Morgunblaðið - 30.04.2019, Side 9
ur á viðbragði og lipurð í venjuleg-
um akstri. Þó UX taki vel af stað þá
er hann alls engin raketta, enda er
það ekki í anda Lexus að búa til
bíla sem aka dónalega hratt: upplif-
unin snýst ekki um að spana eins og
villingur, heldur að njóta ferðalags-
ins og mæta á áfangastað í full-
komnu andlegu jafnvægi.
Mætti kannski segja: „For relax-
ing times, make it Lexus time.“
Að vera góðu vanur
Erfitt er að finna marga nei-
kvæða hluti við Lexus UX. Við-
mótið í leiðsögukerfi Lexus er ekki
allra, og alveg kominn tími á að
hressa upp á grafíkina á skjánum –
samt er upplýsingagjöfin prýðileg
og erfitt að villast þegar tölvan vís-
ar veginn. Útlit Lexus-bifreiðanna
er heldur ekki fyrir alla og sumum
gæti þótt grillið orðið að fullmiklu
gini, eða full mikill svipur orðinn
með Lexus og Toyota (margt í
hönnun UX minnir t.d. á C-HR
jepplinginn), en öðrum á eftir að
þykja UX-inn ómótstæðilegur á að
líta og í góðu jafnvægi á milli glæsi-
leika, sportlegs útlits og japanskrar
hógværðar. Er það helst agn-
arsmátt skottið á tvinn-gerðinni
sem gæti komið flatt upp á kaup-
endur enda UX enginn smábíll en
gæti seint rúmað farangur fjögurra
manna fjölskyldu með öll sæti í
uppréttri stöðu. Var pláss fyrir á að
giska þrjár flugfreyjutöskur.
Að því sögðu þá kemur UX feiki-
sterkur inn í flokki minni lúxus-
jepplinga og gefur þýsku eð-
almerkjunum ekkert eftir. Þeir sem
vita hvað þeir vilja munu ekki verða
fyrir vonbrigðum. Einu ætti samt
að vara lesendur við, því það þykir
gilda bæði um Lexus-bifreiðar og
Suntory-viskí, að þegar fólk hefur á
annað borð fengið að smakka þá
getur það ekki hugsað sér að skipta
yfir í aðra tegund.
tt að meta
Eitt og annað við útlit aftur-
hlutans minnir töluvert á
„frænda“ UX-ins Toyota C-HR.
Frágangur að innan er í
sérflokki. Virðist hvergi
skeika millimeter.
MORGUNBLAÐIÐ | 9
Qiantu K50 heitir tiltölulega
smekkleg sköpun sem dúkkaði
upp á bílasýningunni í New York,
sem er nýlokið. Þar er á ferðinni
kínverskur ofursportbíll frá fyrir-
tæki í Kaliforníu að nafni Mullen
sem er óskrifað blað í bílsmíði.
Mullen kom að vísu við sögu
rafbílsins Coda á sínum tíma en
aldrei varð neitt úr framleiðslu
hans. Og ekkert hefur heyrst um
hann síðar. Þess vegna eru áhöld
um hvort Qiantu K50 sé kínversk-
ur bíl, eins og látið er í veðri
vaka, eða hvort hann sé kaliforn-
íukínverskur.
Ætlunin er að smíða Qiantu K50
í Kaliforníu og stefnt er að því að
hann komi á götuna á næsta ári,
2020. Yfirbyggingin verður úr
koltrefjum en svo vekur það at-
hygli að af sportbíl vera skuli
hann aðeins vera með 402 hesta
aflrás. Orkunni deila tveir rafmót-
orar til hjólanna fjögurra.
Bíllinn þarf rúmar fjórar sek-
úndur til að ná 100 km ferð úr
kyrrstöðu og þykir það ekki bein-
línis til að flagga. Hármarkshrað-
inn ekki heldur en hann er 200
km/klst. Rafgeymirinn er 78 kíló-
vattstunda sem þýðir tæplega 400
km drægi á fullri rafhleðslu.
Undirvagn Qiantu K50 er úr áli
og bíllinn sagður hlaðinn raf-
eindabúnaði til að liðsinna öku-
manni við störfin.
