Farandsalinn - 01.10.1922, Blaðsíða 3

Farandsalinn - 01.10.1922, Blaðsíða 3
FARANDSALINN 3 Hataly uon Eschstruth: Bjarnargreifarnir Ein síða úr miðjum 5. kafla bókarinnar. „Enginn góður drengur mundi hafa látið móður sína kúga sig við svona tækifæri“ sagöi Gabríella, dóttir ofurstans, og lagöi frá sjer saum- ana, „honum gjörir ekkert til þó hann vanti eina eSa tvær tær, það er bara aumleg átylla til þess aS geta verið heima og lafað í pilsunum hennar móð- ur sinnar. Ef Guntram Kraft hefði átt nokkurn snefil af metnaði eða sjálfs- virðingu, þá hefði hann ekki látiö fara svona meö sig. En hann er líklega huglaus og veröur feginn að hýrast heima“. „Huglaus? Nei, þaö er hann víst ekki“, svaraði María vinstúlka hennar og hristi barthærða höfuðið sitt, „mundu eftir aö hann er ekki hræddur við að hætta sjer út á sjóinn í ofviðri“. Gabríella hló hæðnishlátur og gretti sig. „Sjórinn beitir ekki skotvopnum! Ilvað er það, þó hann þori að fara á sjó? Einskis viröi! Ef báturinn hvolfir, þá synda menn. Og hvað ætli greifinn fari langt út frá landi ? víst ekki nema fáeina faðma! Hann hefir víst ekki komist langt út á hafið, og það þarf ekki mikið hugrekki til að fleyta sjer á báþ meðfram landi“. „En, Gabríella, jeg get ekki hugsað mjeh —“ „Ekki það ? Ó blessaður hvítvoðungurinn, hvaða hætta er við vatn- ið þegar það er ekki djúpt ? hún hristi hrokkna, dökka hárið aftur frá enn- inu, og setti upp fyrirlitningarsvip. „Jeg get ekki borið virðingu fyrir manni, sem ekki er hermaður, og ekki berst fyrir keisarann og föðurlandið. Guntram Kraft er enginn hreystibjörn, eins og forfeður hans, heldur að- eins þvottabjörns-garmur. — Hann ætti einhverntíma að verða á vegi mín- um, þá skal jeg reyna að sýna honum hvaða skoðun jeg hefi á honum“ ! Augu Gabríellu leiptruðu, þegar hún tók upp aftur: „Jeg skyldi sýna honum það“ ! Hvernig enda viðskifti Bjarnargreifans og Gabríellu? STimPR bezta og óðýrasta af öllum stcerðum og gerðum útuegar B I L 5 5 I B U KQ 5 5 O H Talsfmí Z17. Skólauörðustíg 9. Reykjauík.

x

Farandsalinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Farandsalinn
https://timarit.is/publication/1334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.