Umbrot - 16.01.1976, Blaðsíða 9

Umbrot - 16.01.1976, Blaðsíða 9
r „Gáleysi bæjaryfirvalda" Miðvikudaginn 17. des. sl. kom upp eldur í húsinu að Vesturgötu 115B, en þar bjuggu hjónin Jón Jóelsson og Elísabet Guðnadótt- ir, ásamt þremur ungtun bömum sínum. Húsið varð alelda á svip- stundu og sluppu þau naumlega út og varð engu hægt að bjarga. Blm. UMBROTS hitti Jón að máli, þegar búið var að slökkva eldinn og spurði hann fyrst hven ær hann hefði orðið eldsins var? — Við vorum í fasta svefni kl. rúmlega sjö í morgun, þegar Páll Indriðason vakti okkur með því að berja á dymar. Fór ég þá framm og heyrði að hann kall- aði: ,eldur, eldur'. Þá sá ég í for stofunni svona tveggja tommu eldbjarma, gasloga, kringum dósalok í loftinu, og um leið og ég opnaði útihurðina gaus upp mikill eldur. Fór ég strax niður í kjallara til að taka stofnörygg- in úr svo þetta kæmi ekki víðar upp samtímis. Síðan komumst við út, en þá var allt orðið alelda og engu hægt að bjarga. Ég vil tvímælalaust segja að Páll hafi þama bjargað lífi okk- ar allra. Hefði hann komið þama fimm til tíu mínútum seinna, þá er ekki að vita hvað hefði skeð, Hvar komust þið út? — Ut um dymar í gegn um eldhafið og sem betur fer slas- aðist enginn. Er þetta timburhús? — Já, þetta er forskallað timburhús, gömlu Fögruvellir. Þeir voru fluttir af Suðurgötu og hingað. Gekk vel að ná í slökkviliðið? — Nei, því miður, þá gekk hringdi til lögreglunnar, en hún boðar útkallið og þangað til ég heyrði fyrsta vælið hér uppi á götu liðu um 20mínútur. Ég tel fullvíst, að hefði ég haft tvö slökkvitæki, þá hefði ég getað ráðið við eldinn meðan ég beið eftir slökkviliðinu.Ég þori áð á- byrgjast það, að þá hefði ég aldrei opnað út, heldur látið bununa vaða á eldinn. Ég tel það mikið gáleysi ag bæjaryfir- völdum að hafa ekki vaktmann á stöðinni til að boða slökkvilið- ið út strax. Þarna er það mínút- an sem skiptir máli. Ég er viss um að enginn okkar staðar- manna hafi efni á því að hafa stöðina vaktmannslausa að næt urlagi. Það er of seint að iðrast, þegar f jölskylda er brunnin inni í húsi. Slökkviliðsmennimir stóðu sig hins vegar frábærlega vel, þegar þeir vom komnir á staðinn og á ég þeim miklar þakkir skildar því þeir gerðu allt sem í mann- legu valdi stóð til að slökkva eldinn. Ég vil ekki gagnrýna slökkviliðið á neinn hátt, það hefði enginn staðið sig betur. En ég vil hiklaust gagnrýna það fyrirkomulag, sem haft er á út- kalli slökkviliðsins. Hvemig var húsið tryggt? — Innbúið var tryggt en hvergi nóg fyrir skaðanum. Það er tryggt fyir rúma milljón og þar telst til öll áhöld og fleira. Ég átti t.d. mikið bóka safn, var með þéssa bakteríu að safna bók um. Þar átti ég mörg fágæt rit, sem ég fæ aldrei bætt, þannig að ég tel að tryggingin nái hvergi að bæta þetta tjón. Húsið var tryggt með bílskúr upp á 214 milljón. Það gefur auga leið að það byggir enginn fyrir þann pening í dag. Hvemig er það, Jón, þegax maður lendir í svona mikilli lífs reynslu. Er það ekki eitthvað sem þú getur bent fólki á að varaist við svona löguðu ? — Ég get ekki bent fólki á betra ráð en að kappkosta eldvörnum í húsum sínum, sjá um að raflögn sé í lagi, því þarna hef ég ljóst dæmi um það að Verulegur Framhald af bls. 1 Dvalarheimilið Höfði var gert fokhelt á árinu, einangrun og múrverk hafið ásamt tilheyrandi lögnum. Kostnaður við fram- kvæmdir þar var um 26 millj. kr. Þetta eru fimm stærstu verk- efnin, sem unnið var að. I síðasta tölublaði UMBROTS var grein um jarðboranir að Leirá og seinagang á fram- kvæmdum þar. Hvað segir þú um þetta mál ? — Hitaveita er eitt mesta hagsmunamál Akurnesinga og til hennar þarf að vanda svo vel takist. Á sl. sumri var boruð 2000 m hola, sem sérfræðingar segja að fá megi úr 25-30 1/sek. af heitu vatni. Þetta var árang- ur sem fór fram úr bestu vonum. Við athugun á vatninu kom í ljós, að efnainnihald þess er ó- hagstætt. Kalkútfelling úr því er mjög mikil. 