Bæjarblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. desember 1955
BÆJARBLAÐIÐ
5
TIL ESSHÁ
Frostsins gómar fœr&u í kaf
flest á blóma dögum.
Mínir hljómar helgast af,
huldra dóma lögum.
Ik sUungsveiðum
í Úlfsvotni
Eftirfarandi ferðasaga er prófritgerð, rituð af
Páli Jónssyni frá Bjarnastöðum í Hvítársíðu, en
hann er nemandi í Iðnskólamim á Akranesi. —
Hlaut hann ágætiseinkunn í íslenzku við burt-
fararpróf í þeirri námsgrein s. 1. vor.
Leiöin stranga lamar gang
— litar vanga saga —
Berist angan blóms í fang
birtir langa daga.
Vetrar myndir fæla friö,
fylla lyndiö trega.
Því skal binda vonir viö
voriö yndislega.
DULVIN.
— LEIKFELAGIÐ . .
Framhald af 1. síðu.
langmest af þeim, sem með
fer, er tvímælalaust hlutverk
Sigvalda prests á Stað. Veltur
mikið á því, hversu tekst um
allan leikinn.
Leikfélagið hefir verið svo
heppið að fá í þetta hlutverk
Þórleif Bjarnason, sem gat sér
mikinn orðstír í meðferð þess
á ísafirði fyrir átta árum.
Er því óhætt að fullyrða, að
hlutverkið er í góðum hönd-
um, enda skiptir það mestu
máli.
Með önnur hlutverk fara:
Ólafur Jónsson, Sigríður Ól-
afsdóttir, Sigríður Sigmunds-
dóttir, Þóra Hjartar, Björg
ívarsdóttir, Sigurlaug Árna-
dóttir, Þorgils Stefánsson, Arn-
mundur Backmann, Margrét
Jónsdóttir, Inga Hjartar, Ragn-
ar Jóhannesson, Karl Ragnars-
son, Hólmgeir Pálmason, Al-
fred Einarsson og Valtýr
Benediktsson.
Æfingar hafa gengið vel og
tafalítið, og má búast við, að
leikritið verði tilbúið til sýn-
inga um jól eða upp úr þeim
Leiktjöld og húsgögn eru
smíðuð hér af leiksviðsstjóran-
um, Gísla Sigurðssyni, og að-
stoðarmönnum hans, en Lár-
us Árnason málarameistari
málar þau. Búningar verða
fengnir að láni frá Þjóðleik-
húsinu.
— SKÁKÞING AKRA-
NESS ....
Framhald af x. síðu.
því miður er ekki um auðug-
an garð að gresja þar, því að-
eins mun ein skákbók hafa
komið út hér á landi, og það
fyrir löngu, og því ófáanleg.
Úr þessum bókaskorti bætir
þó mikið hið ágæta tímarit
SKÁK sem kemur út annan
hvern mánuð, mjög vandað
að efni og frágangi. — Vilii
einhver gerast áskrifandi get-
ur hann snúið sér til Hjálm-
ars Þorsteinssonar Vesturg.
115, eða í síma 273 (Karl
Helgason kennari).
I 3. fl. urðu þessir efstir:
1. Birgir Þórðarson 11 v.
2. Ingimar Hansson 11 v.
3. Guðni Þórðarson 10 (4 v.
4. Sigurgeir Ingvason 8j4-
5. Þorvaldur Guðjónss. 7M21
Þeir Birgir og Ingimar flytj- [
ast báðir upp í 2 fl. þar eð
þeir fengu yfir 80% vinn-
inga. — Alls voru 15 kepp-
endur í 3. fl.
— H.Þ.
Það er sólbjartur júlímorg-
unn árið 1953. Við erum
staddir á reisulegu sveitabýli.
Umhverfið er sumarfögur sveit
í Borgarfirði. Á hlaðinu standa
fimm föngulegir gæðingar,
tygjaðir hnökkum, klyftösk-
um og reiðingum. Þetta er
nokkuð fátíð sjón á öld drátt-
arvéla, bifreiða og flugvéla.
Frá því skal nú greina, hverju
þetta sætir.
Kunningi minn og ég höfð-
um ákveðið að taka okkur
sumarfrí, og fyrirhugað var að
fara inn á Arnarvatnsheiði til
silungsveiða.
Vildi ég nú bjóða þér, les-
andi þessara lína, í leiðangur-
inn með okkur, þó að það
verði aðeins í huganum, og
því ekki nema svipur hjá
sjón og raun. Við höfðum nú,
eins og góðum ferðamönnum
sæmir, gætt að þvi, að allir
nauðsynlegir hlutir til slíkrar
ferðar væru á sínum stað, svo
sem pottur og prímus, olía og
öll nauðsynleg matföng.
Betra er líka að gæta að
fótabúnaði fákanna, því að
ekki er gott að tipla sárfættur
um eggjagrjót og hraun.
Og svo var setzt í hnakk-
inn og rokið af stað inn sveit
ina í átt til óbyggða og öræfa
Klárarnir voru röskir og vilj
ugir, enda teknir þeir beztu.
sem völ var á. Við komum vic
á innsta bænum — Fljóts
tungu — um hádegið og feng-
um þar hressingu, þá síðustu,
áður en menning og manna
byggðir voru yfirgefin.
Síðan var lagt af stað inn
gömlu götuslóðana yfir Hall
mundarhraun og Norðlinga
fljót, framhjá Hraunkarlinum
sem til að sjá lítur út eins og
mikilúðlegur öldungur, sem
starir út yfir sveitina, en er
bara venjulegur hraimgrýtis-
klettur, ef nær er komið.
