Bæjarblaðið - 28.06.1952, Qupperneq 3

Bæjarblaðið - 28.06.1952, Qupperneq 3
BÆJARBLAÐIÐ 3 Luagurdagur 28. júní 1952 Dr. ARNI ARNASON: Landsmálaíélögin og æskan Pólitík er grískt orð og þýðir málefni bæjarfélagsins eða rík- isins, þ. e. landsmál eða þjóð- mál. Þjóðmálin eru margvísleg og stefnurnar margar, en þeim má skipta í tvo aðaíflokka. Annars vegar er samband ein- staklinganna við þjóðfélags- heildina, afstaða hvers marms til ríkisins, til rikisvaldsins. Hér er um að ræða það, sem nefnt er einræði og þjóðræði eða lýðræði í ýmsum myndum. Hins vegar eru svo þau mál. sem varða afkomu og allan hag þegnanna í þjóðfélaginu, andlegan og efnalegan. Því verður ekki neitað, að fjárhagur og afkoma alls al- mennings eru mikilvægur þátt- ur i hamingjusömu þjóðlífi, i friði og allri farsæld, og þess vegna er það hiikilvægt, hvern- ig efnahagsmálum þjóðar og einstaklinga er stjórnað. Það er því ekki furða, þótt landsmálin beinist að þessu efni og flokk- arnir athugi, ræði og deili um þá háttu og þær aðferðir, sem þeir telja beztar og vænlegast- ar til góðs árangurs. Það er ekki ætlunin, að fara að ræða hér um kosti og lesti hinna einstöku flokka og bera þá saman, sem þó er vitanlega merkilegt mál, heldur ■ skal vikið að sameiginlegum ein- kennum og göllum á þjóðmála- lífinu og nokkrum skerjum, sem almenningur verður að reyna að sneiða hjá. Það liggur í hlutarins eðli, að flokkarnir, sem hafa ólíkar stefnur, eru ósammála. Það þykir hverjum sinn fugl fag- ur. Hver flokkur er sannfærð- ur, um að' skoðun hans og stefna sé rétt, — hin eina rétta. En hér ber þess að gæta, að i öllum hinum mörgu og marg- háttuðu atvinnu- og efnahags- málum og þjóðhagsmálum yf- irleitt er engin ein ákveðin stefna eða aðferð til, sem sé algild, sönnuð og almennt við- urkennd. Væri svo, þá þyrfti ekki að bollaleggja, rannsaka og deila. Ein stefnan hefir þetta til síns ágætis og önnur hitt. Þar á ofan bætist svo það, að framkvæmdirnar og árang ur þeirra fara eftir mönnunum, sem hafa stjórn og framkvæmd á hendi hverju sinni. Þeir stjórnendur opinberra fram- kvæmda og starfsmenn eru margir, sem leysa starf sitt svo vel af hendi, sem bezt verður á kosið, en á hinn bóginn er framkvæmd annarra til tjóns fyrir hag og afkomu því frem- ur sem sú vill oft verða raun- in á, að hver flokkur virðist treysta bezt mönnum af sínu sauðahúsi og lætur þá oft sitja fyrir. Flokkurinn verður því meiri og minni hagsmunasam- tök að þessu leyti, en það á landsmálaflokkur ekki að vera samkvæmt eðli sínu og til- gangi. Það er hverjum manrni skylt og nauðsynlegt, að reyna að athuga öll mál og málavöxtu sjálfur eftir beztu föngum og mynda sér síðan sína ákveðnu, rökstuddu skoðun. Þetta er að vísu oítast erfitt. Það er hvort- tveggja, að erfitt ar að_ afla sér réttrar og fullrar vitneskju í mörgum málum og svo er hitt, að það eru öfÍ að verki, sem beinlínis. spilla fyrir réttri at- hugun og heilbrigðri dóm- greind almennings í landsmál- um. Þessi öfl eru svo nefnd múgáhrif, en þó einkum áróð- urinn. Múgáhrif eða fjöldaáhrif eru ákveðin áhrif, sem fjöl menni hefir á hugsun manna og tilfinningar. Það er reynsla, að í fjölmenni hugsa menn ög finna til nokkuð á annan veg en þegar þeir eru einir og haga sér oft öðruvísi. Svo er að sjá, sem hver vérði fyrir áhrifum af öðrum. Tilfinning- arnar magnast og samstillast og athafnir verða oft ofsafengn ari og vanhugsaðri. Margir kannast kannast við þann ofsa, sem getur gripið mannsöfnuð, og hrifning eða æsing getur leitt til athafna, $em hver ein- stakur ekki myndi framkvæma, væri hann einn sér og sjálfráð- ur. Sagt er, að Sólon, hinn forni gríski spekingur, hafi sagt við Aþenumenn: „Þegar ég tala við hvern einstakan yðar, þá eruð þér vitrir, en þegar ég tala við yður alla í senn, þá eruð þér heimskir.