Morgunblaðið - 28.03.2019, Síða 1
Leitum að faglærðum
matreiðslumanni
Viðkomandi þarf að geta hafið störf í maí 2019.
Við erum að leita eftir matreiðslumanni í fullt starf með
brennandi ástríðu fyrir íslenskri matargerð.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og undir álagi.
Kaffivagninn leggur mikinn metnað í að veita góða þjónustu
og framúrskarandi mat.
Vaktafyrirkomulag er 2-2-3. Staðurinn er opin frá kl. 07:30-21.
Kaffivagninn hefur verið í rekstri síðan 1935 og nú er hann
viðkomustaður fólks á öllum aldri sem leitar eftir góðum mat
og frábæru andrúmslofti.
Hæfniskröfur:
· Snyrtimennska
· Stundvísi og reglusemi
· Reynsla sem kokkur
· Dugnaður
· Hæfni í mannlegum samskiptum
· Góð enskukunnátta
· Reyklaus
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferlisskrá og
kynningarbréf.
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2019.
Áhugasamir geta sótt um starfið á heimasíðu Foodco
https://umsokn.foodco.is/storf/ViewJobOnWeb.aspx?-
jobid=KAF03
Nánari upplýsingar um starfið veitir María Rún Hafliðadóttir,
maria@foodco.is.
Framkvæmdastjóri
Capacent — leiðir til árangurs
Lífeyrissjóður starfsmanna
ríkisins (LSR) er elsti
lífeyrissjóður landsins, en
upphaf sjóðsins má rekja aftur
til ársins 1919 þegar fyrsti
eiginlegi lífeyrissjóðurinn varð
til hér á landi. LSR fagnar því
100 ára afmæli á árinu 2019.
Upplýsingar og umsókn
capacent.com/s/13204
Menntun og hæfni:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Leiðtogahæfileikar og lipurð í samskiptum
Haldbær þekking á eignastýringu og lífeyrissjóðakerfinu
Víðtæk reynsla af stjórnun, rekstri og stefnumótun
Lausnamiðuð og gagnrýnin hugsun
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
Umsóknarfrestur
3. apríl
Ábyrgð og starfssvið:
Yfirumsjón með rekstri sjóðsins
Stefnumótun í samráði við stjórn
Tryggir að unnið sé eftir stefnu og ákvörðunum stjórnar og
samþykktum sjóðsins
Samskipti við hagaðila
Erlend samskipti
Stjórn LSR óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir sjóðinn. Áhersla er lögð á að framkvæmdastjóri hafi leiðtogahæfni,
reynslu af rekstri og þekkingu á íslenska lífeyrissjóðakerfinu.
atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391
Dohop leitar að markaðsstjóra félagsins á Íslandi til þess að hjálpa félaginu að vaxa og dafna á íslenska
markaðnum. Markmiðið er að fjölga notendum sem leita að flugi, hótelum og bílaleigubílum og bóka á Dohop.
Einstakt tækifæri fyrir þá sem sem eru tilbúnir að takast á við þær áskoranir sem því fylgja.
Markaðsstjóri
Markaðsstjóri Dohop á Íslandi þarf að:
• Hafa reynslu sem nýtist í starfi, t.d. reynslu af
markaðsmálum hjá netfyrirtæki.
• Hafa gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
• Hafa yfirgripsmikla þekkingu á mælanlegri markaðs-
setningu á netinu og viðeigandi tólum, t.d. Google
Ads, Analytics, Facebook, Twitter o.s.frv.
• Kunna að gera áætlun um mælanlega markaðssetn-
ingu, setja hana fram skilmerkilega í kynningu og
töflureikni, hrinda henni í framkvæmd og hafa vilja og
úthald í að fylgja henni eftir þar til árangri er náð.
• Vera hugmyndaríkur, drifinn, ákafur, fullur eldmóði
og hafa metnað til þess að skara framúr.
• Góð laun eru í boði ásamt frábæru starfsumhverfi.
Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2019.
Vinsamlega sendið umsókn ásamt ferilsskrá
á jobs@dohop.com.
Öllum umsóknum verður svarað fyrir 30. apríl 2019.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Dohop, davidg@dohop.com.
Við gætum verið
með næsta starfsmann
mánaðarins á skrá
www.capacent.is
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu
og veita trausta og
persónu lega ráðgjöf.
200 mílur