Bæjarblaðið - 28.06.1952, Side 2

Bæjarblaðið - 28.06.1952, Side 2
B BÆJARBLAÐIÐ Laugardagur 28. júní 1952 BÆJARBLAÐIÐ Ritnefnd: DR. ÁRNI ÁRNASON, KARL HELGASON OG RAGNAR JÖHANNESSON AfgreiSslumafiur: ODDUR SVEINSSON Sími 74. Blafiifi kemur út annan hvern laugardag. Prentafi í Prentverki Akraness h. f. ------------------------------------------------------' Vér erum að kjósa íslenzkan þjóð- höfðingja - ekki flokkshöfðingja Þjóðin gengur nú í fyrsta skipti til þjóðhöfðingjakjörs. Það er ekki að furða, þótt hún sé því óvön, enda er sagt, að enginn sé smiður i fyrsta sinn. Nokkru öðru máli virðist þó eiga að gegna um þjóð, sem telur sig allvana því að fara eftir lýð- ræðisreglum og lifa eftir þingræðislögmálum. Þjóðin, sem fagnaði einhuga fullveldi sínu á Þingvelli 1944, undir forsæti eins núverandi forsetaefna, Gísla Sveinssonar, og hyllti alþingi sitt sem einn maðm- á sama stað 1930 rmdir forsæti annars forsetaefnis, Ásgeirs Ásgeirssonar, og oft hlustað á gott orð hjá því þriðja, séra Bjarna Jónssyni, sú sama þjóð gengur nú sundruð til þjóðhöfðingjakosninga. Sxunir virðast nefnilega ekki koma auga á það, að verið er að velja þjóðhöfðingja, — æðsía höfðingja þjóðarinnar, en ekki flokkshöfðingja eða klíkuhöíð- ingja. ★ Því miður þýðir ekki annað en horfast í augu við þá stað- reynd, að vonir meginþorra þjóðarinnar um rnikla einingu um virðulegasta embætti þjóðarinnar eru hrundar til grunna. Og hjá flestum eru þau vonbrigði innileg og sár. Fyrst og fremst vegna þess, að bak við þessar vonir var ættjarðarást og um- hyggja fyrir framtíð vorrar ástkæru þjóðar, en hjá mörgum líka nokkrar áhyggjur vegna þjóðskipulags, stjórmálaþroska og lýðræðishyggju með þjóðinni. Þvi verður ekki neitað af mönn- um, sem nokkra sannleiksást eiga, að sú skoðun hefir verið almenn, að forsetinn ætti að vera sameiningartákn þjóðarinnar, hafinn upp yfir flokkana. Þess vegna ættu flokkarnir að draga sig sem mest í hlé við forsetakjör. Trú margra á félagsþroska og dómgreind hins almenna kjósanda hefir verið svo sterk, að þeir hafa treyst kjósandanum algerlega til þess að velja sjálfum. Því ber heldur ekki að neita, að allmargir hafa verið og eru leiðir á sívaxandi ofurvaldi flokkanna, stórra og smárra. Ekki verður sagt, að sú óánægja sé með öllu rakalaus. Það sýnir stjórnmálasaga undanfarinna ára oss. Síendurteknar stjórnar- kreppur, úrræðaleysi stjórnmálaflokkanna í vandamálum at- vinnuveganna og þarafleiðandi stórvaxandi álögur á almenn- ing, skattpínsla og tollkúgun, ofan á allt þetta kröfuharka flokks- stjórnanna um svo að kalla algert einræði um smátt og stórt í opinberu lífi. Gæti mönnum dottið í hug í sambandi við slíkar einræðishneigðir sumra stjórnmálaleiðtoga, að þeim mundi stundum henta betur, að fyrirmæli stjórnarskrárinnar um al- mennan kosningarétt væru ekki öðru hverju að hefta fyrir- ætlanir þeirra. Menn geta aðhyllzt meginskoðanir ákveðins stjórnmálaflokks, þótt þeir efist um fullkominn rétt flokksfor- ingjanna til að ráða gersamlega yfír atkvæðum flokksmanna sinna. ★ Sumum, sem f nnt láta sér um sóma og virðingu þjóðarinnar, telja nú, að á æðsta embætti hennar hafi fallið sú saurgun með þeirri ógeðslegu kosningabaráttu, sem nú hefir verið háð um það, að það geti aldrei framar áunnið sér þann heiðurssess í augum þjóðarinnar, sem nauðsynlegt sé. Þetta er of mikil svartsýni. Álit forsetaembættisins hefir óneitanlega hlotið slæmt áfall, en glæsileg, þróttmikil og velviljuð framkoma þess for- seta, sem valinn verður, getur bjargað miklu og jafnvel aflað embættinu fyrri virðingar á fáum árum, ef vel tekst til um val forseta. En eitt fyrsta skilyrðið er það, að sá forseti sýni það ótvírætt að hann sé ekki háður áhrifum neins