6” stálrör, sem sett var á holuna, fylltist svo á hálf- um öðrum mánuði, að ekki var eftir nema gat til að stinga blí- anti í. Útfellingin verður þegar vatnið sýður og reynsla frá Hveragerði, en þar er einnig kalkríkt vatn, er sú að kalkið fellur út á mjög takmörkuðu svæði. Sverrir Þórhallsson, efna- verkfræðingur vinnur nú að lausn þessa vandamáls. M.a. hef ur sú hugmynd komið fram að fella kalkið út í sérstöku keri, en á þessu þarf að framkvæma rannsóknir. Nú er ákveðið að tilraunastöð, sem verið hefur í Hveragerði verði flutt að Leirá. Stöðin er komin til Reykjavíkur og verið er að gera á henni nokkr ar breytingar áður en hún fer að Leirá. Þá er búið að fá nýjar legur í djúpdælu Orkustofnunar og dælin mun hef jast í þessum mán uði. Hitinn í holunni hefur stöð ugt aukist og er nú kominn í 120° C, en búist er við að hann lækki nokkuð við dælingu. Bæjarráð fór á fund hjá Orku stofnun í nóvember og ræddi þessi mál ítarlega við sérfræð- inga. I desember var gerð sér- stök samþykkt af bæjarstjórn til að hraða þessu máli. Með tilkomu nýs vinnuhóps um Leirársvæðið undir forystu Sverris Þórhallssonar, vona ég ráflögn er hættuleg. Hafa þarf Olíukyndinguna í lagi og um- fram allt að hafa slökkvitæki í húsinu. Að vísu var ég með tæki en ég óttaðis meira að það kæmi frekar upp eldur í olíukyndingu en að það kviknaði í út frá raf- magni, þannig að tækið kom, mér ekki að gagni. Það var niður í kjallara en eldurinn kom upp á hæðinni. Þess vegna mundi ég segja að það sakar engan að eiga tvo slökkvitæki, annað á hæð og hitt í kjallara. Jón hefur beðið blaðið að koma á frámfæri innilegustu þökkum til allra þeirra er hafa hjálpað fjölskyldunni í þessum miklu erfiðleikum. skriður... að vel verði unnið að okkar mál- um hjá Orkustofnun. Hvað verður gert í varanlegri gatnagerð á þessu ári? Því get ég ekki svarað. Fjár- hagsáætlun er í undirbúningi og við gerð hennar mun bæjar- stjórn taka afstöðu til þess. Var- anleg gatnagerð hefur hins veg- ar talsvert verið rædd í bæjar- ráði. Mín skoðun er sú að veruleg- ur skriður komist ekki á varan- lega gatnagerð nema með því að leita nýrra leiða. Margir hafa komið að máli við mig og tjáð mér að þeir mundu fúslega vilja greiða nokkurt gatna- gerðargjald til að hraða því að fá varanlegt slitlag á götur. Einnig tel ég að olíumöl eigi að leggja á minni umferðargötur, en steypa aðalumferðaræðarnar. Vegagerð ríkisins notar olíumöl víða með góðum árangri á um- ferðargötur og miðar þá við að leggja malbik ofan á olíumölina, þegar hún fer að slitna. 1 Kópa- vogi er fengin góð reynsla af því að leggja malbik ofan á olíumöl. Ég tel að við eigum að fara eins að. Leggja olíumalarlag, en gera ráð fyrir að leggja ofan á það malbik þegar það fer að slitna. I þessu sambandi vil ég vara við að horfa of mikið á þá olíumöl, sem hér hefur verið lögð á götur. Aðferðir og vinnu- brögð hafa þróast verulega síð- an. Steyptar götur eru auðvitað betri en olíumalargötur, en kostn aður er 640 kr./m2 af olíumöl en frá kr. 1600-2000 m2 á steyptri götu. Þessi verð eru sam bærileg en munu eitthvað hafa hækkað. Nokkuð sérstakt að lokum? Já, ég vil nota tækifærið og hvetja Akumesinga til að styðja og efla menningariíf 1 okkar bæ og þá sérstaklega framlag heima manna á þessu sviði. Það er ó- metanleg hvatning t.d. fyrir karlakórinn og Skagaleikflokk- inn og aðra, sem leggja svipað af mörkum, þegar tónleikar og leiksýningar eru vel sóttar. Hér er um hópverkefni að ræða, sem búið er að leggja mikla vinnu í. Verum samtaka í að meta og styðja slíkt framlag, en það er best metið og þakkað með góðri aðsókn. það ekki vel. Frá , því að ég 9

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.