Þegar mál og vog eru skoðuð
kemur fullvaxinn sportbíll í ljós;
4.634 millimetrar að lengd, 2.069
mm á breidd og 1.253 mm á hæð-
ina. Öxulbilið er 2.650 mm og
samtals vegur bíllinn 1.960 kíló.
Stóra spurningin er hvort heyr-
ast eigi eitthvað meira af þessum
bíl eða hvort hann fari í glatkist-
una eins og svo margir hug-
myndabílar sem hafa lofað góðu
en áformin síðan aldrei ræst.
agas@mbl.is
Dulafullur Kínverji í New York
Morgunblaðið/
Quinatu K50 á stalli sínum. Er hann kínverskur eða kaliforníukínverskur?
Rafbílar á bifreiðaskrám í Evrópu
fóru í fyrsta sinn yfir 100.000 eintök
í marsmánuði. Af heildinni voru dís-
ilbílar 31% nýskráninganna og hefur
hlutfallið ekki verið lægra frá í sept-
ember árið 2.000.
Í heildina drógust nýskráningar
bíla á Evrópumarkaði saman um
3,6% í mars. Var það sjöundi mán-
uður samdráttar í röð. Fyrstu þrjá
mánuðina voru 4,13 milljónir bíla
nýskráðar sem er 3,2% samdráttur
frá sama tíma í fyrra.
Áframhaldandi pólitísk og efna-
hagsleg óvissa, meðal annars vegna
Brexit, og óvissu um aðgengi dís-
ilbíla að borgum skýrir samdráttinn.
Í mars varð samdráttur á 19
mörkuðum af 27 í Evrópulöndum, en
þar á meðal eru tíu stærstu mark-
aðslöndin í álfunni. Þróunin er
meira áberandi fyrir ársfjórðunginn
því þá jukust nýskráningar í ein-
ungis sex löndum.
Góðu fréttirnar eru hins vegar
þær, að rafvæðing bílaflotans heldur
áfram af þrótti og var það sérlega
áberandi í bílasölunni í mars. Fóru
þá nýskráningar allra útgáfa raf-
drifinna bíla í fyrsta sinn yfir hundr-
aðþúsund og námu 125.400 eintök-
um. Aukningin varð 31%, aðallega
vegna kröftugrar fjölgunar ný-
skráninga í Þýskalandi, Noregi,
Spáni og Hollandi. Hreinir rafbílar
og tengiltvinnbílar voru uppistaða
sölunnar, eða helmingur hennar.
agas@mbl.is
Í fyrsta sinn yfir 100.000
rafbílar á skrá í Evrópu
Morgunblaðið/
Tesla er öflugt fyrirtæki í smíði rafbíla. Hér er Tesla Roadstear á ferð.
Franska bílablaðið Auto Plus
skýrði frá því í gær, mánudag, að
franska bílasamsteypan PSA væri
við það að hætta sölu og smíði
þriggja Opel-módela.
Þessu heldur og Reuters-
fréttastofan fram og segir að Phil-
ippe de Rovira, fjármálastjóri PSA,
hafi á símafundi með fjármála-
greinendum nýverið gefið ótvírætt
til kynna að hætt yrði smíði þriggja
módela sem framleidd væru í smiðj-
um Opel í Þýskalandi.
Í kjölfar erfiðs fyrsta ársþriðj-
ungs í rekstrinum teldi PSA þörf
fyrir „vorhreingerningar“ í starf-
seminni, að sögn Reuters. Þau mód-
el sem helst væru nefnd sem dauða-
dæmd væru smábílarnir Adam og
Karl og blæjubílinn Cascada.
agas@mbl.is
Þrjú módel Opel undir fallöxina
Morgunblaðið/
Opel Adam er einn þriggja bíla
sem hætt verður að smíða.
» Fjögurra strokka 2,0 l línu-
vél, bensín/rafmagn. Einn-
ig fáanlegur í bensínútgáfu.
» 181 hö / 190 Nm
» CVT-sjálfskipting
» 5,9l/100 km í blönduðum
akstri
» 0-100 km/klst á 8,7 sek.
» Hámarkshr. 177 km/klst.
» E-Four aldrif. Einnig fáan-
legur framhjóladrifinn
» P225/50HR18 dekk
» Eigin þyngd: 1.635 kg
» 484 lítra farangursrými
» Sótspor: 140 g/km
» Verð frá 6.370 þús. kr.
Lexus UX 250h