Bæjarblaðið - 08.09.1951, Side 2

Bæjarblaðið - 08.09.1951, Side 2
2 BÆJARBLAÐIÐ Laugardaginn 8. sept 1951 Á vinabæjarmóti í Langesund Wígelandsgarðfirínn f Osló Þi6S!iin^™ sungi,m A er stórkostlegt lístaverk FERÐASPJALL VIB GUÐM. BJÖRNSSON F R A M H A L D Meðal frænda og vina. Að kvöldi hins 4. júlí var snæddur kvöldverður i stærsta gistihúsi bæjarins. Voru flestir fulltrúarnir þá þegar mættir ásamt ýmsum fulltrúum og fyrirmönnum bæjarins. Var þetta nokkurs konar kynning- arkvöld fulltrúanna frá þess- um fimm norrænu frændþjóð um. Mér virtist sem allir þess- ir menn hefðu eins vel getað verið af einu og sama þjóðerni, svo líkir voru þeir í raun og veru, og svo einlægir voru þeir og elskulegir. Að sjálfsögðu hafði ég varla við að svara spurningum um þennan nýj- asta vinabæ, Akranes, hve stór hann væri, hverjir væru helztu atvinnuvegir, hvernig bygging- arnar væru, um skólamál 0. s. frv. Þetta umrædda hótel stend- ur á fögrum stað í útjaðri bæj- arins og getur hýst 100 gesti. Það er umvafið skógi og marg- litu blómskrúði, með útsýni yf- ir eyjum prýddan fjörð og á- kjósanlega baðströnd. Hinn g. júlí skoðuðum við bæinn undir leiðsögn rektors Stenstad, skólastjóra gagnfræða skólans, einnig helztu bygging- ar, svo sem skólahúsin, kirkj- una og ráðhúsið. Flest eru hús- in í bænum fremur smá timb- urhús, en þó nokkur hlaðin úr múrsteini og umhverfis þau eru yfirleitt trjá- og aldingarð ar til mikillar prýði. Fólkið í Langesund virðist mér vin- gjarnlegt og gott, og mikill jöfnuður ríkjandi um efnahag og afkomu. Bærinn telur um 2100 íbúa og er sjávarútvegur og iðnaður, sérstaklega báta- og skipasmíði aðal-atvinnuvegir. Eru þar smiðuð allt að 3000 tonna skip. Síðar þennan sama dag hitt- ust fulltrúarnir á heimili Lund Tangens, og var þar sérstak- lega rætt um samstarf þessara bæja í næstp framtíð, um gagn- kvæm skipti skólanemenda og kennara, sem þó virtist lítt framkvæmanlegt að því er Akranes snertir. Fíjá hinum bæjunum eru slík skipli þegar komin á. Einnig var rætt um gagnkvæm skiptí dagblaða þess ara bæja, en einnig þar hefur Akranes sérstöðu, vegna þéss, að ritstjórar hinna bæjanna gætu ekki notfært- sér blöð héð: an. Virtist öllum tiltækiíegast að leysa þennan vanda á þann hátt, sem áður var hugsað hér heima, sem sé að skrifa hér nokkrar greinar á Norður- landa málunum, og birta þær| í blöðum vinabæjanna. Ferðalög og fleira. Um kvöldið var svo sam- koma í kvikmyndahúsi bæjar- ms. Meðal skemmtiatriða var, að Langesunds-kvikmyndin var sýnd og útskýrð af Lund- Tangen, um leið og hann stikl- aði á stóru um Sögu bæjarins. Föstud. 6. júlí var öllum full- trúunum boðið í ferðalag um Þelamörk. Var gctt véður og allir í sólskinsskapi, enda er Þelamölkin talin feitt af feg- urstu héruðum Noregs, þar sem sjá má flezt það, er norska nátt- úru prýðir. Meðai þess, sem við skoðuðum á þessu ferðalagi var 800 ára gömul stafakirkja, stórt og veglegt Guðshús, byggt af fádæma digrum bjálkum. Landið er allt vaxið fögrum nytjaskógi, mest barrskógum. Eru það mikil og ómetanleg auðæfi, sem Norðmenn eiga í skógunum. Næsta dag átti að fara í ferðalag á skipi innan skerja, en það var ekki hægt vegna óhagstæðs veður. 