Bæjarblaðið - 16.09.1954, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. september 1954
BÆ J ARBLAÐIÐ
3
1.
Ég ihefi stundum undanfar-
ið birt hér í blaðinu smáþætti
um skólamál, í því skyni að
auðvelda samstarf skóla og
heimila og skýra ýmislegt í
skólalöggjöfinni, því að satt að
segja eru það enn margir, sem
gera sér ekki fullljóst, hvernig
skólakerfi vort starfar. Er það
skiljanlegt, þar sem ekki er
— SLYSAVARNIR
Framhald af 2. síðu
vel á heimilum, þar sem sýnd-
ur er mikill og góður áhugi á
því, að vernda börnin fyrir
slysum innan húss. Þeir, sem
hafa ekki ástæður og efni á
slíku eftirliti, hafa e'kki ástæð
ur og efni á að ala upp börn.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að fullorðnir verða fyrir
bifreiðum í þéttbýli borga og
bæja, þar sem umferð er mik-
il, þótt ekki sé um að kenna
kæruleysi eða glannaskap af
þeirra hálfu. Má í þessu sam-
bandi nefna, að jafnan þarf að
gæta varúðar, þegar farið er
út úr bifreið, ef það er gjört
þeim megin, sem 'snýr að um-
ferðinni, eða ef gengið er fyrir
hana til þess að komast yfir
götu. Stór bifreið, t. d. lang-
ferðabifreið eða strætisvagn,
sem ekki sést upp yfir, jafn-
gildir þá „blindu horni“ við
götu eða fyllilega það. Þegar
gengið er fram hjá slíkum
vagni, hvort heldur að framan
eða aftan, verður jafnan að
aðgæta, hvort bifreið sé á ferð
hinummegin. Til þess að skipu-
leggja umferð og verja 'slysum
á fjölförnum gatnamótum eru
notuð umferðaljós, eins og
kunnugt er úr Reykjavík, og í
varnaskyni er fyrirskipaður
einstefnuakstur á ákveðnum
götum. Til að auka öryggi
barna og gamalmenna og raun-
ar allra hefir verið stungið upp
á því, að loka ákveðnum göt-
um fyrir bifreiðaumferð. Verða
þær þá tryggar fyrir vegfar-
endur og þar geta börn verið
éhult að leik, en víða er svo
ástatt, að leikvellir eru strjálir
og bömin 'hafa hvergi svigrúm
hjá heimili sínu nema á göt-
unni. Til slíks eru helzt valdar
mjóar götur, þar sem jafnvel
vantar gangstéttir. Á þjóðveg-
um er vegfarendum oft hætt,
þar sem vegir eru mjóir, ekið
í báðar áttir og engir stígar
handa gangandi fólki meðfram
akbrautinni. Á slíkum vegum
verður að ganga á hægri veg-
arbrún, með þvá að þá er kom-
ið á móti bifreiðunum. Þegar
skuggsýnt er orðið, á að hafa
á sér hvítan dúk (klút) eða
ljós í hendi (vasaljós), til þess
að bifreiðarstjórinn verði veg-
farandans var.
f næstu grein mun verða
drepið á slysahættu af öðrum
orsökum.
ýkjalangt, síðan ný skólalög
gengu í gildi á landi hér, og
hér á Akranesi var það fyrst á
síðasta skólaári, sem þau komu
til fullra framkvæmda með
stofnun fjórða bekkjar, gagn-
fræðabekkjarins, en það tekur
nokkur ár að koma skólalöggjöf-
inni í iframkvæmd.
Ég skal nú endurtaka sumt
hið veigamesta í framhalds-
skólakerfinu. Börnin koma nú
í framhaldsskóla 13 ára og eru
skólaskyld til fimmtán ára ald-
urs eða í tvö ár. Þessir tveir
neðstu bekkir nefnast unglinga-
deild, og sums staðar eru skól-
arnir aðeins unglingaskólar. Nú
geta þeir nemendur, sem þess
óska haldið áfram námi og bætt
við einiun vetri enn, þriðja
bekk, sem lýkur með miðskóla-
prófi. Þá eiga nemendur kost
á því að ganga undir svokallað
landspróf miðskóla, sem tryggt
getur þeim rétt til inngöngu i
menntaskóla og kennaraskóla.
Éæstir skólar hafa efni eða
nemendafjölda til þess að hafa
sérstakar landprófsdeildir, en
leitast þó flestir við að haga
kennslunni í bóknámsdeildum
þannig, að duglegir nemendur
geti með nokkrum viðbótar-
undirbúningi gengið undir
landspróf. Stærri skólarnir hafa
hins vegar sérstakar lands-
prófsdeildir.
