Rúsínur - 17.11.1923, Side 3

Rúsínur - 17.11.1923, Side 3
RÚSÍNUR 3 Háir hælar. „Ó, hvað mig tekur það sárt að sjá“ sumar af stúlkunum ganga þessum helv. hælum á sem hreykja þeim beinlínis upp á tá með afstöðu alla svo ranga, vei ykkur, vei ykkur hælar! Ó, vesalings tískunnar þrælar. Pólitiskir fírtommunaglar. Alþýðuflokkurinn, sem vinnur að hag almennings og heill íslensku þjóð- arinnar fyrir alla, tekur hér með fram- boð Ólafs Friðrikssonar í Yestmanna- eyjum aftur. (Lausl. þýtt.) Nokkrir óráðvandir menn hafa skýrt nýbyggt hús á Túngötuni, „Bitlinga- staði". Þykir þetta nafn heppilegt mjög. B.- frá . . . . Kobbi kvað enn ekki geta gleymt þvottakonunum. „Frípassar!“ Þeir menn sem vilja vera lausir við árásir frá blaðinu „Rúsínur* geta á afgreiðslu blaðsins fengið keypta „írípassa", mismunandi verð. Þegar Guð skapaði manninn, sagði djöfullinn: „Hér er verkefni fyrir mig°. Þegar að Guð skapaði konuna, sagði djöfullinn: „Þökk fyrir hjálpina*. Kaupfélag'ið er stofnað til þess að útvega félags- mönnum og öðrum sem við það skifta nauðsynlegar vörur fyrir það sem þær kosta. Félagið hefir beztu verzlunar- sambönd utan lands og innan. Yöru- gæði og hreinleg afgreiðsla er viður- kend af öllum. Pöntunardeild félagsins er stór hagur fyrir þá sem kaupa meira en til dagsins í einu. Vegna alls þessa getur engin verzlun boðið betri kjör en Kaupfélagið. Blaðið tekur á móti skemtilegum smásögum úr daglega lífinu í Rvík. Einnig góðum grínteikningum. Ritstj. Vinnustofa Jóns B. Eyjólfssonar gullsmiðs frá Isaf. er i Valiarstræti. Tekur að sér aðgerðir á gull- og silfurmunum. Ýmsir snotrir munir fyrirliggjandi. Fljót og góð afgreiðsia. Jón vildi láta kranz á leiði vinar síns. Hann símaði til kransaverzlunar og bað um kranz. Á borðanum skyldi standi: „Sofðu í friði*, og ef að rúm- ið leyfði: „Við hittumst í himnariki*. Kransinn kom og á borðanum stóð: „Sofðu í friði á báðum hliðum, við hittumst í himnaríki eí rúm leyfir”.

x

Rúsínur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rúsínur
https://timarit.is/publication/1338

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.