“ . Áróður munu flestir kann- ast við að nafninvi til, enda er hans oft getið, bæði í sambandi við innlend og álþjóðamálefni. Prófessor Símon Jóh. Ágústs- son skýrgreinir áróður þannig: „Hann er tilraun til að hafa áhrif á skoðanir manna og at- hafinir, einkum félagslegar skoð anir og athafnir, á þann hátt, að menn aðhyllist skoðanir án fullgildra raka og sannana eða fremji athafnirnar án þess að gera sér yerulega grein fyrir. því, hvers vegna þeir fremja þær.“ Áróðurinn er notaður í ýmsum tilgangi, stundum góð- um og stundum illum. Áróð- ursmenn beita honum til þess að afla skoðunum sinum fylgis og afla sér fylgis manna, til þess að efla flokk sinn, staþpa stálinu i fylgismennina og tryggja sér fylgi þeirra. En hver sem tilgangurinn er, þá er áróður varasamt tæki, sem verð ur að beita varlega og aðeins um stundarsakir. Hann mið- ar að því að sljóvga og tefja sjálfstæða hugsun og athugun og heilbrigða dómgreind. Það er alltítt, að þeir, sem eru sömu skoðunar í landsmál- um og fylla sama stjórnmála- flokk, bindist samtökum og stofni með sér landsmálafélag. Þetta getur verið þarflegt, ef rétt er með farið. Slíkur félags- skapur getur verið til þess gagn- legur, að veita félagsmönnum fræðslu um menn og málefni, skoðanir og atburði, og þar gefst tækifæri til þess að ræða málin. Hins vegar er hætt við, að um- ræðurnar verði einhliða og jafnvel að þetta verði áróðurs- stöðvar. En það er líka orðin tízka, að börn og unglingar, 14 til 18 ára, stofni til landsmála- félagsskapar og stundi hann, ef til vill undir stjórn nokkru eldri félaga. Þessi félög eru ekki almenn, óf lokksbundin fræðslufélög um landsmál, held ur flokksfélög. Hér er öðru máli að gegna en um félög fullorð- inna og ýmislegt við slíkan fé- lagsskap að athuga. Raunar mætti segja, að ungmennin gætu haft samskonar not af félögunum og fullorðnir, tíg þvi hefir verið haldið fram. En hér kemur fleira til athugunar. Ungmennin vantar mikið á þá þekkingu og reynslu, dóm- greind og þroska yfirleitt, sem fullorðnu fólki er ætlandi að hafa. Áhrif þau, sem ungmenn- in þurfa að vérða fyrir, skulu vera menntandi, fræðandi og þroskandi. Það er rangt og þeim óhollt, að láta þau verða fyrir áhrifum, sem sljóvga skiln ing þeirra, rugla dómgreind þeirra og tefja frjálsa hugsun og ályktanir. 1 stjórnmálaflokk- unum verða eÍdri og jmgri fyr- ir flokkspólitískum áróðri. Þar er einkum haldið fram þeim staðreyndum, sem flokknum henta, og túlkun staðreynda er einhliða. Áróðurinn hefir þá galla, sem áður voru nefndir. Ungmenni eru næm fyrirLá- róðri. Stöðugur áróður hefir öf- ug áhrif við sanna menntun. Hún eflir þroska og víðsýni, skýrir hugsun og athugun mál- efna, gjörir menn færari um að draga rétttar ályktanir og dæma óvilhallt og með sann- girni um menn og málefni. Menntun hjálpar ungmennum til að líta á allar hliðar á hverju máli, skapa sér sjálfstæðar, rök- studdar skoðanir, meta skoðan- ir og stefnur og velja um þær. Áróðurinn sýnir eina eða fáar hliðar, en hylur aðrar, og er hættulegur fræðilegri og víð- sýnni hugsun. Um þetta kemst próf. Símon Jóh. Ágústsson svo að orði: „Hlutdrægur áróðurs- maður gefur almenningi ekki einungis ranga mynd af véruj leikanum, heldur elur hann upp í honum óvandaðan hugs- unarhátt, sem er gagnstæður sannri menntun........ Áhrif þessa einhliða og óvandaða póli- tíska áróðurs á almenning vega að miklu leyti á móti áhrifum hlutlausrar fræðslu i skólum og öðrum mennta- og vísinda- stofnunum.