Bæjarblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 1
B/EJARBLAÐI8
5. argangur.
Akranesi, laugardaginn 17. desember 1955
18. tölublað
! B/EJARBLAÐEÐ
fæst á eftirtöldum stöðum
Verzlunin Brú,
Veiðarfærav. Axels
Sveinbjörnssonar,
Bókaverzlun Andrésar
Níelssonar.
Verzl. Einars ólafssonar.
$(okkvilföið fœr nýja slökbistöð
NÝR BRUNABÍLL MEÐ HÁÞRÝSTITÆKJUM HEFUR BÆTZT VIÐ.
TVÆR VERZLANIR í
NÝJUM HÚSA-
KYNNUM.
í sumar og haust hefir verið unnið að byggingu
nýs húss fyrir Slökkvilið Akraness og tæki þess.
Er það nvi nær fullbúið, og er allstórt, eða um
160 fermetrar að flatarmáli.
Húsið er einlyft, steinsteypt
og einangrað. Bílasalurinn
rúmar þrjá stóra brunabíla,
en þeir eru enn aðeins tveir
og er það rúm, sem afgangs
er, notað fyrir dælur og ann-
an -nauðsynlegan útbúnað.
Auk bílasalarins eru i hús-
inu herbergi, sem í framtíð-
inni er ætlað fyrir skrifstofu
og varðstofu. Þá er salerni og
forstofa.
Er það tvímælalaust, að með
þessum stækkaða húsakosti
hefir slökkviliðið fengið mjög
bætta aðstöðu til starfs síns.
Slökkviliðsstjóri, Finnur Árna-
son, telur, að brátt muni líða
að því, að stöðugur vörður
verði settur í stöðinni, svo
sem nauðsynlegt er talið i
hinum stærri bæjum.
NÝI BRUNABlLLINN.
Þá er að geta þess, að stöð-
inni hefir bætzt nýtt og harla
gott tæki, sem er nýr bruna-
bíll búinn fullkomnustu tækj-
um.
Bíll þessi kom hingað þann
15. nóvember s. 1. og er búinn
háþrýstitækjum. Upphaflega
er bíllinn keyptur af varnar-
liðinu, en Erlendur Halldórs-
son í Hafnarfirði, eftirlitsmað-
ur brunamála, sá um endur-
gerð hans og lagfæringu.
— Þessi nýi bíll gerbreytk
öllu slökkvistarfi hér; segir
Finnur Árnason. Svo miklu
fullkomnari er sú nýja aðferð,
sem beitt er á þessum nýja
bíl. — Með gömlu aðferðinni
var reynt að halda eldinum í
skefjum þannig að loka öllum
opum i húsum þar, sem eldur
kom upp, og oft er þá reykur-
inn hin versta tálmun i vegi
slökkvistarfsins. En þegar þessi
bíll er notaður, er opnað út
Skdhþingi Akraness lokió
Skákþing Akraness hófst 20. okt. síðastl., og
er keppni nýlega lokið í öllum flokkum.
I 1. fl. sigraði Gunnlaugur
Sigurbjörnsson og hlaut 5
vinninga, og varð þar með
skákmeistari Akraness 1955.
Er hann það í þriðja skipti.
Annar varð skákmeistarinn
frá því í fyrra, Guðmundur
Bjarnason og hlaut 4V2 vinn-
ing. Munaði litlu að hann
hefði hlotið 5 vinninga og
hefðu þeir þá teflt einvígi,
hann og Gunnlaugur. Guð
mundur átti sennilega eina
biðskák við Ingimund Leifs-
son, en sú skák tefldist þá
niður í jafntefli og missti Guð-
mundur þar með tækifæri til
þess að tefla einvígi um skák-
meistaratitilinn. En í kapp-
skák Gunnlaugs og Guðmund-
ar sigraði Guðmundur.
Þriðji i 1. fl. varð Árni
Ingimundarson og hlaut 4
vinninga. Fjórði Hjálmar Þor-
steinsson 3V2 vinning fimmti
Þórður Egilsson 2 vinninga
sjötti Iingimundur Leifsson 1
vinning og sjöundi Leifur
Gunnarsson t • vinning.
I 2. fl. urðu úrslit þessi:
1. Geir Vestmann 4 v.
2. Hallur Bjamason 4 v.
3. Magnús Finnbogas. 3 v.
4. Bjarni Th. Guðm. 2 v.
5. Dieter .1. Reimann 1 v.
6. Jón Ólafsson 1 v.
Þeir Geir og Hallur flytj
ast báðir upp í 1. fl. þar sem
þeir hlutu 80% v.
Þátttaka í skákþinginu ;
haust var sæmileg i 1. og 2.
fl. og ágæt í 3. fl.
Er ánægjulegt að sjá hve
margir unglingar taka þátt i
mótinu, og virðast hafa áhuga
á skák. Væri vonandi að sá
áhugi næði einnig til hinna
eldri, svo að skáklif mætti
blómgast hér á staðnum.
