Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Og ég sem VAR nokkurn veg- inn búinn að taka VAR í sátt! Síðan verður þessi uppákoma í leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeildinni í fótbolta í fyrrakvöld. Ajax skorar þriðja markið í mögnuðum útisigri, og í kjölfarið upphefst tveggja mínútna bið á meðan reynt er að skoða með aðstoð VAR, þ.e. myndbands- upptökur skoðaðar, hvort boltinn hafi farið út fyrir hliðarlínu eða ekki skömmu áður. Auðvitað varð niðurstaðan eftir þessa vandræðalegu stöðv- un á leiknum sú að aðstoðar- dómarinn, sem var betur stað- settur til að úrskurða um atvikið en nokkur myndavél á vellinum, hafði hárrétt fyrir sér. Boltinn fór ekki út af. Dómarinn gat loksins bent á miðjupunktinn og látið leikinn halda áfram. Ég hélt að stefnan væri sú að skoða bara stóru atvikin; mörk, vítaspyrnur, rangstöðu. Ekki hvort hugsanlega hefði átt að dæma innkast eða ekki. Þessi myndbandadómgæsla er á villigötum ef það á að nota hana svona. En þessi glæsilegi sigur Ajax á Real Madrid, 4:1, gefur til kynna að gamla stórveldið frá Amster- dam sé að komast á kortið á ný sem meira en uppeldisstöð fyrir stærstu félög Evrópu. Ajax var stórkostlegt lið á sín- um tíma, með Johan Cruyff í fararbroddi, og varð Evr- ópumeistari þrisvar í röð, 1971 til 1973, og svo aftur 1995. Það var gaman að horfa á yfir- vegaðan og flottan leik liðsins í Madríd í fyrrakvöld og það verð- ur spennandi að sjá hvað Ajax gerir í átta liða úrslitunum. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is lið eru á leið í úrslitakeppnina á Ís- landsmótinu eins og staðan er núna. Þessi leikur gæti orðið mikil skák. Þar sem menn hafa meiðst hjá FH að undanförnu þá er maður ekki al- veg viss um hverjir verða með. Menn fórna sér kannski til þess að reyna að vinna bikarinn,“ sagði Elv- ar og bendir á að FH-ingum hafi gengið vel að leysa úr þeim vanda- málum sem upp hafa komið. „Það virðist vera að allir leikmenn liðsins geti spilað þetta leikkerfi sem Dóri þjálfari (Halldór Jóhann Sigfússon) lætur þá spila. FH-ingar eru með Ása (Ásbjörn Friðriksson) sem er geysilega klókur leikmaður og getur stjórnað leikjum. Hann er flottur leiðtogi fyrir þetta unga FH- lið, sem drífur liðið áfram og sam- herjarnir hlusta á hann.“ Hvað gerir Björgvin? Elvar bendir á að í ÍR-liðinu séu leikmenn sem geti tekið af skarið í spennuleikjum. „ÍR spilar góða vörn og er með Stephen Nielsen í mark- inu fyrir aftan vörnina. Hann hefur spilað marga mikilvæga leiki hér- lendis og þekkir þessa stöðu. ÍR er í raun með leikmenn í öllum stöðum sem eiga að geta skilað framlagi þegar pressan er mikil. Bjöggi (Björgvin Þór Hólmgeirsson) er mjög reyndur leikmaður og það skiptir máli í svona úrslitaleikjum,“ sagði Elvar Örn í samtali við Morg- unblaðið í gær. Jöfn skák framundan hjá FH-ingum og ÍR-ingum  Ósennilegt að Fjölnismenn geti staðið uppi í hárinu á Valsmönnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Reyndir Björgvin Þór Hólmgeirsson og Ásbjörn Friðriksson takast á í Höllinni annað kvöld. GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Golfsamband Íslands gekk í gær frá ráðningu á nýjum afreksstjóra en sá heitir Gregor Brodie og tekur við af Finnanum Jussi Pitkänen. Brodie er 44 ára gamall Skoti og hefur komið víða við í golfheiminum á ferlinum. Ólst hann upp í Dundee í Skotlandi sem ekki er ýkja langt frá vöggu golfsins, St. Andrews, en einnig Carnoustie, þar sem The Open var haldið í fyrra. Síðar flutti hann yfir á vesturströnd Skotlands og bjó þá nærri völlum þar sem The Open hefur einnig farið fram eins og Troon og Turnberry. Bro- die hefur því verið á þeim slóðum þar sem golfíþróttin á sterkustu ræturnar. Brodie býr í Surrey á Englandi, ekki langt frá Wentworth. Starf af- reksstjórans er víðtækt og verk- efnin eru bæði erlendis og hér- lendis. Brodie flytur því ekki til Íslands frekar en forveri hans. „Í starfinu felst bæði að starfa á Íslandi og einnig að fara á mót er- lendis þar sem Íslendingar keppa. Starfið er mjög víðtækt. Ég kem til með að koma að fræðslustarfinu, eins og menntun þjálfara. Starfa með landsliðunum í öllum aldurs- flokkum en einnig atvinnukylfing- unum. Þetta verður frábært og ég hlakka mjög til,“ sagði Brodie þeg- ar Morgunblaðið náði í hann í síma í gær og var hinn hressasti þótt hann væri nýbúinn að fara í gegn- um hinar yfirþyrmandi leiðinlegu biðraðir á Heathrow-flugvelli. Langtímauppbygging Brodie segist horfa til langtíma- uppbyggingar sem geti skapað góð- an grundvöll fyrir afreksstarfið hjá GSÍ. „Í rauninni horfi ég á þetta sem tíu ára áætlun. Ég myndi