Bæjarblaðið - 19.12.1953, Blaðsíða 8

Bæjarblaðið - 19.12.1953, Blaðsíða 8
Akurnesmg&r! Kaupið BÆJABBLAÐED ÆJARSLAÐtÐ Akranesi, laugardaginn 19. desember 195?,. Auglýsið í BÆJARBLAÐINU Litiö tii ba^a Gangur og þróun knattspyrnunnar á Akranesi á þessu ári. Áfram skal haldið. Þegar við lítum á s.l. sumar. með knattspyrnu í ihuga, þá er þar margs að minnast. Fyr- ir okkur Akurnesingar ber auð- vitað hæst sigurinn í íslands- mótinu, en það vannst þá í annað skipti af liði Iþrótta- bandalags Akraness, en eins og öllum mun kimnugt vann lið frá Akranesi Islandsbikar- inn í fyrsta skipti sumarið 1951, þá fyrst allra félaga utan Reykjavlíkur. Keppnistímabil knattspyrnu- manna héðan fró Akranesi hófst með leik við írska liðið WATERFORD F. C. þ. 3. júní. Akurnesingar unnu þann leik með 4:5. Áður höfðu þó verið leiknir hér heima, leikir á milli K.A. og Kára, um bæjarbikar- inn, og hafði K.A. sigur í það skipti, en Kári var handhafi bikarsins s.l. ár. Þann 8. júní leika svo Akurnesingar sinn fyrsta leik í Islandsmótinu, gegn Fram, sem þeir sigruðu með 4:i,.og þann 18. jún, mæta þeir svo Islandsmeisturunum frá 1952 K.R. og sigra þá auð- veldiega með 4:0. Er I.A. hafði unnið þessi tvö félög var það orðið efst í sínum riðli, en Islandsmótinu var skipt í tvo riðla, þrjú félög á hvorum, og átti þá l.A. aðeins eftir að leika við þá, er sigruðu í hinum riðl- inum. Vegna þess hve skammt var eftir þar til landsleikir þeir, er ákveðnir höfðu verið skyldu fara fram, var Islandsmótinu frestað. Þann 1. júlí leika Akurnes ingar við Austurríska liðið, sem nolvkrum dögum áður hafði sigrað Islenzka landsliðið, og þeim leik tapaði Í.A. með 8:4, og held ég að flestir þeir, sem sáu þann leik finnist úrslitin ekki sýna réttan gang leiksins, sem var miklu jafnari en þessi markatala gefur til kynna. Svo skeður hið ótrúlega hinn 22. júlí, að Akurnesingar tapa fyrir danska liðinu R-1903, með 10:0. Þessi ósigur kom mönn- um mjög á óvart, vegna þess að félögin í Rvík höfðu náð mjög sæmilegum árangri gegn þessu danska liði. I þessum leik léku í liði I.A. 2 varamenn, fyrir þá Þórð Þórðarson og Ríkharð Jónsson, og Magnús Kristjáns son varð að fara útaf, svo að inná kom þriðji varamaðurinn. Eftir þennan leik var mikið um það rætt, hvort ekki hefði ver ið réttara af Akurnesingum að fá styrktarmenn úr Reykjavík urféL, þegar tvo af beztu mönn- um liðsins vantaði, í staðinn fyr ir að láta aðeins sina vara- menn koma inná. Það, sem réði því, að ekki voru „lánsmenn" teknir í þennan leik var sú undirstöðu- kenning, að við eigum að vera sjálfum okkur nógir, með leik- menn, og það, að gefa þeim mönnum, sem fara til Rvíkur, sem varamenn á leiki í Is landsmótinu, tækifæri á að leika með, er forföll verða. Ég ætla þó alls ekki að fara að skella skuldinni á þá varamenn, sem léku með i þessum leik, síður en svo, það var allt lið ið, sem „klikkaði,“ ekki þeir frekar en aðrir og