Fréttablaðið - 24.06.2019, Síða 1

Fréttablaðið - 24.06.2019, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 4 4 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 2 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Fréttablaðið í dag SKOÐUN Guðrún Hafsteins- dóttir skrifar um bætt lífskjör og EES-samningninn. 8 SPORT Mörg spurningarmerki eru innan leikmannahóps Ars- enal fyrir næsta tímabil. 12 MENNING Á Kjarvalsstöðum er nú að finna yfirlitssýningu á verkum Sölva Helgasonar. 18 LÍFIÐ Secret Solstice hátíðinni lauk í Laugar- dalnum í gær. 22 www.kronan.is 399 kr.pk. Jiffy pop Hri sta hristahrista FJÖLMIÐLAR Þingflokkur Sjálfstæð- isf lokksins leggur mikla áherslu á að f jölmiðlafrumvar p Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, taki verulegum breytingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan þingflokksins. Einn heimildarmaður blaðsins segist raunar ekki muna eftir öðru stjórnarfrumvarpi sem hafi verið afgreitt úr þingflokknum með jafn miklum fyrirvörum. Þannig muni þingflokkurinn meðal annars setja það skilyrði að tekið verði á mál- efnum RÚV. Að minnsta kosti verði settar miklar skorður við sam- keppnisrekstri félagsins og það helst dregið alveg af samkeppnis- markaði. Frumvarp Lilju sem ætlað var að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla komst ekki til umræðu áður en Alþingi fór í sumarleyfi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þótt frumvarpið hafi verið afgreitt út úr þingflokknum hafi verið samstaða um að það færi ekki í gegn á þessu þingi. Ljóst sé að fyrirvarar séu hjá mörgum þingmönnum flokksins. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara að það voru ekki allir í þing- f lokknum sáttir við frumvarpið eins og það var lagt fram. Ráðherra fannst mikilvægt að leggja málið fram svo það fengi kynningu og einhverja umræðu. Það yrði svo verkefni næsta þings að ná þessu í gegn,“ segir Bryndís. Þegar ráðherra kynnti frumvarp- ið í lok janúar sagði hann að málefni RÚV yrðu skoðuð síðar. Endanleg útgáfa frumvarpsins leit svo dags- ins ljós í maí en þá hafði málsgrein verið bætt við greinargerð um að skoða ætti tekjuuppbyggingu RÚV. Frumvarpinu var ekki dreift á Alþingi fyrr en 20. maí þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi afgreitt það 3. þess mánaðar. Voru þær tafir meðal annars raktar til andstöðu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Að mati Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisf lokksins, er staða RÚV lykilatriði. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á sam- keppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leik- völlinn,“ segir Óli Björn. Eitthvað verði að gera en mikill meirihluti þingsins vilji vernda RÚV. „Það má ekkert gera sem raskar stöðu RÚV og þá skil ég ekki hvernig menn ætla að jafna leik- völlinn.“ Annar heimildarmaður segir málið snúið fyrir f lokkinn þar sem verið sé að búa til styrkjakerfi sem gangi gegn grunnhugmyndum hans um atvinnulíf. Hins vegar telji ýmsir það réttlætanlegt í ljósi ójafnrar stöðu einkarekinna fjöl- miðla. - sar Vilja verulegar breytingar á frumvarpinu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á frumvarpi um stuðning við fjölmiðla áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins Patti Smith kom fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í gærkvöldi við mikið lof viðstaddra. Hin 72 ára Smith er mikill Íslandsvinur og hefur áður haldið hér ferna tónleika, síðast í Eldborgarsal Hörpu árið 2014. Í gær var lokadagur Secret Solstice, en hátíðin hefur staðið síðan á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FÓTBOLTI Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir þurfti að fara aftur undir hnífinn vegna rifu í liðþófa og kemur hún því ekkert við sögu á þessu tímabili. Harpa er samningslaus og veit að endur- hæf ingin mun taka sinn tíma en stefnir á að komast aftur út á völl á næsta ári. - kpt /sjá síðu 10 Harpa fór í aðra liðþófaaðgerð HEIMSMÁL Jarðarbúar verða tæp- lega ellefu milljarðar árið 2100 samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna. Um miðja öldina er gert ráð fyrir að þeir verði 9,7 milljarðar en í dag eru þeir 7,7. Mesta fjölgunin verður í Afríku sunnan Sahara. Evrópubúum mun hins vegar fækka um 117 milljónir samkvæmt spánni. Þá er því spáð að Indland taki sæti Kína sem fjöl- mennasta ríki heims árið 2027. Fæðingartíðni hefur lækkað í heiminum undanfarna áratugi en árið 1990 átti hver kona að meðal- tali 3,2 börn. Í dag er meðaltalið 2,5 börn en um miðja öldina stefnir í að talan verði komin í 2,2 börn. Sameinuðu þjóðirnar telja vanda- mál tengd öldrun samfélaga meðal stærstu breytinga 21. aldarinnar. -þea / sjá síðu 6 Evrópubúum mun fækka PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK l FASTEIGNIR 2 4 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 8 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 4 4 -4 C F C 2 3 4 4 -4 B C 0 2 3 4 4 -4 A 8 4 2 3 4 4 -4 9 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.