Að loknu miðskólaprófi get-
ur nemandinn, ef hann hefir
staðizt landspróf og hlotið lág-
markseinkunnina 6.00, farið í
aðra skóla, sem krefjast þessa
lágmarks. En hann getur líka,
ef hann hefir hlotið lágmarks-
einkrmnina 5.00 í miðskóla-
prófi, sezt i 4. bekk og lokið
gagnfræðaprófi.
Fjórðu bekkirnir eru merki-
leg nýjung. Skólarnir eru
nokkru frjálsari um val og með-
ferð námsefnis en í öðrum
deildum. Þar getur t. d. verið
hagkvæmt að fara nokkuð eftir
staðháttum og atvinnumögu-
leikum á hverjum stað. 1 4.
bekk hér var á s. 1. vetri lögð
allmikil áherzla á vélritun og
bókhald, með tilliti til þess, að
margt gagnfræðinga fær vinnu
við verzlunar- og skrifstofu-
störf, enda er gert ráð fyrir,
að þeir, sem lokið hafa gagn-
fræðaprófi eftir fjóra vetur,
gangi fyrir um ýmis störf. Aðr-
ar námsgreinar í þessari deild
hafa verið hér hjá okkur: fs-
lenzka, (aðallega ísl. bókmennt-
ir, fornar og nýjar, réttritun
og ritgerðir), enska og danska,
fslandssaga, þjóðfélagsfræði,
heimilishagfræði, heilsufræði,
(við þá námsgrein þyrfti endi-
lega að bæta hjálp í viðlögum)
handavinna og íþróttir. Mikill
skortur er það hér að hafa ekki
aðstöðu til að kenna matreiðslu,
bæði stúlkum og piltum. En
ekki er liklegt að viðhlítandi
aðstaða til þess fáist fyrri en
nýtt gagnfræðaskólahús rís hér
af grunni, en þess getur ekki
orðið langt að bíða. Nauðsyn-
in segir til sín. Komið hefir til
mála að auka handavinnunám
pilta með því að gefa þeim kost
á bókbandsnámi, en það er
námsgrein í mörgum skólum.
Handavinnukennsla er hér
annars allmikil, enda skipt í
bóknáms- og verknámsdeildir
svokallaðar.
II.
Skiptingin i bóknáms- og
verknámsdeildir er ein merk
asta nýjung núgildandi fræðslu
laga. Með henni má ætla, að
kennslan komi að meiri og al
mennari notum.
Nemendur sjálfir og aðstand-
endur þeirra velja um deildim
ar, þegar á fyrsta skólaári. Þetta
er vandasamt val og ríður á
því að vel sé um það hugsað.
Skólastjóri og kennarar gefa
ráðleggingar þessu viðvíkjandi,
ýrnist sjálfkrafa, ef þeim þykir
ástæða til, að til kvaddir af
foreldrum. Veltirr á miklu, að
vandamenn unglinganna reyni
að gera sér sem ljósasta hæfi-
leika unglinganna og hvert hug-
ur þeirra stefnir einkum. Er
það vissulega erfitt að segja um
slíkt til nokkurrar hlítar á svo
ungum aldri. Þó þykir rétt, að
beina þeim unglingum ákveð-
ið í bóknámsdeildir, sem sýna
óvíræða bóknámshæfileika eða
hafa hugsað sér eitthver ákveð-
ið framhaldsnám. Auðvitað
fara margir prýðilegir nemend-
ur í verknámsdeildirnar líka.
Munurinn á þessum deildum
er allmikill. Einkum sá, að i
bóknámsdeildunum eru kennd-
ar fleiri bóklegar greinar og
minni handavinna. Kennslan
er þar í all-bundnum skorðum,
þvá að þótt smærri skólamir og
miðlungsskólarnir hafi yfirleitt
ekki landsprófsdeildir, leitast
þeir, eftir megni, við að haga
kennslunni við landsprófsefni,
svo að duglegir nemendur þurfi
ekki ýkja mibla viðbótar-
kennslu til að standast slíkt
próf. En þar sem lokaprófið sér
er almennt gagnfræðapróf, er
mest miðað við það, enda fleira
kennt en landsprófsgreinar.
Stefnan í skólamálum um land
allt virðist vera 'sú, á síðustu
árum, að losa skólanemendur
sem mest undan klafa lands-
prófanna en leggja alla stund á
sem lífrænasta og frjálsasta
kennslu. En um það mál er
ekki staður né stund til að ræða
hér.
Margir hafa misskilið tilgang
verknámsdeildanna svonefndu.
Hafa haldið að þær ættu að
veita eins konar iðnfræðslu. Það
Á haustmánuði
/ daprar hlíðar drjúpa úrgar skurir
og dimmum éljum sveipast fjallakollar.
