Freyr - 01.12.1924, Blaðsíða 4

Freyr - 01.12.1924, Blaðsíða 4
4. SÍÐA F R E Y R F R E Y R Heimilisblat? Kemur út mánabarlega. Ver3 Sl.r.O a ftrl. Borgist fyrirtram. Útgefandi: S. B. BBNEDICTSSON. 760 Wellington Ave. Winnipeg, Manitoba, Canada. Prenta'5 hjá THE CITT PRINTING & PUBL. CO. WINNIPEG, DESEMBER, 1924 Freyr kemur fram á sjónarsviðiS full- ur vonar um góða framtíð. Hann lofar að flytja fróðleik og skemtun inn á livert það heimili sem hann fær að koma. Aðalstefna hans er að fræða og skemta. Hann talar bæði í gamni og alvöru eftir ástæðum. Hann ann sannleik, fegurð og réttlæti. Hann vill vera ófölsk rödd frelsisins. Hann ann bind- indi og dýraverndun, skáldskap og listum. Hann vill gera sitt bezta til að tryggja þjóðernis- böndin meðal íslendinga. Hann ætlar að sneiða alveg hjá flokks málum, sérstaklega í kirkju- málum og stjórnmálum. Hann ann skoðanafrelsi, ritfrelsi/ og málfrelsi. Hann vill engan meiða, en alla gleðja. Hann ætlar að flytja sögur og Ijóð, fróðlegar ritgerðir, skrítlur, fréttapistla og smálvegis um hitt og þetta. Hann óskar eftir sveitafréttum, en getur ekki tekið langar ritgerðir. Vill ekki lenda í deilum, ef unt er að komast hjá því, og tekur ekki neitt, sem er persónulegt. Hann er óháður öllu valdi, nema því góöleiks valdi, sem stjórnar æðri hvötum og ástríð- um mannanna. Eg sendi hann svo frá mér með þeirri ósk og beiðni, að honum sé gefið tækifæri til að lifa og sýna, hvað úr honum getur ræzt. Með vinsemd Útgefandinn. ------0----- FREYR verður sendur öllum þeim, sem útgefandinn nær til, og þeir beðnir að veita honum viðtöku. Og þeir sem ekki hafa sent hann til baka fyrir 15. janúar 1925, verða skoðaðir sem líklegir kaupendur. Þeir sem síður vildu binda sig við heilan árgang í bráð, geta sent mér 50c sem borgun fyrir fjóra mánuði. Mig vantar reglulegan útsölu- mann við hvert pósthús. Þeir sem vildu taka að sér útsölu á Frey, geri svo vel að láta mig vita það hið allra fyrsta. Útg. ------0----- Sumir halda því fram að kirkjan hafi brugðist friðar- hugsjónum manna. Það er kanske satt að vissu leyti, en mín skoðun er sú, að þar leggi menn of harðar kröfur á hend- ur henni. Fyrst og fremst var málfrelsi hennar takmarkað á stríðstímunum. Svo saman- stendur hún af herskylduðum mönnum. Þeir urðu að fara í stríðið. Mæður þeiirra, konur og systur stóðu í kirkjunni. Þeim var ant um að stríðið ynn- ist. Hver hugsaði um sig og sína. Þjóðræknin var alstaðar eins og illur vættur. Við hana réði kirkjan ekki. Svo voru at- vinnumál og verzlunarmál vaf- in og tvinnuð saman í trúar- s’koðanir manna og kirkjulíf. Að öllu þessu athuguðu vildi eg ekki kasta þungum steini að kirkjunni. Orsakir stríðsins finnast ál öðrum sviðum. Hvenær á að ræða og rita um frið ? Á friðartímum verður það mál að ræðast, því á ófrið- artímum verður ekki hlustað á slíkt óþarfahjal. Þá eru flest- allir svo þjóðræknir, að öll mannúð og sálargöfgi verður að lúta í lægra haldi. Svo eru stríðin eins og hvert annað forlaga atriði. Þegar stríðin eru að skella á, þá er orðið of seint að hindra þau. Það er ekki svo að skilja, að þau séu ekki ávalt jafn-röng, jafn-óttaleg, jafn-djöfulleg, held- ur er það svo, að þau eru háð lögmáli orsaka og afleiðinga. Þau eru afleiðing en ekki or- sök. Til að koma í veg fyrir stríð, verður að byrja það verk löngu áður en atvikin hafa skapað stríðskringumstæðurnar. Á frið- artímum á því að ræða um frið, en ekki á stríðstímum. Þetta eru söguleg sannindi og sálar- fræðisleg vissa. -----0----- ÁTTA STUNDA VINNUDAGUR Ef átta stunda vinnudagur er nefndur á nafn, verða margir eins og boli, sem sér rauða dulu. Þeir snúa um í sér aug- unum og fara að muldra um “lata verkamenn”. Aldrei hef- ir heyrst meiri þröngsýni. Það er þó hægt að sýna, að frítímar manna hafa iðnaðar- lega þýðingu eigi síður en bein vinna. Framleiðsla erfiðismannsins verður ekki mæld eftir þeim tíma, sem hann eyðir við starfs- áhöldin. Vel eyddur frítími getur haft beina þýðingu fyrir framleiðsluna. Hann getur haft þau áhrif að auka ótakmarkan- lega þjóðlega auðlegð. í því tilfelli fær auðmaðurinn hærri hluta í sinn ágóða. En fengju nú verkamenn átta stunda vinnudag, myndu þeir þá verja frítíma sínum vel? Sem svar upp á þessa spurningu er Sví- þjóð gott dæmi til skýringar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/1347

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.