Morgunblaðið - 30.04.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 30.04.2019, Síða 6
Fyrir glysgjarna gæti þetta verið bíllinn. Þótt hann kalli á ríkidæmi og kosti formúu verður hann hins vegar aldrei til aksturs fær. Hvers vegna ekki? Jú hér er á ferðinni Ford Escort í hlutföll- unum 1⁄25, smíðaður úr gulli, silfri og demöntum. Höfundurinn er enski gullsmiðurinn – og bens- ínhausinn – Russell Lord. Um dagana hefur hann átt hvorki fleiri né færri en 55 eintök í fullri stærð af Ford Escort-fjöl- skyldubílnum. Hann flýtti sér ekki við smíði undraverða skartbílsins. Við hann hefur hann dundað í 25 ár og var- ið þúsundum klukkustunda í þá fínlegu vinnu. Byrðingurinn er úr silfri og í bílnum er að finna bremsur og stuðara úr gulli, og hjól úr 18 ka- rata gulli. Framgrillið er úr 18 karata hvítagulli, aðalljósin úr demöntum og stefnuljósin úr app- elsínugulum safír. Bremsuljósin að aftan eru svo úr roðasteini, svo nokkuð sé nefnt. „Þetta hefur verið áhugamál sem ég hef dundað við öðru hverju. Fyrir þremur árum ákvað ég svo að klára dæmið. Ég þekki bílinn í þaula, stykki fyrir stykki. Ég studdist ekki við teikningar heldur smíðaði hann eftir höfðinu, bita fyrir bita,“ segir Lord, sem er frá Essex í Englandi. Við smíðina hafði hann þó í huga Escort Mk2-rallbíl sem finnski heimsmeistarinn Ari Vat- anen ók á áttunda aratug nýlið- innar aldar. Lord segir að efnið eitt og sér sem í bílinn fór hafi kostað sem nemur 90.000 evrum, eða um 12 milljónum íslenskra króna. Bíllinn verður boðinn upp á uppboðsvefnum www.themar- ket.co.uk næstkomandi fimmtu- dag, 2. maí. Andvirðið rennur til líknarmála. agas@mbl.is Klæddur gulli, silfri og demöntum Skartbíll Russells Lords sem verður boðinn upp er einn tuttugasti og fimmti af fullri stærð Ford Escort. 6 | MORGUNBLAÐIÐ Einn fremsti bíllinn í núverandi fólksbílalínu Honda er Civic Type R en nú hefur eintak af honum verið smíðað í fullri stærð úr legókubbum. Til uppátækisins var efnt í tilefni svonefnds Lego Masters-þáttar sem hóf göngu sína á áströlsku sjón- varpsstöðinni Channel Nine í fyrradag, sunnudag. Þar leiða saman hesta – eða öllu heldur legókubba – sína í ákafri keppni alls átta pör af mönnum sem lagt hafa fyrir sig smíði hluta úr legókubbum. Ástralskur sérlega vottaður legósmiður að nafni Ryan McNaught smíðaði Civic Type R-bílinn og verður meðal dómara í sjálfri sjónvarpskeppninni. Til smíð- innar þurfti rúmlega 320.000 kubba og tók sköpun bíls- ins 1.300 klukkustundir þegar talinn er tími allra þeirra níu manna sem komu að smíðinni. Ástríðufullir lögðu þeir kubb fyrir kubb með berum höndum frá gólfi og upp. agas@mbl.is Til smíði hinnar nákvæmu eftirlíkingar af Hondunni fóru rúm- lega 320.000 kubbar. Það er vandasamt að líkja sem nákæmast eftir hjólum Honda Civic R með legókubbum. Honda í fullri stærð úr legókubbum Með litlum kassabíl að nafni Proace City ætlar Toyota að gera strand- högg á markaði fyrir létta atvinnu- bíla, þar sem eitilhörð samkeppni ríkir. Múrbrjótur þessi kemur ekki á götuna fyrr en á næsta ári, 2020, en hann er minni en stóribróðir með nafninu Proace. Proace City verður frumsýndur á atvinnubílasýningu í Birmingham á Englandi, en Toyota hefur látið frá sér nokkrar myndir af bílnum. Þar kemur í ljós að hér er í raun á ferð- inni fjórða afkvæmið í flokki léttra atvinnubíla PSA-samsteypunnar, en þar eru fyrir Peugeot Partner, Citroën Berlingo og Opel Combo. Eins og stallsystkinin þrjú verður Proace City