stjórnmálaflokks. Þrátt fyrir öll vonbrigðin, sem kosningabarátta undanfarinna vikna hefir valdið mörgum hugsandi manni, verðum vér öll að ganga ódeig að kjörborðinu í óbilugri trú á framtíð og giftu Islands. i Vér erum ekki að kjósa flokkshöfðingja eða klíkuhöfðingja, vér erum að kjósa æðsta höfðingja Islands — þjóðhöfðingjann. RJÓH — Félagsheimili Framhald af 1. síðu. kunna að verða á Akranesi og uppfylla skilyrði 1. greinar77/ 1947, svo og þau eldri félög á Akranesi, sem sömu skilyrði uppfylla. Óski nefndir aðiljar að gerast félagar, skal um það fara eftir síðari málsgrein 5. greinar laga nr. 77/1947. Er þáttaka aðiljans er samþykkt, er stjórn félagsins skylt að auka stofnfé félagsins, sem nemur því, er hinn nýji félagi leggur fram, þó aldrei hærri fjárhæð en nemur meðalstofnfjáreign eldri félaga, nema samþykki fé- lagsfundar komi til. 4. gr. Stofnbréf skulu vera gefin út og undirrituð af stjórn félags- ins. Þau hljóða á nafngreinda aðilja, og skulu þau vera tölu- sett og færð á félagaskrá. Fé- lagsmenn fá bráðabirgðakvitt- un frá félagsstjórn, og hafa þeir atkvæði í félaginu skv. þeim, unz stofnbréf félagsins hafa verið prentuð, en þá falla bráðabirgðakvittanir úr gildi, og hver aðilji fær stofnbréf fyr- ir þeirri fjárhæð, er hann hefur greitt. Stofnbréf má eigi selja aða veðsetja án samþykkis félags- stjórnarinnar, og engum öðrum en félögum, eða þeim, er rétt eiga á að gerast félagar, skv. stofnsamningi. Kaupi nýr félagi hluti eldri félaga, minnkar rétt- ur hans til að krefjast útgáfu nýrra stofnbréfa að sama skapi. Verði stofnbréf föl, eða hlut- fallslega aukið, á hver félagi rétt á að kaupa stofnbréf hlut- fallslega við fyrri stofnfjáreign sína. Vilji einhver félagi ekki kaupa sinn hluta, skiptist rétt- urinn til allra hlutanna, sem um ræðir, á sama hátt milli ■hinna, en sé um sölu eldri stofnbréfa að ræða, á félagið sjálft kauparétt á þeim við nafn verði, en forkaupsrétt, sé um lægri sölu að ræða. Væntanleg sala stofnbréfa skal tilkynnt á félagsstjómarfundi, en siðan haldinn annar stjórnarfundur 14 dögum síðar, þar sem hver stjórnarmeðlimur tekur endan- lega afstöðu fyrir sinn umbjóð- anda og stjórnin í heild fyrir félagið. Vilji enginn leyfðra aðilja kaupa hlutina, getur sala ekki farið fram að því sinni. Stjórnin skal síðan færa breytingamar inn á félagaskrá, og öðlast hinn nýi eigandi þar með allan rétt samkvæmt bréf- inu. Nú glatast stofnbréf, og skal þá gefið út nýtt í þess stað, er fengin er ónýting á hinu glataða bréfi lögum samkvæmt. 5- gr- Stofnfé félagsins er kr..... er skiptist í . . . .hluti, hvern að fjárhæð kr. 1.000.00. Stjórn félagsins er heimilt að auka stofnfé i kr. 800.000.00, ef hún samþykkir það einróma á í'undi sínum. 6. gr. Félagar bera enga ábyrgð á skuldum félagsins, fram yfir stofnfjáreign hvers eins í þvi. 7■ gr. Lögmætir félagsfundir hofa æðsta vald í öllum málum fé- lagsins innan þeirra takmarka, er lög þessi setja, og ræður meirihluti atkvæða úrslitum, nema um þau atriðþ er öðru- vísi er ákveðið í lögum þessum. Vegna mmleysis í blaðinu verður framhald laganna að bíða birtingar þar til í næsta blaði. — Síminn Framhald af 1. síðu símaþjónustunnar og er það von mín, að hún verði símanot- endum til meiri þæginda. Innanbæjarafgreiðslu annast nú, að jafnaði tvær stúlkur, þar sem áður var ein. Þurfti þá ein stúlka að svara upphringingum 320 nr., og er það mikið meira en eðlilegt er talið, enda reynd- ist það oft lítt viðráðanlegt. Landssímann annast sérstak- lega ein stúlka. Sú nýbreytni hefir nú verið tekin upp hér, eins og á nokkr- um öðrum stöðum, að sima- notendur í Rvík, geta hringt beint úr nr. þar og á símastöð- ina hér. Afgreiðir þá landsím- inn hér og gefur viðkomandi