Frjáls Palestína - 01.11.1990, Side 2
Palestínumenn þurfa
alþjóðlega vernd!
íbúana manneskjulega. Yfirgnæf-
andi meirihluti aðildarríkja, þ.m.t.
Bandaríkin, telja að Genfarsátt-
málinn gildi á herteknu svæðunum
í Palestínu. Eina ríkið sem neitar
að viðurkenna gildi sáttmálans og
framfylgja ákvæðum hans þar, er
Israel.
Ríkisstjórnin beiti sér
fyrir refsiaögerðum
Stjórn félagsfns sendí rfkisstjóminni áskorun
9. okt. sl., um að hún belti sér á alþjoöavett-
vangi fyrir refsiaðgeröum gegn Israel. Jafn-
framt var hafln undirskriftaherferö meö þessarl
óskorun. Undirskriftalisti fylgir þessu blaöi
og vlö blöjum þlg, lesandi góöur, aö kynna þer
vel rokstuönlng okkar, sem fram kemur I
óskorunlnnl, undirrita hana ef þú ert sammála
og fa sem flesta tlf að undlrrlta hana aö aukl.
Sendu undlrskrlftlrnar til ritara félagslns,
pósthólf 176,121 Reykjavlk, eöa komdu meö
þær f „opiö hús“, sem félagiö er meö
á mánudagskvöldum eftir kl. 20:30 aö
Öldugötu 50 f Reykjavlk.
Móöir eins fórnar-
lambanna flutt
brott á börum,
eftir aö hún haföi
hnigiö niöur viö
bænagjörö.
Meðal þeirra mannréttindabrota
sem sáttmálinn bannar, eru brot
sem skilgreind eru sem „alvarleg
brot“. Þeir sem fremja slík brot eða
gefa skipanir um að fremja þau eru
skilgreindir sem „stríðsglæpamenn"
og þá ber að lögsækja.
Alvarleg brot samkvæmt Gen-
farsáttmálanum eru t.d. : Brottrekst-
ur íbúa frá herteknum svæðum,
eyðilegging húsa og annarra fast-
eigna, pyntingar og önnur grimmd-
arverk á fólki, varðhald án dóms og
laga, hóprefsingar. (sraelsk yfirvöld
eru sek um að hafa skipað her-
mönnum aftur og aftur að fremja öll
þessi brot síðan hernámið hófst fyr-
ir 23 árum. Frá byrjun Intifada (upp-
reisnarinnar), 9. des. 1989, hefur
brotunum fjölgað verulega.
(sraelskir hermenn, stjórnmála-
menn eða óbreyttir borgarar sem
hafa framið eða heimilað alvarleg
brot á Genfarsáttmálanum eru
stríðsglæpamenn. Það er skylda
allra ríkja samkvæmt alþjóðalögum
að beita sór gegn þeim. Stórblaðið
The Sunday Times sem gefið er út
f London sagði 14. okt. s.l.:
„Lögmenn á Vesturlöndum sem
vinna fyrir Alþjóða samtök lög-
manna (Genf), eru að safna sönn-
unargögnum gegn lögregluforingj-
um sem tóku þátt í blóðbaðinu í
Jerúsalem, með það fyrir augum að
lögsækja þá í samræmi við Gen-
farsáttmálann".
Slík lögsókn er ekki aðeins
æskileg í sjálfu sér sem eðlilegt
réttlætismál og í samræmi við lög;
hún myndi auk þess veita aukna
vernd, sem Palestínumenn sár-
vantar. (sraelskir hermenn myndu
hika við að beita kylfum gegn
börnum, kasta táragasi inn í heilsu-
gæslustöðvar eða skjóta unglinga í
bakið, ef þeir vissu að þeir gætu átt
yfir höfði sér alþjóðleg réttarhöld fy-
rir stríðsglæpi.
Það sem er hins vegar enn mei-
ra aðkallandi nú, er að senda
alþjóðlegar friðargæslusve'rtir til her-
teknu svæðanna með það fyrir au-
gum að vernda óbreytta Palest-
ínumenn sem þar búa gegn
fsraelskum lögreglu- og hermönn-
um. Vestræn rfki verða að finna
leið til að sniðganga bandarískt nei-
tunarvald gegn friðsamlegri vernd
handa Palestínumönnum. Stefna
Bandaríkjanna virðist háð þrýsti-
hópum bandarískra gyðinga, sem
halda bandarískri utanríkisstefnu í
gíslingu. Evrópuþjóðir verða þá að
huga að vernd handa Palestínu-
mönnum til að koma í veg fyrir
áframhaldandi ofbeldisverk og til
þess að Palestínumenn fái notið
réttar síns til sjálfsákvörðunar og til
eigin ríkis í sínu eigin landi.
Félagið hyggst taka á leigu
bás I Kolaportinu eftir ára-
mótin, þar sem bæklingar og
önnur kynningarrit um Pal-
estinumálið verða á boðstól-
um. Einnig er hugmyndin að
fá notuð húsgögn og föt til
sölu þar, í þágu palestfnskra
barna. Þeir sem vilja leggja
þessu lið, þó ekki væri nema
einn laugardag í janúar, febr-
úar eða mars, eða gefa muni,
hafi samband við skrifstofu
félagsins, í sfma 26444.
FRJÁLS PALESTÍNA