Morgunblaðið - 25.03.2019, Side 6

Morgunblaðið - 25.03.2019, Side 6
6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 Bikarmeistarar Vals í körfuknattleik kvenna unnu sinn fyrsta deildarmeist- aratitil þegar þeir höfðu betur gegn Stjörnunni á útivelli 90:68 í næstsíð- ustu umferð deildarkeppninnar sem leikin var á laugardaginn. Breiðablik er fallið úr deildinni og það ræðst í lokaumferðinni hvort það verður KR eða Snæfell sem fylgir Keflavík, Val og Stjörnunni í úrslitakeppninni um Ís- landsmeistaratitilinn. Valur hafði undirtökin gegn Stjörn- unni allan tímann eins og í úrslitaleik liðanna í bikarkeppninni. Valur var 26:11 yfir eftir fyrsta leikhlutann og var 16 stigum yfir í hálfleik 48:32. Heather Butler var stigahæst með 28 stig auk þess sem hún tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hallveig Jónsdóttir var næst stigahæst í liði Vals með 17 stig og Helena Sverr- isdóttir skoraði 14. Þetta var 17. sigur Valskvenna í röð í deildinni og það verður erfitt fyrir önnur lið að keppa við Val um Íslands- meistaratitilinn. Danielle Rodriguez var atkvæðamest í liði Stjörnunnar, hún skoraði 21 stig og tók tíu fráköst ásamt því að gefa fjórar stoðsend- ingar. KR stendur betur að vígi Keflavík er tveimur stigum á eftir Val fyrir lokaumferðina en Valur hef- ur betur í innbyrðisviðureignum lið- anna. Keflavík hafði betur gegn Breiðabliki 81:69 og sendi Blikana þar með endanlega niður úr deildinni. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst með 15 stig en Sara Rún Hinriksdóttir var næst, með 14 stig fyrir heimakonur. Hjá Blikum voru þær Sóllilja Bjarnadóttir og Ivory Crawford báð- ar með 13 stig. KR og Snæfell berjast um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppnina en fyrir lokaumferðina eru liðin jöfn að stigum. KR er með betri innbyrðis- stöðu á Snæfell og því þarf Snæfell að vinna Val í lokaumferðinni og treysta á að KR tapi fyrir Keflavík til að komast í úrslitakeppnina. KR vann öruggan sigur gegn Skallagrími 85:66 en Snæfell marði Hauka 76:74 þar sem Gunnhildur Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli sigur- inn með þriggja stiga körfu á loka- sekúndum leiksins. gummih@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistarar Valskonur fagna deildarmeistaratitlinum eftir sigurinn gegn Stjörnunni í Garðabænum. Valur deildarmeistari  Valur vann 17. sigur sinn í röð og er deildarmeistari í fyrsta sinn  KR og Snæfell berjast um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni  Blikarnir féllu Dominos-deild karla 8 liða úrslit, annar leikur: Grindavík – Stjarnan............................ 84:82  Staðan er 1:1. ÍR – Njarðvík........................................ 70:85  Staðan er 2:0 fyrir Njarðvík. Dominos-deild kvenna Stjarnan – Valur ................................... 68:90 Snæfell – Haukar.................................. 76:74 Keflavík – Breiðablik ........................... 81:69 Skallagrímur – KR............................... 66:85 Staðan: Valur 27 21 6 2248:1854 42 Keflavík 27 20 7 2137:2029 40 Stjarnan 27 17 10 1979:1923 34 KR 27 16 11 2027:1983 32 Snæfell 27 16 11 2068:1951 32 Haukar 27 8 19 1874:2018 16 Skallagrímur 27 6 21 1820:2076 12 Breiðablik 27 4 23 1961:2280 8 1. deild karla Umspil, undanúrslit, annar leikur: Höttur – Hamar.................................... 97:89  Staðan er 1:1. 1. deild kvenna Undanúrslit, fyrsti leikur: Fjölnir – Njarðvík ................................ 73:60 Spánn Unicaja Málaga – Obradoiro ............. 74:63  Tryggvi Snær Hlinason skoraði eitt stig og tók eitt frákast fyrir Obradorio, B-deild karla: Barcelona B – Huesca......................... 77:60  Kári Jónsson hjá Barcelona er frá keppni vegna meiðsla. B-deild kvenna: Anares Rioja – Celta Zorka................ 58:57  Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 7 stig og tók 4 fráköst fyrir Celta Zorka. NBA-deildin Charlotte – Boston ........................... 124:117 Washington – Miami ........................ 118:113 Atlanta – Philadelphia ..................... 