í boði með margs konar útfærslum í farangurs- og farþega- rými og mismunandi vélum. Hann verður ýmist 4,4 og 4,7 metra, með þremur sætum frammi í og ýmist lokað vörurými eða með gluggum. Lengri bílinn má einnig fá sem smá- rútu til farþegaflutninga, Proace City Verso, með sætum fyrir fimm eða sjö. Vörurýmið verður frá 3,3 til 4,3 rúmmetra og þar má flytja tvö svonefnd Evrópubretti. Bíllinn býðst annaðhvort með bensínvél eða dísil, að afli frá 75 til 130 hestöfl. Velja má milli fimm eða sex hraða handskiptingu eða átta hraða sjálfskiptingu. agas@mbl.is Toyota Proace City ætti m.a. að nýtast iðnaðarmönnum vel. Hann mun fást í 4,4 og 4,7 metra útfærslum. Toyota spanar inn í nýjan geira með Proace City Þriðja sæti Kia þykir endurspegla háa einkunn sem eigendur gáfu bílnum fyrir þjónustuviðhald, áreið- anleika, upplýsingakerfi og nytsemi. Var ánægjustuðull kóreska bíl- smiðsins 91,54%. Niðurstaðan fyrir tíu efstu bíla- merkin varð sem hér segir: 1. Lexus 92,06% 2. Alfa Romeo 92,04% 3. Kia 91,54% 4. Mazda 91,51% 5. Skoda 91,36% 6. Subaru 91,09% 7. Honda 90,97% 8. Suzuki 90,75% 9. Jaguar 90,72% 10. Toyota 90,54% Í síðustu viku voru birtar niður- stöður Driver Power yfir ágæti nýrra bíla og hreppti Toyota Prius toppsæti og var útnefndur bestu bíl- kaupin í dag. agas@mbl.is Sex af 10 bílamerkjum sem best komu út úr svonefndri Driver Pow- er ánægjukönnun voru japönsk. Í efsta sæti varð Lexus sem þótti áreiðanlegastur allra bíla og af- burða hannaður innandyra. Um var að ræða stærstu mælingu á ánægju bíleigenda í Bretlandi. Í öðru sæti varð Alfa Romeo og í því þriðja Kia. Í merkjakönnuninni tóku mörg þúsund lesendur vikuritsins Auto Express þátt og gáfu bílum sínum einkunn. Ánægjustuðull Lexus mældist 92,06% og tilgreindu eig- endur sérstaklega óbilandi ending- artraust, smíðisgæði og stílfegurð. Varð Lexus-merkið einnig efst í þessari könnun 2017 og 2018. Alfa Romeo fylgdi fast á eftir með 92,04% einkunn og munaði því nær engu. Fékk ítalski bílsmiðurinn hæstu einkunn fyrir vél og gírkassa, aksturseiginleika og meðfærileika. Sex japanskir í hópi tíu bestu bílamerkja Lexus hlaut toppsætið þriðja árið í röð. Hér er Lexus IS300h á ferð. Mitsubishi hinn japanski mætti til nýafstaðinnar bílasýningar í Sjanghæ í Kína með nýjan hug- myndabíl, sem sagður er rafbíll í þróun. Ámóta bíl birtist Mitsubishi með á bílasýningunni í Genf í mars sl., en þar var hann kynntur sem „Engel- berg Tourer“-þróunarbíllinn. Þar sem Kínverjar flestir þekkja lítið eða ekkert til skíðabæjarins í Sviss hafði bíllinn verið lakkaður upp á nýtt í mun dekkri lit en í Genf, ásamt því sem nafninu hefur verið breytt í „e-Yi“. Sú skýring hefur verið gefin, að líta megi svo á að e-ið í heitinu standi fyrir Explore, Experience og Engage, og i sé viðbót er vísi til raf- magns. Þá var sagt að Yi í nafninu væri stytting á kínverska leturtákn- inu sem þýðir kröftugur, harð- ger og gangviss, og tákninu sem stendur fyrir þokka. Rætt er um bíl þennan sem nýja kynslóð af Outlander-tvinnbílnum, sem senn er von á. Í aflrásinni er 2,4 lítra bensínvél og tveir rafmótorar. Um getu rafgeymisins hefur ekkert verið látið uppi en Mitsubishi gefur í skyn að á honum einum dragi bíll- inn 70 kílómetra, samkvæmt WLTP-staðlinum. Heildardrægi tvinnaflrásarinnar sé aftur á móti 700 km. agas@mbl.is Mitsubishi e-Yi er sagður vera næsta útgáfa af Outlander-tvinnbílnum. Nýr litur og nýtt nafn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.