Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
fram að fríinu, 9. og 17. mars.
Aron Einar Gunnarsson missti af
fyrstu átta leikjum Cardiff í ensku
úrvalsdeildinni í haust en hefur síð-
an spilað 19 leik af 21 og skorað eitt
mark. Cardiff á aðeins eftir einn
leik fram að landsleikjahléinu, gegn
West Ham 9. mars.
Jóhann Berg Guðmundsson er að
komast af stað eftir meiðsli og hef-
ur aðeins byrjað einu sinni inni á í
síðustu átta leikjum Burnley í
ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur
hins vegar spilað 22 leiki í deildinni
í vetur og skorað 2 mörk, ásamt því
að eiga fimm stoðsendingar. Burn-
ley á eftir tvo leiki fram að hléinu.
Birkir Bjarnason hefur ekkert
komið við sögu í síðustu sjö leikjum
Aston Villa í ensku B-deildinni.
Hann hafði fram að því leikið 15
leiki í deildinni í vetur og skorað
tvö mörk. Villa á eftir þrjá leiki
fram að landsleikjahléinu.
Rúnar Már Sigurjónsson lék
fyrsta leik sinn á árinu með Grass-
hoppers um síðustu helgi eftir að
hafa misst af ellefu af síðustu tólf
leikjum liðsins vegna meiðsla. Hann
gæti spilað leiki 9. og 16. mars.
Arnór Ingvi Traustason hefur
leikið tvo Evrópudeildarleiki með
Malmö gegn Chelsea, auk þriggja
bikarleikja síðustu vikur, en keppni
í sænsku úrvalsdeildinni hefst eftir
landsleikina.
Guðlaugur Victor Pálsson hefur
verið í byrjunarliði Darmstadt í öll-
um sex leikjum liðsins í þýsku B-
deildinni frá því hann kom þangað
frá Zürich í janúar. Spilar væntan-
lega bæði 9. og 16. mars.
Rúrik Gíslason hefur spilað fimm
af síðustu sex leikjum Sandhausen í
þýsku B-deildinni og 19 af 24 leikj-
um á tímabilinu. Spilar væntanlega
bæði 10. og 16. mars.
Arnór Sigurðsson spilaði í rúmar
70 mínútur í fyrsta deildarleik árs-
ins með CSKA Moskva um síðustu
helgi og gæti spilað með liðinu 9. og
16. mars.
Eggert Gunnþór Jónsson lék síð-
asta deildarleik SönderjyskE eftir
að hafa setið á bekknum næstu þrjá
leiki á undan. Hann hefur spilað 18
af 24 deildarleikjum liðsins í vetur
og gæti spilað 10. og 17. mars.
Guðmundur Þórarinsson hefur
leikið bikarleiki með Norrköping en
sænska úrvalsdeildin byrjar ekki
fyrr en um næstu mánaðamót.
Samúel Kári Friðjónsson er á
undirbúningstímabili með Viking í
norsku úrvalsdeildinni og spilar að-
eins æfingaleiki fram að landsleikj-
unum.
SÓKNARMENNIRNIR:
Alfreð Finnbogason hefur misst
af síðustu þremur leikjum Augs-
burg í þýsku 1. deildinni og tvísýnt
er hvort hann nær tveimur þeim
síðustu fyrir landsleikjahléið. Hann
hefur annars gert 10 mörk í þeim
14 leikjum liðsins sem hann hefur
náð að spila í deildinni í vetur.
Jón Daði Böðvarsson hefur glímt
við meiðsli meira og minna síðan í
september. Hann skoraði 7 mörk í
fyrstu 10 umferðum tímabilsins fyr-
ir Reading í ensku B-deildinni en
hefur aðeins verið þrisvar í byrj-
unarliðinu í síðustu 25 leikjum liðs-
ins. Lið hans á eftir þrjá leiki fram
að landsleikjunum.
Albert Guðmundsson hefur ekki
byrjað inni á í síðustu tíu deildar-
leikjum AZ Alkmaar í Hollandi en
komið fimm sinnum inn á og skorað
eitt mark. Hann er samtals með 18
deildarleiki og 3 mörk á tímabilinu.
Björn Bergmann Sigurðarson
kom inn á og skoraði fyrir Rostov í
fyrsta leik ársins í Rússlandi um
síðustu helgi og spilar væntanlega
með liðinu 10. og 16. mars.
Jón Dagur Þorsteinsson hefur
verið fastamaður hjá Vendsyssel í
dönsku úrvalsdeildinni frá því að
hann kom þangað í láni frá Fulham
í haust, spilað 15 leiki af 17 frá
þeim tíma og skorað þrjú mörk.