vilja fá helstu hugsuði í golfþjálfun til landsins til þess að fræða þjálf- arana á Íslandi. Ef getum fengið verkefni fyrir yngri kylfingana þannig að þeir nái tökum á keppn- isgolfinu þá ættum við að geta verið í ágætum málum eftir áratug. En um leið þá eigum við núna kylfinga sem halda íslenska fánanum á lofti á mótaröðum atvinnumanna og gæta þarf þess að þau geti gert það áfram. Ég tel mig vera tilbúinn í starfið í ljósi þeirrar menntunar og reynslu sem ég hef,“ sagði Brodie sem er með meistaragráðu í þjálf- unarfræði frá Íþróttaháskólanum í Birmingham á Englandi. Fram kemur hjá GSÍ að Brodie hafi frá árinu 2010 starfað sem PGA- kennari og þjálfari. Hafi hann verið valinn úr hópi fjörutíu umsækjenda en þar af voru þrjátíu og tveir er- lendir einstaklingar. „Ég hafði komið tvívegis til Ís- lands og hafði rætt við Jussi um starfið hérlendis. Ég féll fyrir landi og þjóð. Þar sem ég vissi jafnframt að hér væri hægt að byggja upp gott starf þá ákvað ég að sækja um,“ sagði Gregor Brodie í samtali við Morgunblaðið í gær. Ljósmynd/GSÍ Ráðinn Brynjar Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, og Gregor Brodie. Nýi stjórinn féll fyrir landi og þjóð  Skotinn Gregor Brodie tekur við af Jussi Pitkänen  Fjörutíu umsækjendur Enska knattspyrnufélagið Wolver- hampton Wanderers staðfesti í gær að það hefði tapað rúmlega einni milljón punda á hverri einustu viku keppnistímabilið 2017-2018. Þá voru Úlfarnir í B-deildinni en lögðu allt í sölurnar til að vinna sér sæti í úr- valsdeildinni, sem þeir gerðu með nokkrum glæsibrag því þeir unnu deildina. Á vef félagsins var skýrt frá því að fjárhagslegt tap 2017-18 væri til- komið vegna kaupa á leikmönnum, hærri launum og aukagreiðslum sem fylgdu því að komast upp í úrvals- deildina. Alls hefði tapið numið rúm- lega 57 milljónum punda sem var meira en helmingi meira en félagið tapaði næsta tímabil á undan. Öflugir leikmenn voru fengnir til félagsins, eins og Ruben Neves, Diogo Jota og Willy Boly. Wolves hélt sínu striki í sumar og hefur frá því úrvalsdeildarsætið var í höfn eytt 109 milljónum punda í leik- menn. Kappar á borð við Joao Mout- inho, Rui Patricio og Raúl Jiménez bættust í hópinn og hafa verið liðinu mikilvægir í vetur. Fjárfestingin hefur skilað sér á stigatöflunni en Wolves er efsta liðið fyrir utan „stóru sex“ og er í sjöunda sæti úr- valsdeildarinnar með 43 stig þegar níu umferðum er ólokið. vs@mbl.is Töpuðu millj- ón pundum á viku í fyrra Fjölnir Bikarmeistari: Aldrei Í bikarúrslitum: Aldrei Staða: 1. sæti í næstefstu deild. Valur Bikarmeistari: 1974, 1988, 1990, 1993, 1998, 2008, 2009, 2011, 2016, 2017. Í bikarúrslitum: Fjórtán sinnum. Staða: 3. sæti í úrvalsdeild. FH Bikarmeistari: 1975, 1976, 1977, 1992, 1994. Í bikarúrslitum: Ellefu sinnum. Staða: 4. sæti í úrvalsdeild. ÍR Bikarmeistari: 2005, 2013. Í bikarúrslitum: Fjórum sinnum Staða: 7. sæti í úrvalsdeild. HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Undanúrslit karla í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, fara fram í Laugardalshöllinni á morgun. Eitt lið úr 1. deildinni, Grill 66- deildinni, er komið í undanúrslitin en það er Fjölnir sem fær verðugt verkefni og glímir við Val í fyrri leiknum klukkan 18. Í síðari leikn- um klukkan 20:15 eigast við FH og ÍR. Morgunblaðið leitaði til landsliðs- mannsins Elvars Arnar Jónssonar, leikmanns Selfoss, og ræddi við hann um viðureignirnar. Eins og langflestir aðrir á Elvar erfitt með að sjá annað fyrir sér en að vel mannað lið Vals muni ýta Fjölni úr vegi og leika til úrslita á laugardag- inn. „Allir búast við því að Valur vinni enda er liðið frábært. Valur er með mikla breidd og mér finnst það skipta miklu máli fyrir liðið. Þótt einn detti út þá tekur bara annar góður leikmaður við,“ sagði Elvar en Valsmenn hafa að undanförnu verið án Róberts Arons Hostert og Agnars Smára Jónssonar en þeir urðu báðir bikarmeistarar með ÍBV fyrir ári. „Fjölnir er að sjálfsögðu litla liðið í þessum leik og leikur í undan- úrslitum er bikarævintýri fyrir 1. deildar lið. Ég þekki lítið til Fjöln- isliðsins en held að þeir séu með nokkra leikmenn sem voru í Olís- deildinni í fyrra. Valur er mun sig- urstranglegra liðið enda frábært lið en auðvitað er ekki útilokað að Fjölnir geti komið á óvart.“ Ásbjörn er leiðtogi Elvar lítur svo á að fyrirfram eigi FH og ÍR jafn góðar vinningslíkur í síðari leiknum. „Ég held að þetta verði gríðarlega jafn leikur frá fyrstu mínútu. Fyrirfram finnst mér eins og þau eigi jafna möguleika en bæði liðin eru mjög góð. Bæði þessi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.