Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.2019, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 KÖRFUKNATTLEIKUR 8 liða úrslit karla, annar leikur: DHL-höllin: KR – Keflavík (1:0)......... 19.15 IG-höllin: Þór Þ. – Tindastóll (0:1)...... 19.15 Umspil karla, undanúrslit, annar leikur: Ísafjörður: Vestri – Fjölnir (0:1) ......... 19.15 Umspil kvenna, undanúrslit, annar leikur: Höllin Ak.: Þór Ak. – Grindavík (0:1) . 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur – Akureyri................. 18 Í KVÖLD! markvarsla liðsins ekki nægilgea góð og því fór sem fór. Haukar stýrðu hraða leiksins af mikilli yfirvegun allan tímann. Þá kom breidd liðsins sér afar vel á lokamín- útunum og þeir Atli Már Báruson og Adam Haukur Baumruk voru báðir með mikla orku til þess að sprengja leikinn upp undir restina. Selfyssingar fóru langleiðina með að missa af deildarmeistaratitlinum í gær en breiddin í liðinu er ákveðið áhyggjuefni fyrir Patrek Jóhannesson, þjálfara liðsins, þegar kemur að úr- slitakeppninni. Haukar stigu upp þeg- ar á þurfti í leiknum og allir leikmenn liðsins voru tilbúnir að axla ábyrgð á ögurstundu. Breiddin í liðinu er ógn- vænleg og það verður erfitt fyrir önn- ur lið að stoppa þá í úrslitakeppninni. Hákon Daði skoraði 13 mörk ÍBV fagnaði sigri á nýkrýndum bikarmeisturum FH-inga, þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í gær. Eyjamenn komust í fyrsta sinn yfir á 56. mínútu leiksins en þá skoraði Há- kon Daði Styrmisson sitt 13. mark í leiknum. FH-ingar náðu að jafna met- in en síðustu tvö mörkin voru Eyja- manna og sigurinn því þeirra. Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson klikkaði ekki á skoti í leiknum en hann skoraði 13 mörk, þar af sjö af vítalínunni. Næstu menn í liði HANDBOLTI Bjarni Helgason Guðmundur Tómas Sigfússon Ívar Benediktsson Haukar eru í lykilstöðu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Olísdeild karla í handknattleik eftir tveggja marka sigur gegn Selfossi í 19. umferð deildarinnar í Hleðsluhöllinni á Sel- fossi í gær en leiknum lauk með 29:27- sigri Hauka. Haukar byrjuðu leikinn betur en Selfyssingar unnu sig hægt og rólega inn í hann með Elvar Örn Jónsson í broddi fylkingar. Selfyssingar náðu mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 15:13, Selfossi í vil. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og tókst að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks. Liðin skiptust á að leiða, allt þar til fimm mínútur voru til leiksloka, og þá tóku Haukar yfir. Þeir náðu þriggja marka forskoti þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og þann mun tókst Selfyssingum ekki að vinna upp og Haukar fögnuðu sigri. Selfyssingar spiluðu fyrri hálfleik- inn af miklum krafti en það dró vel af þeim í síðari hálfleik. Þeir fóru illa með of margar sóknir og það voru of fáir leikmenn í liðinu sem voru tilbúnir að taka af skarið á ögurstundu. Þá var ÍBV skoruðu fjögur mörk en það voru Eyjamennirnir Dagur Arnarsson og Elliði Snær Viðarsson. FH-ingarnir Bjarni Ófeigur Valdi- marsson og Ásbjörn Friðriksson gerðu báðir sjö mörk en fimm af mörk- um Ásbjörns komu af vítalínunni. FH-ingar fengu tvö varin skot í síð- ari hálfleik og komu þau á sömu mín- útunni, hinar 29 mínúturnar tókst þeim sem sagt ekki að verja eitt ein- asta skot. Það var þó ekki einungis döpur frammistaða markvarða þeirra sem gerði það að verkum að ÍBV sneri við 14:17 stöðu í fyrri