Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 HANDBOLTI Grill 66-deild karla Valur U – Fjölnir .................................. 31:21 HK – FH U ........................................... 30:20 Stjarnan U – Þróttur............................ 26:29 ÍR U – Haukar U.................................. 29:31 Staðan: Fjölnir 13 11 0 2 377:328 22 Valur U 13 8 2 3 388:320 18 Haukar U 13 8 1 4 337:316 17 Þróttur 13 7 2 4 389:362 16 HK 13 7 2 4 353:340 16 Víkingur 12 6 1 5 309:322 13 FH U 13 5 2 6 358:388 12 Stjarnan U 13 3 1 9 358:400 7 ÍR U 13 2 1 10 351:392 5 ÍBV U 12 1 0 11 318:370 2 Grill 66 deild kvenna Stjarnan U – ÍR.................................... 24:31 Grótta – Valur U................................... 29:34 Fram U – HK U.................................... 26:24 Fylkir – Víkingur.................................. 32:16 Fjölnir – Afturelding............................ 22:36 Staðan: Afturelding 16 13 1 2 425:328 27 ÍR 16 13 0 3 466:370 26 Valur U 16 11 1 4 455:388 23 Fylkir 16 11 1 4 442:377 23 Fram U 17 10 1 6 450:400 21 FH 16 9 1 6 419:355 19 Grótta 16 5 2 9 371:413 12 Fjölnir 17 5 1 11 437:469 11 HK U 15 5 0 10 356:399 10 Víkingur 17 2 0 15 320:455 4 Stjarnan U 16 1 0 15 314:501 2 Þýskaland Dortmund – Leverkusen .................... 27:27  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Dortmund. B-deild karla: Hamburg – Rhein Vikings ................. 34:26  Aron Rafn Eðvarðsson lék í 16 mínútur í marki Hamburg og varði eitt skot. Danmörk Aarhus United – Esbjerg.................... 23:26  Rut Jónsdóttir lék ekki með Esbjerg. Frakkland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Dijon – Nantes ..................................... 34:29  Helena Rut Örvarsdóttir leikur með Di- jon. Svíþjóð Skara – Boden...................................... 30:22  Hafdís Renötudóttir varði þrjú skot í marki Boden. Kristianstad – Lugi ............................. 25:27  Andrea Jacobsen skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad. KÖRFUBOLTI 1. deild karla Fjölnir – Selfoss.................................... 95:82 Snæfell – Hamar................................... 63:99 Þór Ak. – Höttur................................... 95:89 Staðan: Þór Ak. 18 15 3 1780:1473 30 Fjölnir 18 13 5 1682:1515 26 Hamar 18 12 6 1777:1630 24 Höttur 17 11 6 1597:1370 22 Vestri 17 11 6 1508:1371 22 Selfoss 18 7 11 1497:1501 14 Sindri 18 1 17 1349:1779 2 Snæfell 18 1 17 1120:1671 2 NBA-deildin Cleveland – Phoenix........................... 111:98 Philadelphia – Miami ....................... 106:102 Brooklyn – Portland........................... 99:113 Milwaukee – Boston............................. 98:97 Golden State – Sacramento ............. 125:123 LA Lakers – Houston ...................... 111:106 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Höllin Ak.: Akureyri – Fram................. L17 Schenker-höll: Haukar – Grótta....... S16.30 KA-heimilið: KA – Stjarnan................... S18 Vestm.eyjar: ÍBV – Afturelding....... S18.30 Kaplakriki: FH – ÍR .......................... S19.30 Coca Cola bikar kvenna, 8-liða úrslit: Vestmannaeyjar: ÍBV – KA/Þór ...... L18.30 1. deild karla, Grill 66 deildin: Vestm.eyjar: ÍBV U – Víkingur ............ L12 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Valur............ L15 1. deild kvenna: Höllin Ak.: Þór Ak. – Njarðvík.............. L14 Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍR......... L16.30 Dalhús: Fjölnir – Grindavík.............. L16.30 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Meistaramót Íslands innanhúss fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag kl. 11 til 15.10 og á morgun kl. 10 til 15.40. KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Fífan: Breiðablik – Víkingur R ............. L11 Egilshöll: Leiknir R. – Þór ............... L15.15 Akraneshöll: Grindavík – Magni........... L16 Egilshöll: Fram – KA........................ L17.15 UM HELGINA! Engin hreyfing virðist vera í kringum byggingu nýrrar keppnis- hallar fyrir innahússíþróttir hér á landi. Sömu sögu má e.t.v. segja um breytingarnar á Laugardalsvelli til nútímalegra horfs og færslu frjáls- íþróttavallarins. Ljóst hefur verið lengi að sambúð alþjóðlegs knattspyrnuvallar og frjálsíþrótta- vallar er löngu fyrir bí. Ekki veit ég hvort nýr frjálsíþróttavöllur á svæði ÍR-inga í Breiðholti kemur til móts við óskir frjálsíþróttamanna um al- vörukeppnisvöll sem getur mætt al- þjóðlegum kröfum. Vonandi verður svo að einhverju leyti. Eins og margoft hefur verið bent á er Laugardalshöll úr sér gengin sem keppnishöll á alþjóðavísu. Fyrir vikið eru alþjóðlegir kappleikir, eins og viðureign Íslands og Portúgals í for- keppni Evrópumótsins í fyrrakvöld, háðir með undanþágu frá Körfu- knattleikssambandi Evrópu. Hversu lengi undanþágur verða veittar er ómögulegt að segja til um. Víst er að það verður ekki um aldur og ævi. Einn góðan veðurdag geta Íslend- ingar staðið í sömu sporum og frænd- ur okkar Færeyingar sem fá ekki heimild til þess að leika heimaleiki sína í alþjóðlegri handknattleik- skeppni fullorðinna í Færeyjum. Nærri 60 ár eru liðin síðan byrjað var að byggja Laugardalshöllina. Hún var tekin í gagnið seint á árinu 1965, nokkrum dögum áður en ég fæddist. Glæsilegt mannvirki á sínum tíma en fyrir löngu orðin barn síns tíma og elsta þjóðarhöll sem notuð er fyrir innanhússíþróttir í allri Evrópu. Landslið Íslands í innanhúss- boltaíþróttum eru á hrakhólum með æfingaaðstöðu. Sumum málsmetandi mönnum þykir það vera í góðu lagi enda hafa þeir aldrei sett sig inn í hvað fylgir æfingum og keppni í íþróttum þótt þeir slái ekki hendinni á móti kampavíni og sviðsljósi á sigur- stundum íþróttafólks. Fyrir um aldar- fjórðungi lagði faðir núverandi íþróttamálaráðherra fram tillögu í borgarstjórn um byggingu fjölnota íþrótta- og sýningarhallar í Laugardal. Síðan hefur ekkert gerst, a.m.k. fátt. Kannski þarf að bíða í annan aldar- fjórðung eftir að hreyfing komist á málið. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is FEBRÚAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Bandaríski miðherjinn Michael Cra- ion hjá Keflavík er sá leikmaður sem Morgunblaðið setur kastljósið á eftir febrúarmánuð í Dominos- deild karla í körfuknattleik. Lið Keflavíkur er í baráttunni um að ná einu af fjórum efstu sætunum í deildinni en er sem stendur í 3.