, eða þar til
sumarið 2020, fyrir að brjóta reglur
FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambands-
ins, um kaup á erlendum leikmönnum
sem eru yngri en 18 ára. Chelsea hef-
ur mótmælt banninu harðlega og
hyggst áfrýja því. FIFA sektaði
Chelsea jafnframt um 460 þúsund
pund og enska knattspyrnu-
sambandið um 390 þúsund pund.
Kvennalandslið
Íslands í knatt-
spyrnu, undir
stjórn Jóns Þórs
Haukssonar, byrj-
ar undankeppni
EM 2021 á tveim-
ur heimaleikjum.
Leikið verður við
Ungverja 29.
ágúst og við Slóvaka 2. september.
Síðan verður útileikur við Letta 8.
október en hinir fimm leikirnir fara
fram á árinu 2020. Leikirnir við Svía,
væntanlega úrslitaleikir riðilsins,
verða tveir síðustu leikirnir í júní og
september á næsta ári.
Franski sóknarmaðurinn Alexandre
Lacazette hefur verið úrskurðaður í
þriggja leikja bann í Evr-
ópudeildinni. Hann verður
því ekki með
Arsenal í
16-liða úr-
slitunum á
móti franska
liðinu Rennes.
Lacazette fékk rautt
spjald fyrir að gefa
Aleksandar Filipovic,
leikmanni Bate Bor-
isov, olnbogaskot í
fyrri leik Arsenal og
Bate í Evrópudeildinni.
Eitt
ogannað
Í dag og á morgun fer fram Meist-
aramót Íslands innanhúss í frjáls-
íþróttum. Mótið fer fram í Kapla-
krika og hefst á riðlakeppni í 60
metra hlaupi klukkan 11. Fremsta
frjálsíþróttafólk landsins verður
samankomið og mun keppa um 24
Íslandsmeistaratitla í einstaklings-
greinum. Síðasta grein mótsins,
4×400 metra boðhlaup, verður á
morgun og þar er spennan yfirleitt
mjög mikil. Alls eru 169 keppendur
skráðir til leiks frá 14 félögum.
Meðal keppenda verða Hafdís