Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 E N N E M M / S ÍA / N M 9 3 4 8 5 > Vélavörður á millilandaskip Sótt er um starfið á vef Samskipa, www.samskip.is. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir Blængur Blængsson rekstrarstjóri skiparekstrar, blaengur.blaengsson@samskip.com Við leitum að vélaverði til starfa á millilandaskip okkar, Arnarfell og Helgafell. Samskip eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem býður flutningalausnir og tengda þjónustu á landi, sjó og í lofti með hagkvæmni að leiðarljósi. Starfsfólk Samskipa býður viðskiptavinum faglega ráðgjöf og heildarlausnir á sviði flutninga og flutningatengdrar þjónustu. Við höfum á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks sem vinnur ávallt með frumkvæði, samheldni og þekkingu að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks. Öryggis- og heilbrigðismál starfsfólks eru okkur mikilvæg og bjóðum við upp á fyrirmyndar vinnuaðstöðu. Helstu verkefni: • Eftirlit með vél-, raf- og hjálparbúnaði skipa • Létt viðhald og viðgerðir á vélbúnaði skipsins • Almennt viðhald, þrif í vélarrúmi og skráning í véladagbók Menntunar- og hæfnikröfur: • STCW – III/5 atvinnuréttindi (able seafarer engine) • VI/I. 1-4 grunnnámskeið Slysavarnaskóla sjómanna • Íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg • Almenn tölvukunnátta Hæfniskröfur sala og ráðgjöf Þarftu að ráða starfsmann? RÁÐUM EHF • Sími 519 6770 • www.radum.is • radum@radum.is Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf. Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráð- herra, hefur í samræmi við nýtt skipurit félagsmálaráðu- neytisins skipað þrjá nýja skrifstofustjóra til starfa þar á bæ. Þrjár konur munu skipa umræddar stöður sem þær taka við á næstu vikum. Erna Kristín Blöndal mun stýra skrifstofu barna- og fjölskyldumála. Hún er með BA- og meistaragráðu í lög- fræði frá Háskóla Íslands og stundar doktorsnám í lög- fræði á sviði mannréttinda- mála við sama skóla. Erna Kristín hefur víðtæka reynslu af opinberri stjórn- sýslu og stjórnunarstörfum og hefur starfað í stjórnar- ráðinu síðasta áratuginn. Gunnhildur Gunnarsdóttir verður nýr skrifstofustjóri húsnæðis- og lífeyrismála. Hún er með embættispróf í lögfræði og hefur réttindi til að starfa sem héraðsdóms- lögmaður. Er með mikla reynslu af stjórnun og starfs- mannahaldi ásamt víðtækri þekkingu á sviði opin- berrar stjórnsýslu, svo sem úr sautján ára starfi hjá Íbúðalána- sjóði. Loks er það Bjarnheiður Gautadóttir sem verður yfir skrifstofu vinnumarkaðar og starfs- endurhæfingar. Bjarnheiður er með embættispróf í lög- fræði frá Háskóla Íslands og hefur verið sérfræðingur á sviði vinnumarkaðsmála í stjórnarráðinu síðastliðin 13 ár. Þrír nýir skrifstofustjórar skipaðir Gunnhildur Gunnarsdóttir Bjarnheiður Gautadóttir Erna Kristín Blöndal Afgangur af rekstri Kópa- vogsbæjar á síðasta ári nam 1,3 milljörðum króna, sem er umtalsvert betra en vænst var. Hafði í áætl- unum verið gert ráð fyrir því að árið kæmi út í tæp- lega 800 milljónum króna plús. Skuldahlutfall bæj- arins var 108% í árslok 2018 og lækkar úr 133% milli ára. Ánægjuleg niðurstaða en blikur á lofti „Afkoma bæjarins er helmingi betri en við höfð- um reiknað með sem sýnir enn og aftur hversu sterkur rekstur bæjarins er. Þessi niðurstaða er einkar ánægjuleg í ljósi þess að við lækkuðum fasteignaskatta og gjöld á íbúðar- og at- vinnuhúsnæði. Við erum líka með útsvar undir lögbundnu hámarki og höfum ekki hækkað gjaldskrár í sam- ræmi við kostnaðarhækk- anir,“ segir í tilkynningu, haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs. Hann getur þess enn fremur að unnið hafi verið að ýmsum verklegum framkvæmdum í bænum, án þess að slá hafi þurft lán. „Það eru hins vegar blik- ur á lofti og enginn vafi á því að rekstur sveitarfélaga verður erfiðari í ár en í fyrra. Fall Wow air og ann- ar fyrirséður samdráttur í ferðaþjónustu hefur áhrif bæði á skatttekjur og vel- ferðarútgjöld. Því er mik- ilvægt að sýna skynsemi og aðhald í rekstri.“ Fjárfest var fyrir 3,6 ma. kr. í fyrra í eigum bæjarins. Stærsta einstaka fram- kvæmdin var bygg- ing nýs íþrótta- húss við Vatns- endaskóla sem nýtist skólanum og íþrótta- félaginu Gerplu en 373 milljónir fóru í húsið 2018 sem kostaði um 1,1 ma. kr. í heildina. Þá voru mikil umsvif við Kársnes- skóla. Keyptar voru sjö skólastofur sem settar voru við skólann í Vallargerði og gengið frá lóðinni þar. Niðurrif á húsnæði skólans við Skólagerði hófst en framkvæmdir við nýtt skólahús þar hefjast í sumar. Gatnaframkvæmdir voru pakki upp á 1,3 ma. kr. krón og voru þær helstar á þétt- ingarsvæðum bæjarins í Glaðheimum, 201 Smára, Auðbrekku og á Kársnesi. Lokið var við að hlaða grjótgarð meðfram allri Kársnestánni og loka þar með landfyllingu á Kárs- nesi. Þá var Nónhæð gerð byggingarhæf. Skuldir 3,8 milljarðar kr. Vaxtaberandi skuldir í ársreikningi 2018 voru 30,8 ma. kr. Skuldahlutfall sam- stæðu er sem fyrr segir 108% en var 133% í árslok 2017. Það var hæst 242% árið 2010. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2018 fyrir framkvæmdum og alls greiddir 3,2 ma. kr. í af- borganir lána. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kópavogur Horft yfir bæinn og Kópavogskirkja er fremst. Kópavogur í plús  Miklar framkvæmdir án lánatöku  Gjaldskrár lækka Ármann Kr. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.