Röðull - 08.11.1925, Side 4
R Ö Ð U L L
Rúgmjöl 42/— Qerduft Tannkrem Pálmafeiti
Haframjöl Buddingspulver(citron Álúnsstein Crempulver
Hveiti vanille, chocol.) Hárspiritus Mjólk
Riisgrjón Rauðgrautspk. Handáburður Kringlur
Sagó Eggjaduft Stífelsi (Colmans) Skipsbrauð
Kartöflumjöl Kanel x/i °g st-
Baunir J/t og 1/a Kardemommur
Hafrar Pipar Vi og st. Cocusmjöl Epli & Appelsínur
Mais }/1 og kurlaður Allrahanda Súputeningar
Bankabygg Ávaxtalitur Borðsalt
Bankabyggsmjöl Hummerfarve Súpujurtir C a r a m eIIu r
Kartöflur 13/— Capers Cacao, Te
Laukur 1/— Saltpjetur Súpu-asparges
Kaffi & Export Möndlustæling Grænar baunir Qrænsápa
Melis hg. og st. Sukkat Pickles Sódi
Rúsínur, Sveskjur Sinnep (Colmans) Pulsur Stangasápa
Gráfíkjur Böris Maccaronni Handsápa
Epli þurkuð Vaseline Súkkulaði 4 teg. MRinso“
Kurennur Fægiefni „Amor“ Smjöriíki Fægilögur
Ofnsverta
Skósverta
Skógula
Feitisverta
Þvottablámi
Qólfdúkaáburður
Málningavörur
Penslar
Kústar
Skóflur
Lampaglös
10 og 14”
0/75.
Ölefnið
Qlenshorn
,Langes Maltin*
kostar aðeins kr. 1,25 pakkinn
hjá
Jóni ísleifssyni.
Hinar alkunnu
Graelz olíuvék
nýkomnar í verslun
Ritstýrt af N i x u s .
Jólagjöfin. í sveit einni hér á Austurlandi
bjó bóndi á bæ, sem ekki verður getið hér
hvað heitir. Bóndi þessi var dulur í skapi og
hálf hjárænulegur, en vænt þótti honum um
konu sína. Vinnukona var þar á bænum og
ekki annað manna, nema tvö börn ung, sem
bóndi átti og kona hans. Einu sinni á jóla-
föstunni fór bóndi í kaupstað. Var það
skamt aö fara. Hugkvæmdist honum áður
en hann fór, að kaupa jólagjöf handa konu
sinni. Ekki ætlaði hann að láta hana vita
neitt um það, fyr en á sínum tíma. En húsa-
kynni voru lítil og átti hann örðugt með að
geyrna nokkuð þar, svo kona hans vissi ekki.
Einnig var hann í nokkrum vafa með að
velja gjöfina. Datt honum þá það ráð í hug,
að hafa vinnukonuna í vitorði með sér. Tal-
aðist svo til með þeim, að hún skyldi vaka
þar til hann kæmi aftur um kvöldið,
sem mundi verða seint, skoða gjöfina og
ráðleggja honum hvort hann ætti að taka
har.a, og ætluðu þau svo að fela hana í
hlöðunni þar til um jól. Nú leið á kvöldið,
dags þess sem bóndi fór í kaupstaðinn, og
ekki kom hann. Fóru þær þá báðar að hátta,
konurnar, en vinnukonan gætti þess að sofna
ekki og bíða eftir merki frá bónda. Loks
kom hann og læddist hún þá ofan og út.
Fóru þau að öllu sem hljóðlegast, út í hlöðu,
kveiktu þar Ijós og fóru að skoða gjöfina
og koma herini fyrir. Leist vinnukonunni
sem húsmóðir hennar mundi hrifin af gjöf-
inni. Nú er að segja frá bóndakonu. Hún
rumskar um leið og vmnukonan fer ofan.
Heyrir hún litlu síðar gengið fyrir baðstofu-
gluggann, en fæst ekki um. Þó fer svo, að
henni þykir kynleg burtvera vinnukonunnar,
snarast á fætur og út að gá að henni. Sjer
hún þá Ijós í hlöðunni og heldur þangað.
Eru þau bóndi þá í þann veginn að fara, er
hún kemur, og var vinnukonan að dusta af
sér hey, sem á hana hafði setst, er þau grófu
gjöfina í stálið. Kona bónda vandar þeim
ekki kveðjurnar og lætur sem þau muni í
einum tilgangi til hlöðunnar farið hafa. Var
hún hinn mesti svarkur í skapi og undi
þessu hið versta, og ekki tjóaði þeim hjú-
unum neinar afsakanir. Líður nú af nóttin;
en ekki er fyr kominn dagur en bóndakona
arkar af stað til prestsins, tjáir honum vand-
ræði sín og heimtar að hann tali yfir hausa-
mótunum á bónda sínum og vinnukonunni.
Prestur lét tilleiðast að fara með henni. Ekki
gátu þau bóndi komið með neina sennilega
ástæðu fyrir því, hversvegna þau höfðu verið
þarna ein á náttarþeli, því þau vildu ekki
segja hið sanna. Fengu þau þarna ofanígjöf
hjá presti, en þau létu sér það lynda, því
þau vissu að þau gátu sannað sakleysi sitt
á jólunum. En þá heimtaði bóndakonan það
skilyrðislaust, að bóndi ræki vinnukonuna
úr vistinni samdægurs. Þegar bóndi sá í
hvert óefni var komið, neyddist hann til að
segja söguna um jólagjöfina og sýna þeim
hvar hún var falin. Féll svo alt í Ijúfa löð.
En ekki er þess getið, að bóndi ætti oftar
við það, að gefa konu sinni jólagjafir. —
Auglýsið í Röð 1 i.