-4. sæti með 24 stig eins og Tindastóll. Hefur liðið unnið 2/3 af sínum leikj- um eða tólf af átján en liðið var far- sælt í febrúar og vann alla þrjá leiki sína í mánuðinum. „Ég tel að við getum spilað mun betur vegna þess að við erum með góða leikmenn. Við höfum tapað leikjum í vetur sem mér fannst að við ættum að vinna. Við þurfum að laga ákveðna þætti en ég er spennt- ur að sjá á hvaða nótum við munum ljúka deildakeppninni,“ sagði Cra- ion og bendir á að þegar í úrslita- keppnina sé komið taki Íslands- mótið á sig nýja mynd. „Já þá hefst eiginlega ný keppni og allir gefa að- eins meira í. Í úrslitakeppninni er spilaður áhugaverður og spennandi körfubolti.“ Leikstíll liðanna hefur breyst Þegar Craion er beðinn um að bera saman íslensku deildina nú og þegar hann lék hér á árunum 2014- 2017 þá segir hann fjölgun erlendra leikmanna vera mest áberandi. „Mér finnst svolítið erfitt að bera þetta saman vegna þess að deildin hefur breyst með tilkomu erlendra leikmanna með evrópsk vegabréf. Leikstíll liðanna hefur aðeins breyst vegna þessa en þetta er meginbreytingin,“ sagði Craion en segist ekki hafa myndað sér sterkar skoðanir á því hvaða lið muni berj- ast um Íslandsmeistaratitilinn þeg- ar þar að kemur. „Ég nefni okkur að sjálfsögðu en Njarðvík og KR eru einnig nokkuð sterk. Ég hef ekki velt þessu of mikið fyrir mér fram að þessu en ég veit að lið Njarðvíkur er gott.“ Frekar þægileg ákvörðun Michael Craion er enginn ný- græðingur í íslensku úrvalsdeild- inni. Hann lék tvö ár með Keflavík og hóf sinn feril hérlendis í Bítla- bænum haustið 2012. Hann spilaði vel fyrir Keflavík en söðlaði um og fór í KR sumarið 2014 og tók þar tvö tímabil til viðbótar. Hann varð Íslandsmeistari bæði árin hjá KR 2015 og 2016 og bikarmeistari 2016. Í millitíðinni var Craion tvö tíma- bil í frönsku c-deildinni. Spurður um hvers vegna hann hafi snúið aft- ur til Íslands segir hann skýringuna ekki vera flókna. „Mig vantaði ein- faldlega vinnu þegar samningur minn rann út í Frakklandi. Þegar Keflavík hafði samband þá bauðst mér tækifæri til þess að koma aftur til Íslands. Það er ágætt að vera á Íslandi. Hér hóf ég minn atvinnu- mannaferil og spilaði nokkuð vel á Íslandi. Þar af leiðandi var frekar þægilegt að taka þessa ákvörðun. Það spilaði eflaust inn í ákvörð- unina.“ Craion fékk ýmsar viðurkenn- ingar fyrir frammistöðu sína hér- lendis þegar hann dvaldi hér í fyrra skiptið. Var til að mynda valinn maður úrslitakeppninnar árið 2015. Spurður um hvort hann sé ánægður með sína spilamennsku í vetur seg- ist hann vera sáttur en ávallt megi gera betur. „Ég veit að ég get gert betur en er ánægður með stígandina í mínum leik í vetur. Ég ætla að gefa meira í og bæta nokkra þætti í mínum leik. Tímabilið er langt og enn er tími til að bæta sig,“ sagði Michael Craion ennfremur í samtali við Morg- unblaðið. Morgunblaðið/Hari Bestur Michael Craion hefur sýnt mjög jafna og góða frammistöðu með Keflavík frá fyrsta leik í haust. Ákvörðunin um að snúa aftur var frekar þægileg  Michael Craion segir að Keflavíkurliðið geti gert betur en það hefur sýnt í vetur  Körfuboltinn sem spilaður er í úrslitakeppninni er áhugaverður og spennandi Njarðvík 18 15 3 1581:1476 30 Stjarnan 18 14 4 1667:1442 28 Tindastóll 18 12 6 1547:1400 24 Keflavík 18 12 6 1584:1460 24 KR 18 11 7 1543:1516 22 Þór Þ. 18 10 8 1647:1593 20 Grindavík 18 8 10 1577:1634 16 ÍR 18 8 10 1535:1604 16 Haukar 18 8 10 1513:1578 16 Valur 18 5 13 1622:1727 10 Skallagr. 18 4 14 1527:1664 8 Breiðablik 18 1 17 1596:1845 2 Dominos-deild karla 2018-19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.