Vertíð - 15.06.1926, Side 1
í. BLAÐ
Reykjavík — Prentsmiðjan Acta
1926
„Vertíð“
Blað þetta er aðallega gefið út
fyrir útgerðarmenn og sjómenn.
Hefir það safnað saman, frá ýms-
um beBtu firmum bæjarins, aug-
lýsingum, er verða mætti þó
nokkur leiðarvísir um viðskifti,
og kaup á ýmsum vörum.
Eftir margra ára viðskifta-
hamlanir má segja, að nú sé
fyrst að ro’fa fyrir því frjálsa
verslunarskipulagi sem áður var,
og nú er þannig komið, að eigi
er hér um bil sama lengur hvar
menn kaupa nauðþurftir sínar.
„Vertíðu hefir því leitað uppi
þau firmu hér í bænum, sem
samkeppnisfærust eru, hvert á
sínu sviði, og getum vér óhrædd-
ir ráðið öllum til þess að skifta
við þau firmu. En um þetta efni
höfum vér þó fyrst og fremst
hugsað um sjómennina. Og á-
stæðan til þess er sú, að í hvert
skifti sem þeir koma í höfn, hafa
þeir í yfrið mörgu að snúast.
Frítími þeirra er svo takmark-
aður, að svo má kalla að þeim
gefist rétt tími til þess að koma
heim til að heilsa og kveðja.
En samt sem áður verða þeir í
mörgu að snúast, áður en þeir
séu viðbúnir að leggja aftur út
á hafið kalda. Þeirn ætti því að
vera það mikilsvirði, að eyða
sem minstu í hlaup fram og aft-
ur eftir því, sem þeir þurfa að
kaupa, og vonum vér, að aug-
lýsingar þær, sem í þessu blaði
eru, geti sparað þeim margt ó-
mak og margan penning, ef þeir
lesa þær rækilega. Þess vegna
er blað þetta sent um borð í
öll skip, að sem flestir sjómenn
geti haft gagn af því. Og von-
um vér, að margir þeirra verði
þakklátir fyrir það.
Um útgerðarmenn er nokkuð
öðru máli að gegna, því að þeir
geta altaf verið á vaðbergi um
sinn hag. En vér treystum því
þó, og það munu þeir sjálfir
sanna, að leiðbeiningar þær,
sem felast í auglýsingum blaðs-
ins, geta orðið þeim mikils virði
og sparað þeim fyrirhöfn og
tíma og fé. Að rninsta kosti von-
um vér, að þeir vanræki ekki
að leita tilboða og upplýsinga
hjá auglýsendum um þær vörur
er þeir þarfnast, í þann og þann
svipinn. Því að hér eru aðeins
auglýsingar um fyrsta flokks vör-
ur, og góö viðskifti.
Sérstaklega viljum vér og
benda kaupmönnum og útgerð-
armönnum út um land á það,
Útgerðarmenn!
Við höfum ávalt fyrirliggjandi
birgðir af neðantöldum vörum:
Fiskilínur norskar & enskar
1—6 pd.
Manilla allar stærðir
Þorskanetagarn
Hrognkelsanetagarn
Laxanetagarn
Silunganetagarn
Selanótagarn
Trawlgarn
Lóðarbelgi
Lóðartauma margar stærðir
Lóðaröngla allar stærðir
Hördúkur öll númer
Bómullar Segldúkur margar teg.
Ligtógverk
Seglsaumagarn,
Málningarvörur allskonar
og flest sem að útgerð lýtur.
Bestar vörur — Lægst verð
Fljót afgreiðsla.
Vörur sendar út um land gegn
eftlrkröfii.
Veiðarfæraversl. „Geysip“
Hafnarsfr fi 1 — Reykjavík.
1
Sportvöruhús
Reykjavíkur
(Linar Björnsson)
Bankastræti 11
R e y k j a v i k.
Um saltan sjá
saga eftir Vilh. Rasch er segir frá
sjómannalífi, er bók sem allir ættu
að eignast.
Fæst hja öllum bóksölum.
að þeir gera sjálfum sér mesta
greiða með því að snúa sér beint
til auglýsenda „Vertíðaru, í stað
þess að eyða tíma og fyrirhöfn,
í það, að leita sér að sambönd-
um hér í höfuðborginni með
miklum bréfaskiftum, símtölum
og símskeytum.
„Vertíðu hefir enga ferðaáætl-
un, og hún kemur aðeins þang-
að, sem hún á erindi. Leggur
hún svo út á djúpið í þeirri vissu
von, að hún muni gera mikið
gagn á sínu sviði.
Úivegsmenn
og aðrir, sem steinolíu nota, skiftið við Landsverzlun,
því það mun verða hagkvæmast þegar á alt er litið.
Olíuverðið er nú frá geymslustöðum Landsvérslunar:
Sunna
Mjölnir
Gasolía
Sólarolía
30 aura kílóið
28 aura
22 aura
22 aura
• Olíari er flutt heim til kaupenda hér í bænum og á
bryggju, að skipum og bátum, eftir því sem óskað er.
Sé varan tekin við skipshlið og greidd við móttöku,
er verðið 2 aurum lægra kílóið. Stáltunnur eru lán-
aðar ókeypis, ef þeim er skilað aftur innan 3 mánaða.
Trétunnur kosta 12 krónur og eru teknar aftur fyrir
sama verð, ef þeim er skilað óskemdum innan 3 mán.
Landsverzlun.
(Hessian) 52" No. 8 og Bindigarn
il'! ^ BESi..................;...»
llijhefi'eg fyrirliggjandi í umboðssölu,’]sem eglmun selja meðil' l
íáSLJ-ró .^
; lægsta fáanlegu markaðsverði. — Semjið sem fyrst við mig.J“
Markús Einarsson Laugav.19
Símnefni Markús.
Sími 1304.
Víndlar
frá Kreyns & Co., Rotterdam
eru viðurkendir bestir.
Einkaumboðsmaður á íslandi:
Ó. G. Eyjólfsson, Hverfísg. 18
R e y k j a v í k.
Tekur á móti pöntunum frá kaupmönnum og kaupfélögum.