Morgunblaðið - 02.03.2019, Síða 3

Morgunblaðið - 02.03.2019, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019 3 Aðstoðarleikskólastjóri óskast til starfa við leikskólann Tjarnarskóg á Egilsstöðum. Leikskólinn Tjarnarskógur er 9 deilda leikskóli með 189 börn á tveimur starfsstöðum. Tjarnarskógur horfir til fjölgreindarkenningar Howards Gardners í starfsaðferðum sínum og einkunnarorð skólans eru: Gleði, virðing, samvinna og fagmennska. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða gott faglegt starf í lýðræðislegu skólaumhverfi. Í Tjarnarskógi leggjum við áherslu á samvinnu, nýtingu mannauðs og skapandi lausnaleit. Jákvæðni og lipurð í samskiptum eru eiginleikar sem við metum mikils. Starfsvið: • Aðstoðarleikskólastjóri er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri og faglegu starfi leikskólans. • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans. • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins. • Sinnir þeim verkefnum sem varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum hverju sinni. Menntun, reynsla og hæfni: • Leikskólakennaramenntun. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg. • Stjórnunarreynsla í leikskóla mikilvæg. • Færni í samskiptum. • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. • Góð tölvukunnátta. • Góð íslenskukunnátta. Hæfniskröfur byggja á 10. gr. laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008. Laun eru skv. kjarasamningi Félags stjórnenda í leikskólum og launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Upplýsingar veitir Sigríður Herdís Pálsdóttir, leikskólastjóri, í símum 470-0650/470-0660/854-4585 eða á net- fanginu sigridurp@egilsstadir.is. Nánari upplýsingar um Tjarnarskóg má einnig finna á veffanginu: http://tjarnarskogur.leikskolinn.is Æskilegt væri að umsækjandi ætti þess kost að hefja störf 1. júní nk. en það er þó ekki skilyrði. Umsóknir um stöðuna skulu berast til Leikskólans Tjarnarskógar Skógarlöndum 5, 700 Egilsstaðir eða á netfangið sigridurp@egilsstadir.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2019. Umsókninni skal fylgja greinargott yfirlit yfir störf um- sækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau verkefni eru sem hann hefur unnið við og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna stjórnunarstarfi. Leikskólinn Tjarnarskógur á Egilsstöðum auglýsir lausa stöðu aðstoðarleikskólastjóra frá og með næsta skólaári Aðstoðarleikskólastjóri Viltu starfa á lifandi og skemmtilegum fjölmiðli? Hæfniskröfur: - Reynsla af blaðamennsku er kostur - Góð þekking og áhugi á íslensku samfélagi - Mjög góð íslenskukunnátta - Góð færni í erlendum tungumálum - Færni í mannlegum samskiptum - Að geta unnið hratt og undir álagi       Morgunblaðið og mbl.is                         ! "   #   eigi síðar en 1. júní og geta unnið í vaktavinnu. Umsóknarfrestur er til 10. mars 2019 $  %%&         ' #  (  Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Árvakurs, í síma 569 1332 eða á svanhvit@mbl.is. Allar umsóknir skal fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Fjárfestingastjóri Upplýsingar og umsókn capacent.com/s/12966 Menntunar- og hæfniskröfur : Háskólapróf sem nýtist í starfi Reynsla af greiningu fjárfestingakosta og gerð kynninga Reynsla af fyrirtækjarekstri og stjórnun Mjög góðir samskiptahæfileikar Sjálfstæði og frumkvæði í starfi Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti. Góð enskukunnátta skilyrði. Umsóknarfrestur til og með 11. mars Ábyrgðar- og starfsvið : Greining á fjárfestingakostum og viðskiptatækifærum Gerð kynninga á fjárfestingartækifærum Seta í stjórnum félaga sem sjóðurinn fjárfestir í Þátttaka í stefnumótun fyrirtækja og eftirfylgni Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins leitar að öflugum einstaklingi til starfa. Viðkomandi mun taka þátt í uppbyggingu fyrirtækja í eignasafni, miðla af þekkingu og reynslu ásamt því að gæta hagsmuna sjóðsins. Æskilegt er að viðkomandi hafi innsýn í umhverfi nýsköpunar- og sprotafyrirtækja. Capacent – leiðir til árangurs Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er fjárfestingarsjóður sem tekur virkan þátt í þróun og vexti íslensks atvinnulífs með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. · · · · · · · · · · Lausar eru til umsóknar tvær 100% kennarastöður og ein 100% staða þroskaþjálfa við Laugalandsskóla í Holtum, Rangárþingi ytra, skólaárið 2019-2020. Um er að ræða umsjónarkennara á miðstigi, dönskukennslu á unglingastigi, og sérkennara sem getur kennt íslensku í efstu bekkjum. Þorskaþjálfinn vinnur aðallega með nemendum á yngsta stigi. Umsækjandur þurfa að hafa kennsluréttindi, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Laugalandsskóli er í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Húsnæði á staðnum og/eða í sveitinni. Umsóknarfrestur er til 12. mars 2019. Veffang: http://www.laugaland.is Netfang: laugholt@laugaland.is Upplýsingar veitir skólastjóri í vs. 487 6540 og gsm 896 4841 og aðstoðarskólastjóri vs. 487 6544. CONSULAR CLERK/CASHIER Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu Consular Clerk/Cashier lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2019. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: http://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an idividual for the positions of Consular Clerk/Cashier. The closing date for the position is March 10, 2019. Application forms and further information can be found on the Embassy’s home page: http://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Please send your application and resumé to: reykjavikvacancy@state.gov

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.