Hann leikur væntanlega með liðinu
9. og 17. mars.
Kolbeinn Sigþórsson hefur verið
utan hóps hjá Nantes allt tímabilið
og ekki fengið að æfa með aðalliði
félagsins. Einu leikir hans í allan
vetur eru fjórir landsleikir í október
og nóvember.
Arnór Smárason er á undirbún-
ingstímabili með Lilleström í
norsku úrvalsdeildinni og spilar að-
eins æfingaleiki fram að landsleikj-
unum.
MEIDDIR:
Emil Hallfreðsson, Hólmar Örn
Eyjólfsson og Theódór Elmar
Bjarnason eru allir úr leik vegna
meiðsla.
Þá gefur Viðar Örn Kjartansson
ekki kost á sér í landsliðið að svo
stöddu.
Það þarf hins vegar enga sér-
staka spádómsgáfu til að sjá fyrir
sér þetta byrjunarlið hjá Erik Ham-
rén gegn Andorra: Hannes Þór
Halldórsson – Birkir Már Sævars-
son, Sverrir Ingi Ingason, Ragnar
Sigurðsson, Hörður Björgvin
Magnússon – Jóhann Berg Guð-
mundsson, Aron Einar Gunnarsson,
Arnór Sigurðsson, Gylfi Þór Sig-
urðsson, Birkir Bjarnason – Alfreð
Finnbogason (eða Björn Bergmann
Sigurðarson).
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
ilað mest og skorað mest íslensku landsliðsmannanna í vetur.
sku landsliðsmönnunum
Frakklandi 22. og 25. mars Gylfi og Aron eru í góðu leikformi Hannes og
anfarnar vikur Alfreð er í kapphlaupi við tímann Emil er frá vegna meiðsla
urnar í okkar liði nýttu hæfileika
sína vel. Við höfðum góð tök á leikn-
um allan tímann og ég var virkilega
ánægð með að við skyldum ná að
skora fjögur mörk en við hefðum
mátt sleppa því að fá eitt mark á
okkur,“ sagði Sif Atladóttir, en hún
bar fyrirliðabandið í gær í stað Söru
Bjarkar Gunnarsdóttir sem sat á
varamannabekknum allan tímann.
sigri
Morgunblaðið/RAX
Reynd Sif Atladóttir var fyrirliði í
sínum 79. landsleik í gær.
Eins sagt var frá í Morgunblaðinu í
gær þá tekur Einar Jónsson við þjálfun
karlaliðs H71 í handknattleik í Fær-
eyjum í sumar. Einar mun ekki láta það
nægja heldur einnig verða annar að-
alþjálfurum kvennaliðs félagsins og
starfa við hlið Halls Danielsen sem nú
þjálfar kvennaliðið. Einar hefur reynslu
af því að þjálfa bæði meistaraflokk
karla og kvenna á sama tímabili en
hann gerði það hjá Fram keppn-
istímabilið 2011/2012.
Jóhann Þór
Ólafsson hættir
störfum sem þjálf-
ari karlaliðs
Grindavíkur í
körfuknattleik þeg-
ar þessu keppn-
istímabili lýkur en
frá þessu var
greint á Facebook-
síðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur
í gær. Jóhann ætlar að taka sér frí eftir
að hafa starfað við þjálfun samfleytt frá
2009. Leit að eftirmanni stendur yfir.
Grindavíkurliðið er í harðri baráttu um
þátttökurétt í úrslitakeppninni um Ís-
landsmeistaratitilinn.
Mauricio Pochettino, knatt-
spyrnustjóri Tottenham, var í gær úr-
skurðaður í tveggja leikja bann og sekt-
aður um 10 þúsund pund vegna
framkomu sinnar í garð Mike Dean
dómara eftir 2:1 ósigur liðsins gegn
Burnley á dögunum. Hann verður í
banni gegn sínu gamla félagi, South-
ampton, á laugardaginn og síðan gegn
Liverpool 31. mars. Liðið leikur ekki í
deildinni þar á milli vegna bikarleikja og
landsleikjahlés.
Jaap Stam, fyrrverandi leikmaður
Manchester United, hefur verið þjálfari
hollenska úrvalsdeildarliðsins Feyeno-
ord og tekur hann við liðinu fyrir næstu
leiktíð.
Stam leysir Giovanni van Bronckhorst
af hólmi en hann hefur stýrt liðinu frá
árinu 2015. Samningur Stams mun
gilda til ársins 2021.
