Morgunblaðið - 02.03.2019, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
Ríkiskaup
Allar útboðsauglýsingar eru birtar á
utbodsvefur.is
Utbodsvefur.is er sameiginlegur auglýsingavettvangur opinberra
útboða. Á vefsvæðinu eru birtar auglýsingar og eða tilkynningar
um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila sem falla undir lög og
reglugerðir um opinber innkaup.
Fljótsdalshérað auglýsir eftirfarandi.
Verkefnislýsing fyrir tillögu
að breytingu á Aðalskipulagi
Fljótsdalshéraðs 2008–2028,
Geitdalsvirkjun.
Fljótsdalshérað auglýsir breytingu á aðalskipulagi.
vegna vatnsaflsvirkjunar sem Arctic Hydro áformar
að reisa í Geitdalsá á Fljótsdalshéraði. Áætlað er að
uppsett afl hennar verði 9,9 MW en unnið að frum-
hönnun virkjunarinnar.
Samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-
2028 er miðlunar- og inntakslón skilgreint á
óbyggðu svæði. Stöðvarhúsið er rétt innan marka
landbúnaðarsvæða.
Tillaga um breytingu á aðalskipulagi mun að öllum
líkindum fela í sér afmörkun iðnaðarsvæða fyrir tvö
lón, þrýstipípu og stöðvarhús, ásamt upplýsingum
til skýringar um legu vega að mannvirkjunum.
Útbúin hefur verið verkefnislýsing þar sem gerð er
grein fyrir ofangreindri breytingu á aðalskipulaginu
og umhverfismati. Lýsingin er aðgengileg á vef
sveitarfélagsins www.fljotsdalsherad.is. Íbúar og
aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér efni
hennar og koma á framfæri ábendingum. Óskað
er eftir því að ábendingar komi fram fyrir 1. apríl
2019. Ábendingar má senda til skipulagsfulltrúa í
tölvupósti á netfangið gunnlaugur@egilsstadir.is eða
í bréfi til bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs.
Kynning lýsingarinnar og tillögu að breyttu skipulagi,
þ.m.t. þessi auglýsing, er skv. 30. grein skipulags-
laga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat
áætlana nr. 105/2006.
f.h. Bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Tilkynningar
Reykja vík ur borg
Innkaupadeild
Borg artún 12-14, 105 Reykja vík
Sími 411 1042 / 411 1043
Bréfsími 411 1048
Netfang: utbod@reykjavik.is
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Vörubifreið með krókheysi og bílkrana,
útboð nr. 14441.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
ÚTBOÐ
Útboð nr. 20298
Sultartangaskurður / Hjálparvegur
Endurbætur, vegir og brú
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í verkið
Sultartangaskurður / Hjálparvegur - Endur-
bætur, vegir og brú, samkvæmt útboðs-
gögnum nr. 20298.
Helstu verkliðir eru:
• Bygging nýrrar brúar yfir Sultartangaskurð
ásamt vegtengingum.
• Fjarlæging á núverandi brú yfir Sultar-
tangaskurð og tilheyrandi vegtengingum.
• Endurbætur á skurðbökkum Sultartanga-
skurðar.
• Byggingu á nýjum heilsársvegi að Hjálpar-
fossi, Hjálparvegur og frágangur á
núverandi bílastæðaplani við Hjálparfoss.
Helstu magntölur eru:
Steypustyrktarjárn 63 t
Mótafletir 1.000 m²
Steinsteypa 700 m³
Stálvirki (brúarbitar) 38,5 t
Gröftur á skurðbökkum 94.000 m³
Bergboltar og -festur 120 stk
Vegskeringar 28.700 m³
Vegfyllingar og fláafleygar 32.700 m³
Styrktar- og burðarlag 13.000 m³
Tvöföld klæðing 16.400 m²
Verkinu skal að fullu lokið 16. desember 2019.
