Röðull - 08.11.1925, Side 1

Röðull - 08.11.1925, Side 1
I. árg. Sumarskóli. Lífinu í sjávarþorpunurn eroftfundið sitthvað til foráttu, sumt með réttu en margt rakalítið. Og svo margt sem um það efni er talað, er næsta furðu- legt, hve sjaldan menn eiga orðastað um þá hlið þess, sem ekki er hvað síst alvarleg, en það er uppeldi ungu og einkum yngstu kynslóðarinnar. Sjálfsagt hefir margur veitt því at- hygli, hversu til hagar um uppeldi flestra barna á aldrinum 5—lOára, að sumrinu til, þegar allir, sem vetlingi valda, eru önnum kafnir við að afla heimilunum brauðs. Er það sannast mála, að allur þorri barna á þessum aldri og jafnvel allmörg eldri og yngri, eru svo að segja alveg umhirðu- og uppeldislaus alt sumarið: Þau eru lát- in út eldsnemma á morgnana og hýst með kúnum á kvöldin. Er ekki sjald- gæft, að þau sjáist ekki í heimahúsum allan daginn, en gangi fyrir sér hjá góðbúanum í óþökk allra, skyldra og óskyldra, sem unna fögrum siðum og góðu uppeldi. Þeir sem hafa veitt j>ví eftirtekt, hvað þessi umhiröulausu börn hafast að oft á tíðum, þegar þau eru saman komin í hópum, hljóta flestir hverjir að hafa fundið til þess, að þar var sitthvað öðruvísi en það átti að vera. Þó kveður að sjálfsögðu lang mest að ljótu framferði og óknyttum hjá drengjunum, enda er sjaldan í fjöl- mennum drengjahóp hörgull á fyrir- liðum, sem hafa ráð flestra hinna svo mjög í hendi sér, að þeir hlýða í blindni tii að hafa í frammi ýmislegt það, sem þeir vita vel að er Ijótt og rangt að gera (brjóta rúður, blóta, reykja o. s. frv.). Hér við bætist nú það, að árlega er kvartað yfir því, að skólaskyld börn komi oft ólæs og óskrifandi í skólana í fyrsta sinn. Er það þvert á móti til- ætlun fræðslulaganna og hlýtur altaf að verða til mikils hnekkis fyrir skól- ana. Þessvegna heyrast líka oft hávær- ar raddir um lengri skólaskyldu, stækk- uð skólahús og aukið kenuaralið, en þar sem ekkert slíkt hefir fengist fram, situr að sjálfsögðu í sama horfinu, Eskifirði, 8. nóvember 1925. 36. tbl. því í fjölmennum þorpum er illmögu- legt að hafa eftirlit með því, að börn in fái tilætlaða kenslu á meðan þau eru innan við skólaskyldualdur. Til þess nú að ráða nokkra bót á hvorutveggja því, sem að framan grein- ir: aðhaldsleysinu á sumrin og van- rækslunni á undirbúningskenslu, hefir mér hugkvæmst ráð, sem mér virðist mjög við hæfi þorpanna og getu, en það er að láta barnaskólana starfa á sumrin frá 1. júní til 1. september, og þá aðallega fyrir börn á aldrinum frá 5—10 ára og þau börn eldri, sem víst er um að ekkert gagnlegt hafast að heima fyrir, eða hafa verið van- rækt hvað undirbúningskenslu snertir áður en þau urðu skólaskyld. Að mínu viti yrði mikill ávinningur að þessu fyrirkomulagi, bæði fyrir heim- ilin, skólana og börnin sjálf og mikl- um mun hlyti þessi leið að verða ó- dýrari en það, að fjölga föstum kenn- urum, auka húsrými og hita upp fleiri kenslustofur að vetrinum, en nú er gert. Að sönnu yrði kenslutíminn fyr ir umrædd börn miklum mun styttri en fyrir hin skólaskyldu, en á móti því vegur það, að börnin .fá aðhald og uppeldi á þeim tíma ársins, sem flest heimili verða að sleppa af þeim hendinni og láta þau leika lausum hala í misjöfnum félagsskap. Og þó hér sé ekki um meira en 3ja mánaða kenslu að ræða á ári, þá þykir mér líklegt, að eftir 2—3 ár frá byrjun sumarskól- ans væri loku fyrir það skotið, að nokkurt barn — nema andlegir örkvis- ar — kæmi framar í skólana án þess að kunna það, sem heimtað er af þeim í lestri og skrift, en hinsvegar er mjög sennilegt, að flest barnanna yrðu þá búin að fá undirbúning í reikningi og öðrum skólanámsgreinum. Sennilegt er, að í flestum þorpum, landsins sé þörfin fyrir sumarskóla, eins og hér um ræðir, álíka mikil. Væri því mikils um vert, að heyra raddir úr sem flestum áttum um þetta mál, því til þess að það geti komið að almennum notum er óhjákvæmi- legt, að hið opinbera styrki sveitafé- lögin til framkvæmdanna í sama hlut- falli og styrkur þess nú er til bama- fræðslunnar. Á síðustu þingum hefir mörgu lítil- fjörlegra máli verið hreyft, en hér um ræðir. Væri því ekki ósanngjarnt að mælast til þess, að þetta verði tekið upp á dagskrá næsta þings. Og ekkert hygg ég að félli á frægð sunnmýlsku þingmannanna við það, að flytja þetta mál á komandi þingi og beita sér af alefli fyrir því, enda vona ég að þeir geri það ósleitilega. Tómas P. Magnússon. Forvextir í ýmsum ISndum. Þýskaland Holland Belgía .. Neregur. Danmörk Svíþjóð . í síðasta ■ 9% • 4% sll»% ■ 5% $lh% .. 5% blaði Ítalía....... 1% England .. 4Va% Bandaríkin 3Va % Frakkland ... 6% Sviss........ 4% Spánn........ 5% var þess getið, að ísl. bankarnir hefðu lækkað forvexti sína niður í 1%. Eru vextir þeirra því jafnháir og í lággengislandinu Ítalíu, en aðeins í 2 af þeim 12 löndum, sem hér eru talin, komast bankamir jafn hátt og hærra í vaxtakröfum en hér á landi. Og framlengingargjald víxla og ábyrgðarlána, þessi undarlegi V*% skattur, helst hér óbreyttur. Væri fróð- legt aö vita, hvernig þetta gjald hefir til orðið og samkv. hvaða lögum bankarnir taka það. Lögum samkv. er litið svo á, að víxill sé greiddur á gjalddaga, þó annar nýr sé þá keypt- ur af samþykkjanda. „Iðunn“. 3. hefti Iðunnar er komið út, og eru í því tvær merkar greinar (ræður), Þjódarfrœgd eftir Quðmund Finnbogason og Landid kallar eftir Ágúst H. Bjarnason. Q. F. segir frá innihaldi bókar eftir ameríska vísinda- manninn Ellsworth Huntington, að því er snertir ísland. Kemst höfundur bók- arinnar að þeirri niðurstöðu, að ís- lendingar séu einhver mesta úrvals- þjóð heimsins og færir rök að. Q. F. rýnir svo rök þessi og álítur óhætt að vera höf. sammála. Er þetta næsta furðuleg niðurstaða um þjóð, sem er eins frábitin „snoðkoIlamenningunni“ og raun gefur vitni. — Ræða Ág. H. B. er regluleg lögeggjan til þess að „elska,

x

Röðull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Röðull
https://timarit.is/publication/1348

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.