Rúsínur - 17.11.1923, Blaðsíða 2

Rúsínur - 17.11.1923, Blaðsíða 2
2 RÚSÍNUK Ef þú ert spruttsali, hefir þú aldrei frið fyrir Sherlock Holmes hinum ís- lenzka. Ef þú ert geðveikralæknir, dregur þú dám af þínum sjúklingum. Sértu apótekari, ertu saklaus sekt- aður um sprúttsölu eða kallaður Fír- tommusen. Ef þú ert hvítliði, þá óskar þú í huga þínum, að hinir gullnu dagar byltingarinnar renni sem fyrst upp aftur með 20 kall og nóg sprútt. Svona gæti maður haldið áfram að telja mein og þjáningar meðbræðra vorra í það endalausa. Þess vegna og að eins þess vegna er þetta blað — þetta mannúðarfyrir- tæki — stofnað. Ætlar það að létta sorgir allra þessara mæðumanna, með þvi að láta þá hoppa af hlátri tvisvar í viku fyrir 20 aura. Þess vegna skorum vér á yður, heiðraði borgari, að efla íslenskan iðn- að með því að kaupa íslenzkar rúsínur. ReykjaYÍkurflaut. Fjallkonan i umsátursástandi. Sagt er að hinn íslenzki þefvísi Sherlock Holmes hafi á ný sagt Bakk- usi strið á hendur. Síðasta orustan átti sér stað á kaffihúsinu „Fjallkon- an“. Gekk hinn þefvísi þar vel fram að vanda, — ásamt nokkrum ungum vinum sínum. Vitum vér ekki, hvort hann óð inn um bakdyrnar, en inn fór hann. Óskar. Hvitir hrafnar fljúga út. Morðmálin ? Blóð finst á Hafnargarðinnm. Fyrir nokkru fanst frosinn blóð- pollur á Hafnargarðinum. Lögreglan var kölluð. Við nánari rannsóknir ýmsra efnafræðinga kom í ljós, að blóðið stafaði af pokandarlagabroti. Verð á brennivíni hækkar. Félag íslenzkra sprúttsala hefir ekki alls fyrir löngu hækkað verð á spíritus- blöndu úr 5 krónum upp í 6 krónur hálfflöskuna. Fastur viðskiftavinur. Tízkan ( Reyk]avík. Oftar sjá eg ekki vildi unga menn á spraðfötum sem ætla að kafna í tískutildri tepruskap og dansleikjum. Og sem hafa aðeins gildi áþekt fölskum peningum. Þegar tízkan gekk í gildi glaðnaði yfir stúlkunum. Sérhver trítla á tánum vildi með tappa nið’rúr iljunum, það er annnars mesta mildi meðan þær tolla á fótunum. Fáránlegum skrýddar skrúða skunda þær eftir götunum, eykst við rannsókn allra búða ofstækið í búningum. Loks hafa sumar lendapúða laglegann á mölunum. Hallfreður vandratðaskáld.

x

Rúsínur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rúsínur
https://timarit.is/publication/1338

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.