getur slíkt alltaf komið fyrir, og það hjá mun reyndari knattspymu- liðum en því, er við höfum á að skipa. I för þeirri, er landslið Is- lendinga fór á s. 1. sumri til Danmerkur og Noregs, tóku þátt 7 Akurnesingar, sex leik- menn og formaður l.A. Fimm- þessara leikmanna léku báða landsleikina, en sá sjötti var varamaður, og getum við ver- ið hreyknir af þvá, að héðan skuli valdir svo margir menn i landslið. Þess má og geta, að þrír Akurnesingar, þeir Þórð- ur Þórðarson, Ríkharður Jóns- son og Guðjón Finnbogason fóru með Fram til Þýzkalands, og léku þar með þeim 4 leiki. Næst skeður það að knattsp.- menn frá K.A. fara til Isafjarð- ar og keppa þar tvo leiki, unnu þeir báða leikina. Rómuðu þeir félagar úr K. A. mjög móttökur og gestrisni Isfirðinganna, en þetta var í fyrsta skipti, er knattspyrnu- menn frá Akrnesi fara til Isa- fjarðar í keppnisför, og er von- andi að Isfirðingar sjái sér fært að koma hingað, næsta sumar, þó að ekki 'hafi getað orðið af þvi á s.l. sumri. Eftir að Valur hafði unnið sinn riðil i Islandsmótinu, var aðeins eftir úrslitaleikurinn í því, Akranes : Valur. Sá leikur fór fram 2. okt., og lauk eftir nokkuð sögulegan leik með sigri Akraness 3:2, og þar með hafði Iþróttabandalag Akraness unn- ið íslandsbikarinn í annað sinn, og sæmdarheitið: „Bezta knattspyrnufélag Island 1953-“ Síðasti leikur Akurnesinga í Rvík var bæjarkeppnin við Reykjavik, þ. 13. okt. og lauk þeim leik með jafntefli 2:2. Eftir að öllum leikjum i Rvík var lokið fóru fram tveir leik- ir hér heima, á milli K.A. og Kára. Fyrri leikinn um Akra nessbikarinn og heitið: „Bezta knattspyrnufélag Akraness 1953,“ vann Kári, en K.A. var handhafi bikarins, seinni leik inn, um bikar, sem Ölafur Fr. Sigurðsson hafði gefið, vann K.A. og var það í fyrsta skipti. sem keppt var um þann grip. Og þar með lauk einu hinu glæsilegasta sumri knattspyrn- unnar á Akranesi. Jakob Sigurdsson. Bæjarfréttir Hjúskapur: Föstudaginn 4. desember s.l. voru gefin saman i hjónaband af sóknar- prestinum, séra Jóni M. Guðjónssyni, ungfrú Selma Sörensen og Gunnlaug- ur Magnússon, Vesturgötu 25 hér í bæ. Hjúskaparheit: Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Katrin Ölafsdóttir, starfs- stúlka í Sjúkrahúsi Akranéss og Bragi Magnússon, Kirkjubraut 35, hér í bæ. Laugardaginn 28. nóv. s. 1. opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Nína Ólafsdóttir, Sjúkrahúsi Akraness og Steinþór Ingimarsson, bifreiðarstjón. Sama dag opinberuðu trúlofun sina ungfrú Sigriður Guðjónsdóttir (bónda í Steinsholti í Leirársveit) og Theó- dór Magnússon, sjómaður, Merki- gerði 4 hér í bæ. Nýlega opinberuðu trúlofun sina ungfrú Hjördis Hjartardóttir Heiðar- vegi 6, Keflavik og Reynar Óskars- son, Suðurgötu 39 hér í bæ. Læknarnir: Nætur- og helgidagsvakt: Vik.: 19—26. des.: Hallgr. Bjömsson. Vik. 26. des. til 2. jan. 1954: Hauk- ur Kristjánsson. Vik.: 2—9. jan. '54: Hallgr. Bjömss. Ný verzlun. Laugardaginn 21. nóvember s. 1. opnaði Sigurjón Sigurðsson verzlun í húsi sínu að Kirkjubraut 6 hér í bæ. Verzlar hann aðallega með úr, klukk- ur, skrautmuni ýmiss konar og til- búinn fatnað, einkum kven- og bama- fatnað. Afmæli: Sextugur varð Bjami Jónsson Suð- urg. 102, þ.13. þ. m. Þann 16. þ. m. átti Amfinnur Jónsson, Vesturg. 