Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 3

Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 3 Forsætisráðuneytið auglýsir embætti seðlabankastjóra laust til umsóknar Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra til fimm ára í senn, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingum. Aðeins er hægt að skipa sama mann seðlabankastjóra tvisvar sinnum. Seðlabankastjóri skal fullnægja almennum starfsgengisskilyrðum skv. 6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Gerð er krafa um stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Við skipun í embættið mun forsætisráðherra, skv. 2. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands, skipa þriggja manna nefnd er hefur það hlutverk að leggja mat á hæfni umsækjenda um embættið. Verður einn nefndarmaður skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar og er hann formaður nefndarinnar. Í umsókn um embættið skal greina frá nafni, kennitölu og heimilisfangi umsækjanda auk þess sem veita skal ítarlegar upplýsingar um menntun viðkomandi, starfsferil og reynslu. Um laun og önnur starfskjör fer eftir ákvæðum laga um launa- og starfskjör seðlabankastjóra, sbr. b-lið 28. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Skipað verður í embættið frá og með 20. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2019. Vinsamlega sendið umsóknir og starfsferilskrár til forsætis- ráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eða á netfang ráðuneytisins postur@for.is. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Í forsætisráðuneytinu, 20. febrúar 2019. Fjárfestingastjóri Upplýsingar og umsókn capacent.com/s/12966 Menntunar- og hæfniskröfur : Háskólapróf sem nýtist í starfi Reynsla af greiningu fjárfestingakosta og gerð kynninga Reynsla af fyrirtækjarekstri og stjórnun Mjög góðir samskiptahæfileikar Sjálfstæði og frumkvæði í starfi Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti. Góð enskukunnátta skilyrði. Umsóknarfrestur til og með 11. mars Ábyrgðar- og starfsvið : Greining á fjárfestingakostum og viðskiptatækifærum Gerð kynninga á fjárfestingartækifærum Seta í stjórnum félaga sem sjóðurinn fjárfestir í Þátttaka í stefnumótun fyrirtækja og eftirfylgni Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins leitar að öflugum einstaklingi til starfa. Viðkomandi mun taka þátt í uppbyggingu fyrirtækja í eignasafni, miðla af þekkingu og reynslu ásamt því að gæta hagsmuna sjóðsins. Æskilegt er að viðkomandi hafi innsýn í umhverfi nýsköpunar- og sprotafyrirtækja. Capacent – leiðir til árangurs Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er fjárfestingarsjóður sem tekur virkan þátt í þróun og vexti íslensks atvinnulífs með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. · · · · · · · · · ·

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.