hálfleik. Mikið hallaði á FH-inga í dómgæsl- unni og þá sérstaklega 3-4 atvik á mikilvægum augnablikum í síðari hálf- leik. Ágúst Birgisson og Leonharð Þorgeir Harðarson vildu þá fá vítaköst en fengu ekki og sátu því eftir með sárt ennið. FH fékk þá 8 tveggja mín- útna brottvísanir gegn einni hjá Eyja- mönnum. Fannar Friðgeirsson fékk rautt spjald þegar lítið var eftir af leiknum en hann fór þá í Einar Rafn Eiðsson sem var kominn í gegn, ólíklegt verður að teljast að Fannar fái leikbann enda brotið ekki þess eðlis. ÍBV hefur fengið 15 af 18 mögu- legum stigum frá því að liðið tapaði fyrir Haukum 32:26. FH-ingar eru nú í 4. sætinu. Haukar eru skrefi nær titlinum  Breiddin skilaði þeim sigri á Selfossi  Eyjamenn skelltu bikarmeisturunum Taktar Kristján Örn Kristjánsson í liði ÍBV býr sig undir að taka skot að marki FH KÖRFUBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson Kristófer Kristjánsson Grindavík jafnaði óvænt í 1:1 í einvígi sínu gegn Stjörnunni í átta liða úrslit- um Íslandsmóts karla í körfubolta með 84:82-heimasigri í gærkvöldi. Grinda- vík náði mest 20 stiga forskoti í leikn- um, en með glæsilegum fjórða leik- hluta tókst Stjörnunni að jafna í 82:82, þegar 12 sekúndur voru til leiksloka. Þá tók Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, til sinna ráða og skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út. Ólafur gerði það gríðarlega vel, því hann var með Collin Pryor í bakinu. Vörnin hjá Pryor var ekki slök, en Ólafi tókst að koma boltanum yfir hann, í hringinn og ofan í. Grindavík hafnaði í áttunda sæti í deildarkeppninni og Stjarnan varð deildarmeistari. Flestir bjuggust því við 3:0-sigri Stjörnunnar í einvíginu og hefur Grindavík litlu að tapa. Það sást á leik liðsins í gær og var mun meiri barátta í heimamönnum. Þeir börðust betur um hvert frákast og lögðu meira á sig í vörninni. Sigtryggur Arnar Björnsson sýndi hvers vegna hann hefur spilað lands- leiki, því hann var ákaflega góður þeg- ar leikurinn var hve mest spennandi. Hann skoraði úr öllum sex þriggja stiga skotum sínum og öllum átta skotum sínum fyrir innan teig. Hann klikkaði hins vegar úr þremur víta- skotum. Sigtryggur lék betur heilt yfir með Tindastóli á síðustu leiktíð en hann hefur gert með Grindavík í vetur, en haldi hann uppteknum hætti í úrslitakeppninni á Grindavík mögu- leika í einvíginu. Jordy Kuiper spilaði einnig virkilega vel og hefur hann orðið sterkari eftir því sem liðið hefur á leik- tíðina. Þrátt fyrir að vera með mann eins og Hlyn Bæringsson í vörninni, réðu Stjörnumenn illa við Hollending- inn undir körfunni. Ólafur Ólafsson skoraði mikilvægar körfur og auðvitað mikilvægustu körfu leiksins, en Lewis Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Einvígi ÍR-ingurinn Hjalti Friðriksson reynir hér að ná boltanum úr greipum Mario Matasovic í liði Njarðvíkur í baráttu þeirra í leik liðanna í gærkvöld. Flautukarfa  Ólafur tryggði Grindavík óvæntan sigur meisturunum  Njarðvík fór illa með ÍR á Mustad-höllin, Dominos-deild karla, 8 liða úrslit, annar leikur, sunnudaginn 24. mars 2019. Gangur leiksins: 0:3, 5:11, 15:13, 24:15, 29:18, 40:20, 42:26, 48:32, 53:35, 58:41, 65:46, 67:53, 69:55, 74:58, 77:67, 84:82. Grindavík: Sigtryggur Arnar Björns- son 26/5 fráköst, Jordy Kuiper 24/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/12 frá- köst/5 stoðsendingar, Lewis Clinch Jr. 11/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guð- mundsson 5/5 fráköst/7 stoðsend- Grindavík – Stja Olísdeild karla ÍBV – FH .............................................. 