Hjá Surtshelli er staldrað
við og sem snöggvast skyggnzt
niður í kolsvart gímaldið. Kalt
og fúlt saggaloft leggur mót
vitum manns, þegar niður er
komið. Ömurleg og köld hefur
vistin verið hjá útilegumönn-
unum, sem forðum höfðust
þarna við.
Enn má sjá ógrynni af bein-
um, sem varðveitzt hafa í
hellinum, frá því er þeir
bjuggu þar. Sagt var, að þeir
hafi smalað afréttinn á haust-
in, áður en bændurnir í byggð-
inni fóru í göngur. Ráku þeir
féð í hópum niður um op,
sem er á helhsþakinu, og hef-
ur það limlestst og rotazt, er
það hrapaði niður í mðina,
10—20 metra niður í jörðina.
Enn ríðum við inn Hall-
mundarhraun og fram með
Norðlingafljóti, kolgráu af
jökulleir, því að nú leysir sum-
arhitinn sem óðast jökla og
skafla í fjallahlíðum heiðanna.
Vopnalág er góður áning-
arstaður, grasi gróinn skorn-
ingur, líkastur uppgrónum ár-
farvegi og lítið meir en tvær
mannslengdir á breidd. Þar
komu byggðamenn að hellis-
mönnum sofandi og unnu þá
flesta. Höfðu hellismenn þá
farið til fanga inn á Arnar-
vatnsheiði og lögðust til hvíld-
ar í láginni. Lágu þeir and-
fætis og höfðu stungið vopn-
um sínum á oddinn í jörðina
við höfuð sér. Tókst byggða-
mönnum að ná vopnum þeirra
og vega þá, sem fræknastir
voru, áður en þeir vöknuðu.
Lögðu hinir þá á flótta, því
að þeir máttu sín einskis vopn-
lausir á móti fjöldanum. Vorr
þeir eltir út um víðan völl.
bæði um byggðir og óbyggðir.
og vegnir, er þeir náðust
Mörg örnefni í Hvítársíðu og
grennd eru tengd við hellis-
menn, þar sem þeir áttu að
hafa verið vegnir.
En nú er bezt að fara að
gæta að hestunum, svo að við
týnum þeim ekki út í busk-
ann.
Nú var þeyzt í einum
áfanga að Úlfsvatni, en það
er ákvörðunarstaðurinn. Þar
var allt leyst af blessuðum
klárunum, svo að þeir mættu
hvílast og fylla sig á sílgrænu
nýgresinu. Við fórum að koma
upp tjaldi og huga að mat-
föngum, því að síðasta mál-
tíðin var búin að hossast nið-
ur í okkur eftir fimm klukku-
stunda þeysireið.
Er við höfðum kýlt vambir
okkar, löbbuðum við niður að
vatninu með silimganet og
veiðistangir, þvi að nú skyldi
reyna á það, hvort við vær-
um nokkrir veiðimenn.' Ekkert
hafði verið til sparað með
veiðarfæri og útbúnað hvers
konar, svo að það gat ekki
staðið í vegi fyrir góðum afla.
Við láginn svo þarna við
Ulfsvatn í þrjá daga og lifð-
um ánægjulegra lífi en nokkr-
um kóngi er kleift. Við veidd-
um, átinn, sóluðum okkur,
syntum, sváfum og létum
hverjum degi nægja sína þján-
ing.
Áhyggjur allar voru skild-
ar eftir í byggðinni. Enginn
getur lýst með orðum þeim
tilfinningum, sem grípa mann,
þegar maður vaknar heitan
og bjartan sumarmorgun uppi
á regin heiði við það, að
hundruð mjallhvítra svana
hefja upp lofsöngirin sinn
margraddaða til sólarinnar,
sem hellir heitum geislum sín-
um yfir allt og alla, um leið
og hún gægist upp fyrir glans-
andi hreinan og fagran skalla
Eiríksjökuls.
Hversu fjarlægar eru þá
ekki áhyggjur og amstur, stríð
og mannhatur? Það er eins
og guðleg máttarvöld snerti
hjarta manns og fylli huga
manns gleði, fegurð og kær-
leika til alls og allra, og til
þess, sem veitir manni þetta
allt. Því fá engin orð lýst.
Tíminn þaut frá okkur, og
áður en við vissum af, var
kominn tími til brottferðar.
Örlög sín og skyldur fær
enginn flúið, hvað langt sem
farið er inn á heiði, og þvi
var haldið heim aftur til
skyldustarfanna, sem þar biðu.
Heima var okkar og silungs-
ins beðið með óþreyju, sil-
ungsins var beðið til þess að
sjóða hann og eta, en okkar
var beðið í von um að heimta
okkur heila heim úr langri
ferð og svo til þess að segja
ferðasöguna. Hér er hún öll.
D«9bl«ðið TfMINN
Um næstu áramót verður TlMINN 12 síður daglega og eykst fjölbreytni blaðsins og lesmál við
það um þriðjung. — TÍMINN kostar aðeins 15 kr. á mánuði. — Gjörist áskrifendur strax, og
þér fáið blaðið ókeypis til áramóta. — Jólablað TlMANS flytur smásögur og margs konar fróð-
leik. — Afgreiðsla hjá GUÐMUNDI BJÖRNSSYNI, sími 199.