Á túni og engi sitja svalir pollar,
og suSur í mónum hnípin rjúpan kúrir.
HljöSnaSur er í laufi léttur söngur.
Leggja nú bændur senn af staS í göngur.
LagSprúSar ærnar ganga senn á garSann
meS gimbrum sínum, Ijónfráum og skjörrum,
þroskuSum vel í kjarngresi og kjörrum,
krafturinn endist þeim um vetur harSan.
Sœllegar kýrnar kveSja tún og haga,
kyrrlátar minnast bjartra sumardaga.
LiSiS er sumar eitt af mannsins ævi,
eilífSin vakir bak viS myrkan vetur.
Lífverur allar þess aS birti betur
bíSa. •— En ölduhljóS frá dimmum sævi
minna oss æ á feigS og fallvaltleikann,
og fölnandi strá á vetur hœrubleikan.
RAGNAR JÖHANNESSON.
hefur aldrei verið ætlunin, og
iðnréttindi veita þær engin. Til-
gangurinn er að æfa hug og
hönd við vinnu, undir stjórn
góðs kennara. En enginn neitar
þvá heldur með sanngirni, að
hverjum manni sé það gagn-
legt og jafnvel nauðsynlegt,
hvaða lifsstarfi, sem hann ann-
ars kann að sinna, að kunna
undirstöðuatriði í trésmíði,
rennismíði, tréskurði, fatasaum
og útsaumi.
En sumir telja rétt og sjálf-
sagt, að í verknámsdeildunum
sé nær engin bókleg kennsla.
Þetta er slæmur misskilningur
og sýnir mikla lítilþægni fyrir
hönd unglinganna og menntun
ar þeirra. Ekki gengur það að
slaka á kröfunum um almenna
skyldúfræðslu, en það væri
gert, ef eftir ráðum þeirra
marrna væri farið, sem með
þessu vildu stytta bóklegt nám
um 'heilan vetur, frá eldri skóla-
skyldunni, sem var til 14 ára
aldurs. I verknámsdeildum þarf
engu síður að leggja áherzlu
á almenna bóklega fræðslu og
taka tillit til þess, að ætla má,
að þær deildir sæki einkum
þeir, sem ekki fari í aðra skóla
eða stundi meira nám. Eru
námsgreinar þar þó færri.
Mannkynssaga er ekki kennd
þar, lítið af landafræði og nátt-
úrufræði, og ekki nema önnur
námsgreinin í senn. Aðal-
TRÉSMÍfiAVÉLAR
til sölu. — Lysthafendur snúi sér til
INGÓLFS JÓNSSONAR.
áherzla er lögð á íslenzku og
reikning, og eru kennslustund-
ir í þeim greinum sízt færri
en i bóknámsdeildum. Þá er þar
nokkur tungumá 1 akennsla, og
sér höfum við haft þann sið
að kenna bæði ensku og dönsku
í efri bekkjum verknámsdeilda,
þótt sumum finnist það helzt
til mikið.
Svo er handavinnukennsla að
sjálfsögðu miklu meiri i verk-
námsdeildum. T. d. voru í 4.
bekk í vetur 1 o verklegar stund-
ir (vélritun og teikning með-
talin).
Þá er rétt, að fólk hafi það í
huga, að hægt er að skipta um
deildir, ef nemandi óskar, þótt
komið sé fram á vetur. En oft
vill sú skipting verða nemend-
um, ef seinna er skipt en eftir
hálfan, eða jafnvel heilan vetur,
allerfið. Þó hafa duglegir og
viljafastir unglingar sigrazt á
þeim erfiðleikum með prýði.
Ég hefi á hausti hverju haft
sérstaka viðtalstíma fyrir nýja
nemendur og vandamenn
þeirra, og svo verður að sjálf-
sögðu enn, og mun ég auglýsa
það síðar. Ég vil vinsamlega
hvetja aðstandendur nýrra
nemenda til þess að koma til
min og ræða við mig um deild-
arvalið. Má vera, að þá verði
hægt að gefa leiðbeiningar, sem
að haldi mega koma, enda þótt
ég vilji ekki taka á mig þá á-
byrgð, (sem mér ber heldur
ekki skylda til) að ákveða bein-
línis í hvora deildina einstakir
nemendur skuli setjast, enda
er hið unga fólk flest ókunnugt
mér, er það kemur fyrst. —
Vona ég, að margir verði við
þessari málaleitun minni, enda
getur þá margt borið á góma,
sem hollt getur verið báðum að-
ilum að ræða um, — eða svo
hefir mér reynzt á undanförn-
um árum.
Ragnar Jóhannesson.