31:29 Afturelding – KA.................................. 22:26 Selfoss – Haukar .................................. 27:29 Stjarnan – Grótta ................................. 30:27 ÍR – Fram ............................................. 23:28 Staðan: Haukar 19 14 3 2 548:507 31 Selfoss 19 13 2 4 537:513 28 Valur 18 11 3 4 498:431 25 FH 19 10 5 4 524:494 25 ÍBV 19 9 3 7 542:536 21 Afturelding 19 7 5 7 512:505 19 Stjarnan 19 8 1 10 520:537 17 KA 19 6 3 10 488:505 15 ÍR 19 5 4 10 499:522 14 Fram 19 6 1 12 479:507 13 Akureyri 18 4 2 12 462:498 10 Grótta 19 3 2 14 429:483 8 Baltic-keppni kvenna Leikið í Póllandi: Ísland – Argentína ............................... 31:26 Pólland – Slóvakía ................................ 29:23 Pólland – Argentína ............................. 26:23 Slóvakía – Ísland .................................. 28:30  Pólland 6, Ísland 4, Slóvakía 2, Argentína 0. Gulldeild kvenna Leikið í Frakklandi: Noregur – Rúmenía ............................ 31:27 Frakkland – Noregur ......................... 22:24  Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg. Frakkland – Danmörk ......................... 22:25 Danmörk – Rúmenía............................ 36:23 Þýskaland Gummersbach – Bergischer .............. 22:29  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Bergischer.  Staðan: Flensburg 48, Kiel 44, RN Lö- wen 40, Magdeburg 40, Melsungen 32, Füchse Berlín 30, Bergischer 27, Göppin- gen 28, Erlangen 22, Lemgo 21, Burgdorf 21, Minden 20, Stuttgart 20, Wetzlar 18, Leipzig 14, Gummersbach 9, Bietigheim 8, Ludwigshafen 7. B-deild: Balingen – Dessauer ........................... 27:25  Oddur Gretarsson skoraði ekki fyrir Balingen. Hamburg – Aue ................................... 26:26  Aron Rafn Eðvarðsson varði 6 skot í marki Hamburg. Spánn Alcobendas – Ademar León............... 24:25  Stefán Darri Þórsson skoraði ekki fyrir Alcobendas. Svíþjóð 8 liða úrslit, fyrsti leikur: Malmö – Sävehof .........................(frl.) 25:28  Ágúst Elí Björgvinsson varði 12 skot í marki Sävehof. Austurríki Schwaz – Aon Fivers........................... 22:29  Ísak Rafnsson skoraði 3 mörk fyrir Schwaz. Meistaradeild karla 16 liða úrslit, fyrri leikir: Wisla Plock – Pick Szeged ................. 20:22  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 2 mörk fyrir Pick Szeged. Motor Zaporozhye – Kielce ................. 33:33 Meshkov Brest – Flensburg................ 28:30 Zagreb – Vardar Skopje ...................... 18:27 Sporting Lissabon – Veszprém........... 28:30 EHF-bikar karla A-RIÐILL: Saint-Raphaël – Füchse Berlín.......... 34:31  Bjarki Már Elísson skoraði 6 mörk fyrir Füchse.  Füchse Berlín 8, Saint-Raphaël 8, La Rioja 2, Balatonfüredi 2. C-RIÐILL: Constanta – Tvis Holstebro................ 22:28  Vignir Svavarsson hjá Holstebro er frá keppni vegna meiðsla.  Porto 10, Tvis Holstebro 4. Constanta 4, Cuenca 2. D-RIÐILL: Kiel – Granollers ................................. 34:28  Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Kiel er frá keppni vegna meiðsla. Alfreð Gíslason þjálfar liðið. GOG – Azoty-Pulawy.......................... 41:29  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 3 mörk fyrir GOG.  Kiel 10, GOG 6, Granollers 3, Azoty-Pu- lawy 1. HANDBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.