1 stað þess notuðum við þennan dag til heimsókna og kynningar við bæjarbúa, sem eru mjög gest- risnir og alúðlegir.'Um kvöldið kl. 8 efndi bæjarstjórnin til veizlu Tyrir fulltrúana 1 fyrr- nefndu hóteli, en þar var stór salur, fullskipaður gestuin. — Markús Olsen, bæjarstjóri, bauð gesti velkomna og ræddi nokkuð um tilefni þessarar há- tíðar og tilgang. Næst talaði Lund-Tangen og flutti prýði- lega ræðu, þar sem hann m. a. bauð Akranes velkomið í vinabæjasambandið og minnt- ist einnig mjög hlýlega þessa fyrsta sendimanns þess á hið sameiginlega mót og bað mig að flytja heim beztu kveðjur og árnaðaróskir frá Langasund, um leið og hann afhenti mér norskan fána sem gjöf til Akra* ness. Þakkaði ég , gjöfina, um leið og ég þakkaðf persóuulega fyrir hin hlýju orð i minn garð, jafnframt sem ég, flutti þeim þakkir Akraness fyrir að hafa valið það sem fulltrúa íslands í þetta samband hinna ifimm norrænu bæjayfélagaf Lét ég íf,lj,ós þá von, ,að ein- 'hyern tíma mætti halda slíkt mót á Akranesi. Að þessu loknu afhenti, ég svo formönnum sendinefndanna, áletraða mynd af. Akranesi, sem gjöf héðan, er þeir þökkuðu innilega., ,Að ræðu minni lokinni var íslenzki 1 ... . ý" - L i: > r. ! . ' Ik'i . sama hátt fluttu fulltrúar hinna bæjanna ræður sínar. — Allir minntust þeir hins nýja vinabæjar, og létu í ljós gleði sína yfir, að þarna skyldi einn- ig vera mættur fulltrúi Islend- inga. Að lókinni hverri ræðu var sunginn þjóðsöngur við- komandi lands. Um 12 leytið sleit Lund-Tangen þessu á- nægjulega móti og þakkaði gestum komuna. Lokadagurinn í Langesund. Kl. 10.30 á sunnudagsmorg- un hófst hátíðaguðsþjónusta í Langesundskirkju, en hún stendur í bænum, þar sem hátt ber á. Er hún um 200 ára gömul, vel við haldið og lítur mjög vel út. Nokkuð fyrir framan kirkjuna stendur 4 m. granítsúla með nöfnum 30 manna frá Langesund, er létu lífið i þágu fósturjarðarinnar i síðustu heimstyrjöld. Eru fög- ur blóm ræktuð umhverfis súl- una og má sjá, að bæjarbúar halda mjög i heiðri minningu þessara föllnu hetja. Að Guð- þjónustunni lokinni var gengið út úr kirkjunni að minnismerk- inu, og lögðum við, fjórir full- trúar vinabæjanna, krans, skreyttan fánalitum, oð fót- stalli styttunnar, en að því loknu var norski þjóðsöngur- inn sunginn. Þennan dag var haldin hin svokallaða Langesundshátíð, með miklum myndarbrag og fjölbreyttum skemmtiatriðum. Eru það ýmis félagasamtök í bænum, sem standa fyrir þess- um hátíðahöldum, sem haldin eru áflega, og ágóðanum varið til ýmissar menningarstarfsemi í bænum. Er allur undirbún- ingur og þjónusta látin í té í sjálfboðavinnu, og sýndist mér kvenfólkið ekki láta sinn hlut eftir liggja, en það annaðist um alla veitingasölu, er víðast fór, fram úti, í skjóli laufríkra trjáa. Var talið, að þennan dag hefðu yerið um 5—6 þúsund manns aðkomandi. Um kvöldið var dansíiö á afgirtu svæði við höfnina, er skreytt var aðflutt- um trjám í fullu laufskrúði, svo. og , fánum og marglitum veif-, um. Áður en dansinn hófst, lék hljómsveit við fánaborgina,.,. og lauk þeim hljómleikum með því, að leiknir yoru þjóðsöngv- ar allra Norðurlandanna, byrj- að á þeim.islenzka og endað á þeim norska. Var það mjög há- tíðlegt og höfðu ýmsir það á orði við mig á . efúr, hve ís- lenzki þjóðgöngurinn væri fag- ur, epda nýtur hann sín mjög yel, er hann er leikinn á þenn- an hátt. Það snerti viðkvæman streng í brjósti mér, er ég stóð, þarna undiy fána lands míns og hlýddi á hina fögru tóna þjóðsöngsins,, a.ð ég hugsaði með, nokkru stolti til þess, að það var vegna Akraness, að fán- arnir blökktu þarna fimm að þessu sinni í augsýn þúsund- anna, er einnig hlustuðu í þög- ulli hrifningu á þjóðsöng fá- mennustu Norðurlandaþjóð- arinnar, er þarna var sýndur sérstakur sómi. Hvað segir þú svo um Osló? Eg kunni afar vel við mig í Osló, þar er margt að sjá, meira að segja ýmislegt sem minnir á tengsl milli íslands og Nor- egs, á ég þar sérstaklega við hin fjölbreyttu, merkilegu söfn. — þeir eru ræktarsamir við sína sögu og fortíð, það sýna byggðasöfnin bezt. Þarna skoðaði ég hið mikla nýja ráðhús borgarinnar .og þótti mikið til koma. Þá var stórkostlegt að skoða hinn merkilcga Wigelands-garð með öllum listaverkunum, sem eru einstök í sinni röð. Það er sameiginlegt í þess- um löndum og flestum stöðum, hve alls staðar má fá — gefins, eða fyrir fáa aura — mikið af alls konar prentuðum kortum, upplýsingum og leiðbeining- um, smá bókum og pésum um þetta eða hitt, og oftast prýtt fjölda mynda. 