I haust kom hingað Frey-
steinn Þorbergsson skákmeist-
ari frá Rvík, og kenndi og
skýrði skákir fyrir félögurr
nokkur kvöld. Fyrir utan
kennslu skákmeistara er einn
ig gott að hafa shákbækur vif
hendina og læra af þeim. Er
Framhald á 5. síðu
og reynt að finna eldinn sem
fyrst, enda miklu þægilegra
og fljótlegra. Þessi nýju tæki
vinna líka mjög bug á reykn-
um þeim mikla óvini allra
brunaliðsmanna. Háþrýstitæk-
in framleiða úða, sem hrekur
reykinn á undan sér og eyðir
honum, kælir og frystir.
MINNI VATNSAUSTUR.
Þá má telja það til höfuð-
kosta nýja bílsins, að hann
eyðir miklu minna vatni en sá
eldri, þar sem hann notar úða.
Verður þá minni vatnsaustur
inn í hin brennandi hús, og
ættu því minni skemmdir að
verða, en svo sem kunnugt er,
verða stundum litlu minni
skemmdir af vatni en eldi.
GAMLI BÍLLINN.
Eldri bíllinn verður að sjálf-
sögðu notaður áfram, enda er
hami í góðu ástandi. Hann
kom hingað 16. júni 1947,
þá nýr.
SLÖKKVILIÐIÐ ENDUR-
SKIPULAGT.
Slökviliðið verður endur-
skipulagt bráðlega og fjölgað
í því. Er þá búizt við, að í því
verði 35—40 manns.
Skipulagt slökkvistarf hófst
hér í bæ á árunum 1932—
1933-
Fyrir nokkru síðan flutti
verzlunin Skemman úr
Suðurgötunni og í nýtt hús-
nœÖi í nýju stórhýsi við
Skólabraut. Hinum megi í
sama húsi er vefnaðar- og
skóvörudeild Kaupfélags
SuSur-BorgfirSinga.
Báðar þessar búðir eru hin-
ar smekklegustu að innréti-
ingu og híbýlaprýði.
Skólabrautin er nú að verða
mesta verzlunargata bæjarins.
Við hana eru nú 10 eða 11
búðir sem setja mikinn svip
á götuna og bæinn. Mikil
nauðsyn er á að gangstétt
komi sem fyrst norðanvert við
götuna líka.
leikiéliijiijl sfir leikrii Nann og
konu eftir Jón Thoroddsen
LEIKSTJÓRI: HÓLMGEIR PÁLMASON.
Leikfélag Akraness lætur nú skammt stórrt
högga milli. Eftir að hinum vel heppnuðu sýn
ingum á „Jeppa á Fjalli“ lauk, var hafizt handa
um að æfa „Mann og konu“. Á það vel við ai
sýna klassískt erlent gamanleikrit, en síðan ram
íslenzkt leikrit, sem jafnframt er ágæt þjóðlífs-
lýsing á liðinni öld.
Eins og kunnugt er, er leik-
rit þetta samið upp úr sam-
nefndri skáldsögu Thorodd-
sens, en hún og „Piltur og
stúlka" hafa verið almennings-
eign frá útkomu þeirra (,,Pilt-
ur og stúlka“ er lesin bók-
menntalega í 4. bekk gagn
fræðaskólans hér). Sonar-son
ur skáldsins hinn fjölhæí:
listamaður, Emil Thoroddsen
sneri sögunni í leikrit, en auð
vitað var slíkt ekki hægt, ár
þess að breyta henni nokkuð
fella úr og auka við. Þó halda
persónurnar sér mjög vel.
I fyrstu var leikritið mjög
langt, en hefir nú verið stytt
niður í hæfiega lengd. „Mað-
ur og kona“ var leikið hér
veturinn 1938, og mun það
hafa verið eldri gerðin og
lengri, sem þá var sýnd.
LEIKSTJÓRINN.
Leikfélagið hefir fengið
Hólmgeir Pálmason til að
stjórna þessu leikriti. Hann er
Eyfirðingur og Akureyringur
og hefir mikið fengizt við leik-
list þar nyrðra, hefir leikið
mikið með Leikfélagi Akureyr-
ar um 12—14 ára skeið og
nokkuð fengizt við leikstjórn.
LEIKENDURNIR.
Aðalhlutverkið, og jafnframt
bað hlutverkið, sem krefst
Framhald á 5. síðu.
NÝ VERZLUN OPNUÐ
Á SKÓLABRAUT 19.
Viðtækja- og húsgagna-
verzlun Akraness.
Þjóðleifur Gunnlaugsson
umboSsmaSur ViStœkja-
verzlunarinnar hefir opn-
aS nýja búS á Skólabr. 19.
Eru þar til sölu alls konar
útvarpsviðtæki, bæði stór og
smá.
Auk þess eru þarna á boð-
stólmn húsgögn ýmiss konar,
, málverk og myndir.
Hátíð barnanna.