Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 6
Þ að er óhætt að fullyrða að Kristín Sif sé atorkusöm og farsæl kona en það virð- ist vera sama hvað hún tekur sér fyrir hendur þá gerir hún það með glæsibrag. Kristín hefur unnið marga persónulegra sigra á árinu og náð mögnuðum markmiðum. Glöggir hlustendur K100 hjuggu þó eftir því að á síðasta ári upplifði Kristín óvænt fráfall unnusta síns og barnsföður og hefur hún talað op- inskátt um sorgina sem hefur án efa hjálpað fleirum en henni sjálfri. Hún hefur haldið ótrauð áfram með lífið og veitt öðrum mikinn innblástur með viðhorfi sínu og æðruleysi. Við forvitnuðumst aðeins um daginn og veginn hjá henni og hvernig hún skipuleggur dagana sína sem eru oft á tíðum ansi langir og geta einkennst bæði af gleði og sorg. Hvenær vaknarðu fyrir þátt? Ég vakna alltaf rétt fyrir kl. 5.00 á morgnana. Hvernig undirbýrðu þig fyrir út- sendingu? Ég byrja alltaf á ákveðinni rútínu á morgnana sem peppar mig í gang, þetta er rútína sem ég hef tileinkað mér eftir að ég fór á námskeið hjá Bjarti Guðmundssyni. Ullandi og grettandi sig í beinni Hefurðu einhvern tímann gleymt því algjörlega að þú ert í beinni útsend- ingu og gert einhvern óskunda? Já, einu sinni var fréttatími í gangi, við Siggi Gunnars vorum í stúdíóinu ásamt fréttamanninum. Siggi var mjög niðursokkinn í tölv- una og ég byrjaði að gretta mig svakalega framan í hann til að ná athygli hans, ulla og geifla á mér andlitið. Alls ekki meðvituð um það að ég væri í beinni útsendingu á netinu og á rás 9 í Sjónvarpi Símans. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur tekið þátt í í útsendingu? Hugsanlega að láta fólk borða orma, en ég er svolítið skrítin skrúfa sjálf og geri margt furðulegt. Hver eru eftirminnilegustu mis- tökin í beinni? Þegar ég var á mixernum hjá Svavari og með honum var Tobba Marinós en hún var að leysa Svala af í morgunþættinum á sínum tíma. Það verið að segja fréttir af alvarlegri nóróveirusýkingu á skátamóti og ég átti að hækka í hljóðbroti sem ég spilaði úr tölvunni. Þegar ég hækkaði í tölvunni í útsendingu var Sigga Dögg kynfræðingur í gangi að tala um sýfilis en hún hafði verið í viðtali fyrr um morguninn. Ég fór í smá pa- nik þegar mér tókst ekki að laga þetta og hækkaði aftur í Siggu og endaði með því að segja hátt og snjallt „SHIT“ í útsendingu. Hvaða viðmælandi hefur haft mestu áhrifin á þig? Stefán Karl þegar hann ræddi bar- áttuna um krabbameinið og sagði „dauðinn er nauðaómerkilegt fyr- irbæri, lífið er stórkostlegt og við eig- um að lifa því. Við eigum að lifa því núna“. Hver væri draumaviðmælandinn þinn? Tony Robbins. Færðu aldrei leiða á þessum hrekkjalómum sem þú vinnur með sem rugla og bulla í þér alla morgna? Nei, hvernig er hægt að fá leiða á fólki sem fær mann til að hlæja alla daga? Sorgin er alls konar Myndirðu segja að það hefði hjálpað þér að mæta fljótlega aftur til vinnu eftir fráfall unnusta þíns? Ég myndi segja það, að geta mætt á morgnana, hitta vini sína á hverjum degi, halda rútínu og fá jafn mikinn stuðning frá vinnustað og ég fékk frá mínum hjálpaði mér mjög. Hinn valkost- urinn var að vera ein heima og hugsa. Fyrstu dagana sem ég mætti var ég auðvitað ekki eins og ég átti að mér að vera og er ennþá að finna fyrir því að lífið er svo mikið breytt. Ef ég þurfti að fara fram og gráta eða leið ekki vel í útsendingu þá fór ég bara fram eða heim. Fæ bara að vera eins og ég vil í vinnunni og það hefur hjálpað mér einstaklega mikið. Hvað ráð geturðu gefið öðru fólki í sorg? Það er mikilvægast að vita það að sorgin er allskonar og jafnvel ekki eins hjá neinum tveimur. Leyfðu þér að finna sorgina með þínum hætti og leyfðu henni að flæða, ekki streitast á móti henni eða láta