Röðull - 08.11.1925, Side 2

Röðull - 08.11.1925, Side 2
R 0 Ð U L L Skiftafundur verc'ur haldinn í dánarbúi Einars Guðnasonar frá Tunghaga, laugardaginn 28. nóv. n. k. kl. 1 e. h., á skrifstofu sýslunnar á Eskifirði. Verðui þar tekin ákvórðun um sölu á hlutabréfi dánarbúsins í fiskveiða- hlutafélaginu „Kári“. Skrifstofu Suður-Múlasýslu. Eskífirði 14. okt. 1925 Magnús Gíslason. Smurningsolíur, allar tegundir, og Bensín selur ódýrast Símon Jón^son, Eskifirði. byggja og treysta á landið“, ekki ólík „recrviting“-ræðum Lloyd George frá stríðstímunum — nema í göfugra augnamiði; — er ólíklegt að sumum, er á ræðuna hlýddu, hafi ekki hitnað í hamsi, hafi hún verið jafn vel flutt og hún er samin. Auk þessara ræðna er í heftinu ýmiss annar fróðleikur. Frásögn um sköpun kvæðisins „Ferða- loka eftir Jónas (Matth. Þ.). Um sjó- orustuna miklu f Skagerak (Þ. J.). Skyrtusöngurinn eftir Hood, íslenskað af Sigurj. Jónss. Grímur fjósamaður, góð smásaga eftir Soffíu Ingvarsd., o. fl. Yfirleitt er jafnan margt gott í Ið- unni og á hún skilið að hafa marga kaupendur. Úr bréfi frá gömlum kunningja. ---------Af eigin högum er alt gott að segja. Hamingjan hefir verið mér allfylgisöm síðan hingað kom vestur. Að sönnu hefir verið á brattann að sækja, en hver sannur Íslendíngur ætti að vera svo brekkuvanur, aö honum ægði eigi alt í augum. — Námsfer- illinn hefir verið örðugur á köflum, en „mikið skal til mikils vinna", og með sanni má ég segja, að hamingja og heill hefir fylgt þeirri viðleitni minni, að reka eigi lestina í hópi samferða- fólksins á þeirri braut. Er mér það gleðiefni og metnaðar, að ég hefi máske ekki orðið ættlandi og þjóð til ófrægðar eða óhags, enda finst mér að allir íslendingar, sem utan fara, ættu að minnast þess, að þeir eru ávalt auglýsing fyrir heimaþjóðina til h' : H.-’t h eða uprrq Ekki síst hér vc>.i , par sem di.ur borri manna veit ekkert um ísland, og dæmir því al- gerlega eftir þeim einstaklingum það- an, sem á vegi þeirra verða. Eins og þú vissir var ég ávalt hneigð- ur fyrir enskar bókmentir og tungu og hefi því lagt stund á þær hér við skólann. Eru þær aðalgrein mín, en aukagrein fornenska og nú einnig nor- ræna. Hefi ég ágætiskennara í þess- um greinum. Magisterprófi lauk ég, sem þér máske er kunnugt, í fyrravor, og ritaði ég um „Áhrif Byron’s lávarð- ar á íslenskan kveðskap á 19. öld“. Mun sú ritgerð síðar birtast á íslensku. Nú er ég að lesa undir doctorspróf (Ph. D.) og vonast til að ná því næsta sumar. Er líkiegt að ég semji prófrit- gerð mína um Jón Þorláksson skáld og þýðingar hans af enskri tungu. Verðlaun hefi ég tvisvar hlotið fyrir best próf í fornensku. Einnig var mér í fyrra veittur heiðursnámsstyrkur, The Cornell Scholarship in English, að Kærar þakkir öllum þeim,er sýndu okkur hluttekningu við fráfall ísleifs sonar okkar. Ragnheiður Pálsdðttir. Jðn ísleifsson. upphæð 200 dalir og í vor til næsta árs annar heiðursnámsstyrkur, The Cornell Fellowship in English, 400 dalir, en þessum báðum fylgir ókeypis kensla, sem annars kostar 75 dali ár- lega. Einungis einn nemanda þeirra, er ensku stunda, fær verðlaun þessi, en auðvitað sóttu allmargir um bit- ann, eins og ataf vill verða. Gæfuspor hið mesta tel ég það, að ég kom til Cornell. Háskólinn hér er að mínu áliti hin ágætasta stofnun, enda er hann talinn í fremstu röð, þó ungur sé að árum, stofnaður 1865. Hingað sækja árlega yfir 5000 nem- endur hvaðanæfa. Voru hér síðast- liðinu vetur stúdentar frá meira en 40 .löndum heims. Hefi ég kynst þeim vel, einkanlega síðastliðið ár, er ég var forseti Cornell Cosmopolitan Club, sem er miðstöð skólalífs þeirra utan kenslustunda. Gæti ég margt sagt um félagsskap þann, ef tóm væri til, en læt nægja að vísa til síðasta bindis tímaritsins „Rökkur“, en þar hefir hr. Axel Thorsteinsson birt bréf frá mér um það efni. Frjálslyndi og andleg víðsýni ein- kendi stofnendur Cornell háskóla og enn eiga þær dygðir hér höfuðból. Hér er því holt andrúmsloft andlegt öllum, ekki síst þeim, sem koma úr fámenni og afskektum hlutum heims, þar sem hætt er við þröngsýni og lítilsvirðing fyrir öllu ókunnu og nýju. Vafalaust er okkur það nauðsynlegt, ungum fslendingum, að hleypa heim- draganum og lauga sálir okkar í nýjum lífsstraumum, ef okkur á að skiljast kall tímans og verða að fyistum not- um sem borgarar í landi okkar. Ekki svo að skilja, að öll aðfengin menn- ing sé þeirri heimafengnu hollari eða fremri. Framsókn og íhaldsemi verða báðar, hér sem annarsstaöar, að eiga hlut í leiknum, ef vel á að farnast. Richard Beck. „Eimreiðin“, júlí—sept., nýkomin, fjölbreytt að efni og vönduö að frá- gangi: „Við þjóðveginn“, yfirlitshug- vekja eftir ritstjórann, sem endar á fyr- irbæn um rétta hagnýting gulls og þekkingar vorra síðustu tíma — og mun ekkiafveita. Björg Þorláksdóttir: „Helstu tilgátur um uppruna lífs á jörðu“, fróðleg grein. „Ferhendurnar Iifa“, eftir Margeir Jónsson. Er gott að eiga von á ferskeytlubók eftir ýmsa höfunda. Má búast við, að ekki lýsi hún minna en ýmsir „g!amparnir“, sem verið hafa að koma út upp á stð- kastið. Verst er, að safnið verður sennilega heldur lítið og of fáir höf- undarnir, en máske hygst M. að halda

x

Röðull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Röðull
https://timarit.is/publication/1348

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.