1 öllu þessu felst Landsmót í hjólreiðum hið fyrsta á landi hér, sem fram fór hér á Akranesi hinn 12. ágúst s.L, má telja að verið hafi einstæður íþróttaviðburð- ur, þar sem þetta var fyrsta landsmótið í hjólreiðum. — Á l.A. þakkir skilið fyrir að eiga þetta frumkvæði, sem mun hér eftir eiga fyrir sér að verða árlegur íþróttaviðburður. Akurnesingar standa sig mjög vel í hverri keppni. Á undanförnum þrem ár- um hefur farið fram knatt- spyrnukeppni milli Akranes, Hafnarfjarðar, og Knattspyrnu félagsins Vals úr Rvík. — Svo- kölluð þríkeppni — Átti Vafur frumkvæðið að þessari keppni og gaf bikar til að keppa um. Bikarinn vinnst til eignar, af þeim aðila er vinnur hann oft- ,ast á g árum. Nú hefur þegar verið keppt um þennan bikar þrem sinn um, og hafa Akurnesingar unnið hann í öll skiptin, og eru því raunverulega búnir að vinna hann til eignar, þótt eft- ir sé að, keppa tvisvar. Fjórða keppnin hófst hér á Akranesi laugard. 25. ágúst s.l. með leik milli Vals og Akur- nesinga. Jafntefli varð í báð- um flokkum. í 1. flokki 3:3 og í 3 flokki 1:1. 1 dag verðhr keþpt við Hafn- firðinga og á morgun við Val. Þann 24. ágúst fÓru fslands- meistararnir til Akureyrar í boði fþróttabandalags Akureyr- ar og kepptu þar á laugardag Og sunnudag og unnu fyrri mikil auglýsing fyrir lönd og héruð, samhliða því sem þetta er mikiu hagræði fyrir ferða- menn, og þar er mikinn fróð- leik að finna. Þetta er ólíkt því, sem við eigum hér að venjast heima. í Danmörku er mest byggt úr múr- eða sandsteini, en í norskum bæjum og sveitum er lang mest byggt af timbur- húsum. Þau eru flest falleg, vel máluð og vel við haldið. Norð- menn og Danir standa okkur íslendingum langtum framar í snyrtimennsku og þrifnaði um- hverfis hús og lóðir, götur og garða. Hvergi sá ég rusf eða nokkurs konar óþrifnað. Ég þakka Guðmundi Björns- syni fyrir þessa skemmtilegu ferðasögu, þar sem á margt er drepið, sem er lærdómsríkt, ekki aðeins fyrir okkur Akur- nesinga, heldur fslendinga yf- ir leitt. Það hefur löngum ver- ið „heimalningi“ hollur skóli að sjá heiminn, háttu og siðu annarra þjóða. Það er honum sjálfum mikill frami, og oft hefur sá hinn sami flutt margt gagnlegt með sér heim, sem hefur verið þess vert að gróð- ursetja i heimahögum. 0. B . B. leikinn með 2:1 og seinni leik- inn með 10:1. Róma Akurnes- ingar mjög allar móttökur. Akurnesingar buðu Akur- eyringum til keppni hér á næsta sumri. Bæjarfréttir Síldveiðarnar í ágúst: Aðalbjörg • ■ ■ 55-335 kg. Ásbjörn . . . 41.150 — Ásmundur 10.960 — Bjarni Jóhannesson . . . 71.365 — Böðvar . . . 87.540 — Farsæll . . . 119.115 — Fram '. Fylkir Heimaskagi 42.700 Hrefna . . . 110.870 — Keilir . . . 103.655 — Sigrún . . . . . 45.710 — Sigurfari ... 19.700 — Svanur Sveinn Guðm, , , , , , . . . 58.655 — Yalur ■ ■ • 83.245 — Faxaborg -Saratals 1129.135 kg: •1 salt . . ..... ...... 414.460 kg. Fryst ............ .3.1.945 — I bræðslu .............. 682.730 — Það sqm áf eí september er. heildar- aflinn til 6. þ, m. sem hijr segir: Saltað ........, 223.240 kg> Fryst •................ , 24.375 —: 1 bræðslu .....68,725 —, Samtals 316.340 kg. Gamla fólkið fer í skemmtiferð Framfærslunefnd bæjarins átti frumkvæði a§ þvi að bjóða gömlu fólki úr' bænum i skemmtiferð'um Borgarfjörð. Var komið við á Hreða- vatni, að Hvanneyri og Reykholti. Urðu þátttakendur 25, þar af 4 af elliheimilinu. Magnús Gunnlaugs- Framhald d 3. síSu. .. Iþróttaþátíur

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.