einhvern segja þér að láta ein- hvern segja þér hvernig þú átt að haga þinni sorg. Þú hefur náð ótrúlegum árangri í Crossfit og bardagaíþróttum, meðal annars hreppt titilinn hnefaleikakona ársins 2018, hlotið silfurverðlaun á Norðurlandamótinu í hnefaleikum árið 2018 og margt fleira. Hefur þessi vegferð þín, markmiðasetning og það að hugsa svona vel um heilsuna átt þátt í bata þínum og uppbyggingu? Já, það hefur klárlega átt stóran þátt í bata mínum eftir áfallið. Þegar maður lendir í áfalli eins og ég lenti í er það ekki bara andlegt heldur einn- ig líkamlegt því að líkaminn er svo fullkominn að hann setur allt í gang til að hreinlega halda þér á lífi. Hormón sem vernda þig fara á fullt og deyfa þig í sorginni og áfallinu. Þegar maður hlustar á líkamann og verður meðvitaður um það hvernig hann virkar þá er alveg magnað að fylgjast með þessu ferli og upplifa. Það að ég væri líkamlega sterk þegar áfallið reið yfir hjálpaði mikið en ég gat ekki æft lengi á eftir, gat ekki einu sinni gert 10 burpees sem venju- lega er hluti af upphitun hjá mér í dag. 90% hvernig við bregðumst við Hvað um hugann, hvernig þjálfarðu hann? Ég hef unnið í því í nokkur ár að laga hugarfarið eða svokallað mind- set training og það hefur eiginlega verið það sem hefur komið mér í gegnum áfallið á heilbrigðan hátt held ég. Lífið er 10% það sem kemur fyrir okkur og 90% hvernig við bregðumst við. Erfiðar aðstæður geta klárlega orðið erfiðari ef maður ákveður það en maður getur líka gengið með áfalli eða sorg og komið út úr því sterkari og betri manneskja ef það er það sem maður ákveður að gera. Það sem ég ákvað að gera var að breyta þessu böli í blessun. Áttu þér einhver draumamarkmið sem þú vilt deila með okkur að lok- um? Í íþróttunum er markmiðið að verða Íslandsmeistari kvenna í mín- um flokki í hnefaleikum 2019, á Norðurlandamótinu í hnefaleikum núna í lok mars þá er auðvitað draumur að vinna gull, síðan væri geggjað að geta verið hvatning fyrir fleiri stelpur að byrja í boxi því að það er svo geggjuð íþrótt. Því næst er markmiðið í vinnunni að vera með skemmtilegasta morgunþátt lands- ins, Ísland vaknar. Að lokum á ég mér eitt fallegt markmið og er búin að eiga lengi sem snýst um að hjálpa fólki með ákveðnum hætti. Ég segi ykkur bet- ur frá því þegar nær dregur og er mjög spennt þegar að því kemur. Hitt og þetta Kristínar: Uppáhaldsmatur þegar þú ætlar að gera vel við þig? Eitthvað með ber- naise-sósu, eiginlega alveg sama hvað. Besti útvarpsmaðurinn? Chris Moyles. Uppáhaldsbíómynd? Legends of the fall, Hacksaw ridge og Memoirs of a Geisha. Uppáhaldsheimasíða? www.go- ogle.com. Uppáhaldssamfélagsmiðlastjarna? Eva Ruza er langskemmtilegust. Besta dekrið? Hárdekur á Senter Hársnyrtistofu. Uppáhaldsverslun? Under Armo- ur. Draumaflíkin fyrir sumarið? Eitt- hvert geggjað bikiní. Skórnir? Flottir hælar. Draumaferðalagið? Langar mjög mikið að fara til Kúbu. kolbrun@mbl.is Ákvað að breyta þessu böli í blessun Kristín Sif er einn af orkugjöfum K100 og gleður hlustendur með nærveru sinni og dásamlegum húmor alla morgna ásamt Jóni Axeli og Ásgeir Páli. Hún er einnig mjög uppátækjasöm og gleymir því reglulega að hún er í beinni útsendingu okkur hinum til gleði og skemmtunar. Kristín Sif leggur mikið upp úr andlegri vinnu sem og líkamlegri. Kristín Sif segiir Stefán Karl hafa haft djúpstæð árif á sig. „Fyrstu dagana sem ég mætti var ég auðvitað ekki eins og ég átti að mér að vera og er ennþá að finna fyrir því að lífið er svo mik- ið breytt.“ Kristín Sif tekur við verðlaunum sem besta hnefaleikakona ársins 2018 af forseta Íslands. Kristín Sif hefur náð einstökum árangri í bardagaíþróttinni undanfarið. 6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.