“ Það er mörgum góðum mönn um áhyggjuefni, að svo virðist sem æskulýðurinn sé búinn að taka ákveðna trú, hina pólitisku trú, trúna á flokkinn. Þetta er skaðleg trú, eins og hér hefir verið leitazt við að sýna. Það er rétt og sjálfsagt að auka þekkingu og áhuga æskunnar á málefnum þjóðarinnar. Það er hverjum skylt, að hugsa um þau mál eftir föngum. Tands- málafélög eru að vísu ekki sama sem flokkar og það, sem sagt er mn flokka, áróður þeirra og flokkstrú, þarf ekki nauðsynlega að eiga við um slik félög. Þau gætu verið al- menn landsmálafélög, þar sem fram færi alhliða fræðsla og sanngjarnar og hófsamar um- ræður um allar skoðanir og stefnur. En landsmálafélögin eru flokksfélög, einnig þau fé- lög æskufólks, og þegar litið er á starfsemi og baráttuaðferðir flokkanna hér á landi, þá er það vart láandi þótt landsmála- félögum flokkanna sé ekki trú- að til að veita algjörlega rétta, samvizkusama alhliða fræðslu. Bæjarfréttir Höfnin: Bæjartogarinn Bjarni Ólafssori, landaði hér þ. 21. og 22. þ. m. 312 tonnum af karfa og Akurey þ. 23. og 24. 300 tonnum. Foldin lestaði söltuð fiskþunniidi til Italíu þ. 26. þ. m. Brúarfoss er væntanlegur um heig- ina og lestar hvalkjöt til Englands. Undanfarið hefir verið ágætur aíli á triilubáta og virðist strax farið að gæta áhrifa friðunarinnar. Bátar eru nú óðum að búast á síld- veiðar fyrir Norðurlandi. Aðeins einn þeirra, Heimaskagi, er farinn. Ýmsir aðrir munu fara nú um helgina og í næstu viku. M.b. Keilir fór í gærkvöldi út á Svið til að reyna að fiska í síldarnót og fékk hann nokkuð af þorski. — Nótin var þó „óklár.“ Mikill fiskur mældist og eru líkur til, að á þennan hátt verði hægt að veiða með góðum árangri. Getur þetta breytt nokkru um afstöðu til síldveiða. Veður var óhagstætt í þetta sinn. Akraneskirkja: Messa í Akraneskirkju n. k. sunnu- dag (29. júni) kl. 11 f. h. Nýir símanotendur, - er bættust viö innanbœjarkerfiö á Akranesi 27. júní 1952. 359 Ágúst Sigurðsson, Suðurgötu 35. 364 Árni Daníelsson, Suðurgötu 20. 351 Árni Magnússon, Vesturgötu 74. 331 Árni Runólfsson, Fjólugrund 9. 338 Árni Sigurðsson, Suðurgötu 31. 384 Ársæll Valdemarsson, Jaðarsbraut 17. 87b Ástráður Proppé, Hafnarbraut 2. 380 Bjarni Jónsson, Suðurgötu 102. 354 Borghildur Magnúsdóttir, Suðurgötu 102. 321 Bragi Magnússon, Kirkjubraut 35. 375 Einar Mýrdal, Vesturgötu 67. 368 Elías Níelsson, Kirkjubraut 15. 326 Elías Guðmundsson, Vesturgötu 69. 357 Félagsheimili Templara, Miðteig. 343 Geirlaugur Árnason, Háholti 12. 336 Georg Sigurðsson, Vesturgötu 69. 360 Gísli Vilhjálmsson, Vesturgötu 70. 366 Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Bjarkagrund 1. 349 Guðmundur Jónsson, Kirkjubraut 21. 323 Halldór Ólafsson, Merkigerði 12. 209 Hallgrímur Tómasson, Vesturgötu 123. 332 Halldór Magnússon, Suðurgötu 118. 358 Halldóra Hallsteinsdóttir, Suðurgötu 66. 327 Jón Helgason, Mánabraut 22. 333 Iþróttahúsið, Laugarbraut. 329 Jóhannes Gunnarsson, Heiðarbraut 17. 365 Jóhann Jónsson, Jaðarsbraut 21. 373 Jón Hall Magnússon, Skagabraut 31. 334 Karl Sigurðsson, Skagabraut 44. 330 Leifur Þjóðbjörnsson, Skagabraut 41. 345 Lögregluvarðstofan, Kirkjubraut 8. 339 Magnús Magnússon, Krókatúni 6. 335 Ólafur J. Bachmann, Vesturgötu 63. 372 Ólafur Elíasson, Laugarbraut 33. 355 Páll Eggertsson, Sandabraut 8. 363 Pétur Georgsson, Melteig 16b. 353 Sigurður Jónsson, Skólabraut 26. 328 Skattstofan, Kirkjubraut 2. 322 Steypusmiðja bæjarins, Vesturgötu. 342 Sverre Valtýsson, Akurgerði 2. 337 Valgeir Runólfsson, Kirkjubraut 4. 350 Verzlunin Bjarni & Sverrir, Suðurgötu 45. 340 Þórður Ásmundsson, Suðurgötu 38. 356 Þórður Þórðarson, Suðurgötu 37. Þessir símanotendur hafa veriS á línu meÖ öörum, en fá nú nýtt númer: 369 Ármann Ármannsson, raftækjavinnustofa, Vesturgötu 26. 341 Árni B. Sigurðsson, Skólabraut 18. 388 Barnaskólinn, skólastjórinn. 367 Brynjólfur Kjartansson, Skagabraut 35.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.