96, sextugsafmæli. Mannslát: Elzta kona bæjarins látin. 12. des lézt Guðrún Jónsdóttir ekkja, Suðurgötu 70 (Fögruvöllum), nær 96 ára gömul. Hún var fædd 4. jan. 1858 í Keflavík (syðra). 1882 giftist hún Guðmundi Lýðssyni og bjuggu þau í Traðarkoti (rétt hjá Presthús- um) öll sin samvistarár. Guðmund- ur drukknaði i róðri (með Oddi í Presthúsum) 7 .apríl 1918. Guðrún var blind 20 siðustu ár ævinnar, og naut frábærrar umhyggju tengda- dóttur sinnar, Ingibjargar Sigurðar- dóttur á Fögruvöllum. Hátíðaguðsþ jónustur: / Akraneskirkju: Aðfangadagskvöld jóla, kl. 6. Jóladag, kl. 2. Gamlaárskvöld, kl. 6. 2. nýjársdag, kl. g (sérstök fyrir- bæn fyrir sjómönnunum). / Innra-Hólmskirkju: Jóladag, kl. 2. Nýjársdag, kl. 2. Hús fiytur búferlum. 21. nóvember s. 1. var húsið Fögru- vellir flutt af lóðinni nr. 70 við Suð- urgötu hér í bæ, þar sem það hefur staðið í go ár, eða síðan það var reist árið 1903, á lóðina nr. ngB við Vesturgötu. Var húsið, sem er járn klætt timburhús, flutt í heilu lagi og tókst flutningurinn með ágæt- um þannig að hvorki brotnaði svo mikið sem ein rúða í þvi né heldur að það skekktist hið minnsta við flutninginn. AKURNESINGAR! Bœkur Menningarsjóðs og Þjóvina- félagsins eru komnar. Vinsamleg- ast vitjiö þeirra sem fyrst. * Góðar bækur eru beztu jólagjafirnar. Qleðileg jól! Bókaverzl: Andrés Níelsson hf —Sími 85 — TIL JÖLANNA! Nú sem endranœr höfum vér lagt áherzlu á áð hafa sem mest og bezt úrval af ýmsum jólavarningi og tœki- fœrisgjöfum fyrir alla: I MATARBÚÐINNI: Úrvals kjöt, — Hangikjöt, — Rjúp- ur og alls konar álegg — ofl. I NtLENDUVÖRUDEILDINNI: ALLT í JÓLABAKSTURINN. I VEFNAÐARVÖRUDEILDINNI: tlrval af ýmsum fatnaSi, fyrir unga sem gamla, svo sem: Undirkjólar, Skyrtur, Sloppar, Sokk- ar í miklu úrvali, Treflar og Hanskar, ofl. ofl. ENNFREMUR: Mikið af fallegum leikföngum, nú þegar, og væntanlegt frá Vestur-Þýzkalandi alls konar góS og falleg leikföng nú um helgina. ALLT Á SAMA STAÐ Þórður Ásmundsson hf Skartgripir úr gulli og silfri. Íslenzkir silfurmunir. 0 Sænskir nýsilfurmunir, hið þekkta Amsterdam munstur. Hollenskt silfur. Danskt silfurplett. Danskar „CUNÍT“ vörur, ódýrar, vandaðar, sem nú eru að riðja sér til rúms. Kristall, körfur og vasar. Hin vönduðu ,.NIVADA“-úr, nýkomin frá Sviss. Eigum von á úrvali aí hinum þakktu SMITHS-klukk- um við allra hæfi. BRAUNS rafmagnsrakvélar. -— Margt, margt fl. j ★ FALLEGASTA JÓLAGJÖFIN FÆST 1 Úra- og skartgripaverzlun HELGA JÚLÍUSSONAE & CO. Skólabraut 30. GLEÐILEG JÖL!

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.