samband við það fólk eða núm- er, sem æskt er og reiknar jafn- framt og skrifar niður viðtals- bil og símtalskostnað, sem síðan er sent landsímanum í Rvík, til innheimtu. Sérstökum útbún- aði til þessarar afgreiðslu hefir verið komið fyrir hér og eins og kunnugt er, er það áform símamálastjórnarinnar, að koma þessu afgreiðslu fyrir- komulagi á, þar sem unnt er. Það verður nauðsynlegt, að prenta og gefa út nýja sírna- skrá fyrir Akranes, þar sem svo margir notendur bætast. nú við, en hinsvegar tekur það nokkurn undirbúningstíma, og er því ekki hægt að ákveða hve fljótt það verður. Þessi stutta frásögn um fram- kvæmd landssímans hér, er að sjálfsögðu aðeins í stórum dráttum. Þróun þessara mála heldur stöðugt áfram og fer ekki eingöngu eftir vexti og stækkun bæjanna, heldur vex tæknin svo nýjar framfarir ryðja sér til rúms. — Á þessu sviði virðast möguleikarnir miklir og óþrjótandi, þar sem vakandi áhugi er fyrir að not- færa þá og hefir hin íslenzka símamálastjórn sýnt, að hún er þar vel á verðinum. Ein sú nýja framför er hinn nýi af- greiðsluháttur, sem upp hefir verið tekinn milli Reykjavíkur og Akraness 0. fl. staða, eins og að framan hefir verið skýrt frá. Það er áreiðanlega vilji og ósk simamálastjórnar og starfs- fólks þeirrar stofnunar, að not- endur símans geti fengið sem bezta afgreiðslu og að sú þjón- usta megi verða sem bezt af hendi leyst. Hins vegar vænta þeir þess einnig, að þeir, sem þjónust- tmnar njóta, sýni sem fyllstan skilning á samstarfi, sem þarf að ríkja í milli. Ef gagnkvæmni ríkir í þeim efnum, er fyrst hægt að vænta fullkomins árangurs. Karl Helgason. NÝSTÁRLEG KNATT- SPYRNUKEPPNI Eins konar firma- keppni í knattspyrnu Undanfarna daga fór fram knattspyrnukeppni milli þriggja fyrirtækja hér í bæ: Dráttarbrautarinnar, B ifreiða verkst. Akraness og VélsmiSju Þorgeirs og Ellerts. I fyrsta leiknum milli Drátt- arbrautarinnar og Vélsmiðj- unnar varð jafntefli 2:2, í öðr- um leik milli Bifreiðaverkstæð- is Akraness og Vélsmiðjunnar varð einnig jafntefli 1:1, en í síðasta leiknum milli Dráttar- brautarinnar og Bifreiðaverk- stæðisins vann Dráttarbrautin: 1 :o. Starfsfólk þessara fyrirtækja lætur hið bezta af þessari ný- breytni og segist hafa haft af henni hina prýðilegustu skemmtun. Ekki má samt búast við því að allt séu þarna rniklir knattspyrnugarpar, sem eigast við, því að í sumum liðumnn urðu til dæmis að vera allir starfsmennirnir, svo að ekki var um mikið val að ræða. Hjónabönd: 17. júní: Gunnar Elíasson, bakara- nemi, Heiðarbraut 9, og Guðjónína Sigurðardóttir, ungfrú, Fjólugrund 3. 21. júní: Snorri Hjartarson, raf- virki, og Helga Kr. Bjamadóttir, ung- frú, Minni-Borg. Sóknarprestur sr. Jón M. Guðjóns- son, gaf saman. Nuddstofan opin á ný. Fröken Torfhildur Helgadóttir hef- ir nú að nýju opnað nuddstofu sína og er aftur byrjuð að veita sjúkling- um viðtöku. Hefir hún verið fjar- verandi um nokkurt skeið, vegna meiðslis er hún varð fyrir á hendi. Bæjarblaðið býður fröken Torfhildi velkomna til starfsins aftur. — Hjólreiðar Framhald af 1. síðu. fara verður hin sama, um- hverfis Akrafjall, en það er 33 km. Núverandi Islandsmeistari í hjólreiðum er Kristján‘Árna- son í Reykjavík. Önnur verð- laun hlaut Gylfi Jónsson, Rvík., og þriðju verðlaun Sófus Bender í Hafnarfirði. Björgvin og Garðar setja Akranesmet Á innanfélagsmóti Kára 14. þ. m. setti Garðar Jóhannesson Akranesmet í 80 m hlaupi á 9.2 sek. Einnig setti Björgvin Hjaltason met i spjótkasti: 45.10 metra. Með bættum stíl ætti Björgvin að vera öruggur með 50 m. — Úrslit í 100 m hlaupi: Garðar Jóh.: 11.2 sek., Sverrir Karlsson: 11.4 sek-, Kristján Sigurjónsson: 12.5 sek.

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.