129:127 Chicago – Utah ................................... 83:114 Memphis – Minnesota........................ 99:112 Golden State – Dallas......................... 91:126 Portland – Detroit ............................ 117:112 Sacramento – Phoenix ..................... 112:103 KÖRFUBOLTI EM U17 kvenna Milliriðill á Ítalíu: Danmörk – Ísland .................................... 2:0 Carstens 35., Kramer 67. Ítalía – Slóvenía ........................................ 2:0  Danmörk 4, Ísland 3, Ítalía 3, Slóvenía 1. Sigurliðið kemst í lokakeppnina. EM U17 karla Milliriðill í Þýskalandi: Þýskaland – Ísland .................................. 3:3 Adeyemi 6., Tillman 45., Lang 58. – Andri Lucas Guðjohnsen 18., 50. (víti), 61. (víti) Slóvenía – Hvíta-Rússland ...................... 1:1  Ísland 4, Þýskaland 2, Hvíta-Rússland 2, Slóvenía 1. Sigurlið kemst í lokakeppnina. Lengjubikar kvenna A-deild: Þór/KA – Selfoss ..................................... 6:0 Stephany Mayor 14. (víti), 39., Margrét Árnadóttir 19., Arna Sif Ásgrímsdóttir 27., 44., Karen María Sigurgeirsdóttir 28. Breiðablik – ÍBV...................................... 3:0 Alexandra Jóhannsdóttir 15., 82., Hildur Antonsdóttir 47.  Valur 15, Breiðablik 9, Þór/KA 7, Stjarn- an 4, ÍBV 0, Selfoss 0. Vináttulandsleikir karla Perú – Paragvæ........................................ 1:0 Mexíkó – Síle............................................. 3:1 Brasilía – Panama .................................... 1:1 KNATTSPYRNA Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, skoraði þrennu þegar íslenska U17 ára landslið karla gerði 3:3 jafntefli við Þjóðverja í öðrum leik sínum í milli- riðli undankeppni EM í knatt- spyrnu á laugardaginn. Andri Lucas, sem er á mála hjá unglinga- liði Real Madrid, skoraði tvö af mörkunum úr vítaspyrnum. Með sigri gegn Hvít-Rússum á morgun tryggir íslenska liðið sér þátttökurétt í lokakeppni EM sem fram fer á Írlandi í maí. Efsta lið riðlanna átta fer áfram í úrslita- keppnina, ásamt þeim sjö með best- an árangur í öðru sæti. Andri Lucas með þrennu fyrir Ísland Jana Lind Ellertsdóttir úr HSK varð glímudrottning Ís- lands í fyrsta skipti en Ásmundur Hálfdán Ásmundsson úr UÍA varð hinsvegar glímukóngur í fjórða skipti þegar Íslandsglíman 2019 var haldin í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði á laugardaginn Jana bar sigurorð af margfaldri glímudrottningu, Marín Laufeyju Davíðsdóttur úr HSK, og fékk Freyju- menið til varðveislu. Þær skildu jafnar og unnu aðra mótherja sína en Jana hafði síðan betur í úrslitaviður- eign. Marta Lovísa Kjartansdóttir úr UÍA hlaut brons- verðlaunin. Ásmundur Hálfdán vann alla fjóra andstæðinga sína og tók við Grettisbeltinu. Hjörtur Elí Steindórsson úr UÍA og Sigurður Óli Rúnarsson úr Herði urðu jafnir í 2. til 3. sæti en Hjörtur hafði betur í úrslitaviðureign um silfurverðlaunin. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigurvegarar Jana Lind Ellertsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson með verðlaunin. Jana Lind ný glímudrottning Hlauparinn Hlynur Andrés- son setti í gær nýtt Íslandsmet í 10 kílómetra götuhlaupi þegar hann hljóp á 29,49 mínútum í Parrelloop- hlaupinu í Hol- landi. Með þessu varð Hlynur fyrsti íslenski hlauparinn sem hleypur þessa vegalengd á undir 30 mínútum í götuhlaupi. Hann kom 27. í mark í hlaupinu en sigurtíminn var 27,56 mínútur. Fyrra Íslandsmetið í 10 kíló- metra götuhlaupi átti Jón Diðriks- son, sett í Þýskalandi árið 1983 og var 30:11 mínútur. Metið hafði því staðið í 36 ár þar til Hlynur bætti það í gær. Hlynur á einnig Íslandsmetið í þessari vegalengd á hlaupabraut. Það setti hann í Bandaríkjunum í mars í fyrra þegar hann hljóp á 29,20 mínútum. Arnar Pétursson keppti svo í hálfu maraþoni í Þýskalandi um helgina og hljóp þá á 1:06,22 klukkustund. Það er annar besti tími Íslendings í vegalengdinni og kom Arnar fyrstur í mark í hlaup- inu. yrkill@mbl.is Sá fyrsti sem fer undir 30 mínúturnar Hlynur Andrésson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.