Frjáls Palestína - 01.11.1990, Side 7
15. nóvember og 29. nóvember:
Mikilvægar dagsetningar
Þann 15. nóv. s.l. voru tvö ár liðin frá því Þjóðarráð
Palestínumanna lýsti yfir stofnun Palestínuríkis við hlið
Ísraelsríkis. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 90 ríki
viðurkennt Palestínu. Meðal Vesturlanda hefur aðeins
Austurríki viðurkennt Palestínu. Sést þar hvað best
. tvískinnungur Vesturlanda: Þegar þau viðurkenndu
Israelsríki, var róttarstaða þess enn minni en réttar-
staða Palestínu nú. Enn hafa forráðamenn Ísraelsríkis
ekki skilgreint landamæri síns ríkis og ekki veitt öllum
íbúum jafnrótti og til var ætlað af Sameinuðu þjóðunum
árið 1947.
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 29 nóv. alþjóðlegan
dag Palestínuþjóðarinnar. Sá dagur var valinn með
hliðsjón af því að 29. nóv. 1947 lagði allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna að stofnuð verði tvö ríki ( Pal-
estínu: Gyðingaríki og Arabaríki. I höfuðstöðvum Sa-
meinuðu þjóðanna er haldin hátíðleg athöfn í tilefni
dagsins. Víða um heim halda stuðningsmenn Pal-
estínumenn mótmælafundi, m.a. fyrir framan sendi-
ráð ísraels. Búast má við að (sraelsríki lýsi herteknu
svæðin sem eitt stórt fangelsi þennan dag („út-
göngubann"). Þann dag mun Félag Island-Palestína
afhenda sendiherra Bandaríkjanna á íslandi mót-
mælabréf vegna þess að Bandaríkin fjármagna þjóð-
armorð í Palestínu.
Jafnvel
ráðist
inn á
sjúkrahús
Heilsugæslustöðvar og sjúkra-
hús ættu að vera griðland allra. En
ekkert virðist heilagt í augum
ísraelskra hermanna. Hermenn
ráðast daglega inn á sjúkrahús til
að leita að til að leita að slösuðum
mönnum sem þeir vilja handtaka.
Jafnvel heilsugæslustöðvar
UNRWA (á vegum Sameinuðu
þjóðanna) eru ekki óhultar fyrir
ágengni og árásum ísraelskra her-
manna. Margir slasaðir unglingar
forðast sjúkrahúsin til að komast
hjá handtöku. Afleiðing-in verður sú
að bein þeirra gróa illa og þeir fá
alls kyns sýkingar. Palestínu-
mönnum er oft neitað um lækn-
ismeðferð. Mörg dæmi eru þess að
hermenn torveldi ferðir sjúkra-bíla.
Dr. M. Al-Aker, sérfræðingur í
þvagfæralækningum við nokkur
sjúkrahús á Vesturbakkanum og í
Jerúsalem, sagði við blaðamenn í
London að með því að tefja af
ásettu ráði ferðir sjúkrabíla, væri
herinn valdur að dauða margra
sem slasast hafi. Endurhæfing fatl-
aðra er að verða eitt af stærstu
langtíma verkefnum palestínskrar
heilbrigðisþjónustu og er ekki víst
að Palestínumenn ráði einir við
þetta verkefni.
Aðalfundur Félagsins
Ísland-Palestfna
Opið hús á mánudagskvöldum!
Ritarl félagslns er flu
réttlaetis ( Paieslínu í
hátíöir). Hefmlll hans er ÖJdugata
FRJÁLS PALESTlNA
7