Hann er núverandi þjálfari hol-
lenska liðsins Zwolle en var áður
knattspyrnustjóri hjá enska B-
deildarliðinu Reading sem
landsliðsmaðurinn
Jón Daði Böðv-
arsson leikur
með.
Auk þess að
spila með
Man-
chester
United
lék
Stam
með Lazio,
AC Milan, PSV
Eindhoven og
Ajax.
Eitt
ogannað
HANDKNATTLEIKUR
Coca Cola-bikar kvenna, undanúrslit:
Laugardalshöll: ÍBV – Valur.................... 18
Laugardalshöll: Stjarnan – Fram....... 20.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
IG-höllin: Þór Þ. – Keflavík ................. 18.30
Ljónagryfjan: Njarðvík – ÍR............... 19.15
Sauðárkr.: Tindastóll – Breiðablik ..... 19.15
Schenker-höllin: Haukar – Grindavík 19.15
Origo-höllin: Valur – Skallagrímur..... 20.15
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Origo-völlur: Valur – Fram ...................... 19
Würth-völlur: Fylkir – Njarðvík.............. 19
Ásvellir: Haukar – FH .............................. 19
Í KVÖLD!
Breiðablik neitar að gefast upp í bar-
áttu sinni fyrir að halda þátttökurétti í
Dominos-deild kvenna í körfuknatt-
leik á næsta keppnistímabili. Breiða-
bliksliðið vann Skallagrím í gærkvöldi
á heimavelli, 81:72, í 23. umferð deild-
arkeppninnar. Staðan í hálfleik var
42:34, Breiðabliki í vil.
Um var að ræða annan sigur Blika í
deildinni en með honum eiga þeir enn
tölfræðilega möguleika á að halda
sæti sínu, átta stigum á eftir Skalla-
grími sem er í sjöunda og næstneðsta
sæti.
Sanja Orazovic var stigahæst í liði
Breiðabliks með 19 stig. Hún tók einn-
ig átta fráköst og gaf fjórar stoðsend-
ingar. Ivory Crawford skoraði 18 stig,
tók 11 fráköst auk þriggja stoðsend-
inga. Telma Lind Ásgeirsdóttir og
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir skoruðu
10 stig hvor fyrir Breiðablik.
Shequila Joseph skoraði 24 stig fyr-
ir Skallagríms-liðið. Hún tók 22 frá-
köst og átti fimm stoðsendingar. Maja
Michalska og Sigrún Sjöfn Ámunda-
dóttir skoruðu 14 stig hvor.
KR-ingar virðast vera að gefa eftir
á lokasprettinum. Þeir töpuðu í gær-
kvöld fyrir Stjörnunni, 80:58, í Mathús
Garðarbæjar-höllinni í Ásgarði.
Stjarnan var yfir, 45:36, að loknum
fyrri hálfleik.
Danielle Victoria Rodriguez skoraði
36 stig fyrir Stjörnuna og Bríet Sif
Hinriksdóttir var næst með 18 stig.
Orla O’Reilly skoraði 18 stig fyrir
KR og Kiana Johnson 16.
iben@mbl.is
Breiðablik neitar
að gefast upp
Morgunblaðið/Hari
Ákveðin Sanja Orazovic var stiga-
hæst Blika með 19 stig.
0:1 Agla María Albertsdóttir2. fékk sendingu frá Elínu
Mettu, lék að vinstra vítateigshorni
og skoraði með föstu skoti neðst í
vinstra hornið.
0:2 Selma Sól Magnúsdóttir38. fékk boltann í vítat-
eignum frá Berglindi Björgu eftir
snögga sókn og þrumaði honum
neðst í vinstra hornið.
0:3 Margrét Lára Viðars-dóttir 88. eftir skyndi-
sókn og sendingu Dagnýjar Brynj-
arsdóttur frá vinstri.
1:3 Mónica Mendes 89. meðskalla af stuttu færi.
1:4 Svava Rós Guðmundsdóttir 90.
eftir stungusendingu Margrétar
Láru innfyrir vörnina.
I Gul spjöld:Agla María (Íslandi) 55.
(brot), Ásta Eir (Íslandi) 62. (brot),
Elín Metta (Íslandi) 73. (brot).
Selma Sól Magnúsdóttir og
Svava Rós Guðmundsdóttir skor-
uðu báðar sitt fyrsta mark fyrir A-
landslið Íslands og Agla María Al-
bertsdóttir skoraði sitt annað
landsliðsmark.