Útboðsgögn verða aðgengileg 5.mars 2019 á
útboðsvef Landsvirkjunar, http://utbod.lv.is
Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir klukkan
12:00 þriðjudaginn 26. mars 2019.
Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14:00 og
lesin upp að viðstöddum þeim bjóðendum
sem þess óska.
Uppbygging fyrir aldraða
við Sléttuveg
Ölduvör kt. 650213-0840 í samstarfi við Reykjavíkur-
borg óskar eftir tilboðum í verkið „Lyftur“ – Útboð
19-04 sem nær til útvegunnar og uppsetningar á
lyftum vegna byggingar á hjúkrunarheimili, þjónustu-
miðstöð og íbúðum fyrir aldraða við Sléttuveg 25-27.
Verklok eru 31. október 2019.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef
verksins frá og með þriðjudeginum 5. mars 2019.
Ósk um aðgang berist á Karl Á. Ágústsson á net-
fangið: karl@thg.is.
Tilboðum skal skila skriflega á skrifstofu THG
arkitekta, Faxafeni 9, í síðasta lagi fimmtudaginn
28. mars 2019 kl. 14.00.
ÚTBOÐ
Uppbygging fyrir aldraða
við Sléttuveg
Ölduvör kt. 650213-0840 í samstarfi við Reykjavíkur-
borg óskar eftir tilboðum í verkið „Frágangur lóðar“
– Útboð 19-03 sem nær til frágangs lóðar við
hjúkrunarheimili, þjónustumiðstöð og íbúðir fyrir
aldraða við Sléttuveg 25-27.
Helstu magntölur eru:
Gröfur 2000 m3
Hellulögn 1.220 m2
Malbikun 4.460 m2
Grasþökur og úthagatorf 2.550 m2
Snjóbræðsla 8.600 m
Verklok eru 31. október 2019.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef verk-
sins frá og með þriðjudeginum 5. mars 2019. Ósk
um aðgang berist á Karl Á. Ágústsson á netfangið:
karl@thg.is.
Tilboðum skal skila skriflega á skrifstofu THG
arkitekta Faxafeni 9, í síðasta lagi miðvikudaginn
28. mars 2019 kl. 14.00.
ÚTBOÐ
Raðauglýsingar 569 1100
ÚTBOÐ
Norðurorka hf óskar eftir tilboðum
í lagningu aðveituæðar
R A N G Á R V Ö L L U M | 6 0 3 A K U R E Y R I | S Í M I 4 6 0 1 3 0 0 | n o @ n o . i s | w w w . n o . i s
Norðurorka hf. óskar eftir tilboðum í lagningu nýrrar aðveituæðar
milli Hjalteyrar og Akureyrar. Í þessum áfanga er útboðið frá
dælustöð á Hjalteyri í norðri og að Ósi við Hörgá í suðri. Heildarlengd
lagnar í þessum áfanga er u.þ.b. 6500 m af foreinangruðum
hitaveiturörum, þvermál 500/710 mm.
Útboðsgögnin VB034208 verða til afhendingar frá og með
mánudeginum 4. mars hjá: antonb@no.is
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Norðurorku, Rangárvöllum,
603 Akureyri, þriðjudaginn 26. mars 2019 kl. 13:00.
Vatnsveita - Rafveita - Hitaveita - Fráveita
Tilboð/útboð
ÚTBOÐ
Gata, stígagerð og drenlagnir í
Kópavogskirkjugarði.
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma óska
eftir tilboðum í Gata, stígagerð og drenlagnir í
Kópavogskirkjugarði.
Helstu magntölur:
Gröftur: 1.500 m3
Fyllingar: 1.350 m3
Drenlagnir 1.237 m
Verki skal lokið eigi síðar en 1. september 2019.
Sendið tölvupóst á hjortur@internet.is til að fá
útboðsgögn á rafrænu formi.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Kirkjugarða
Reykja víkurprófastdæma, Vesturhlíð 8 Reykjavík.
14. mars, 2019 kl.13:00.