Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.06.2019, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Á horf á barna­ myndir, sem hafa verið stór hluti af sölunni síðustu ár, er sömu leiðis að færast yfir í spjald tölvur og streymis veitur. Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri Elko NÝR RAM 3500 UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI NÝTT GLÆSILEGT ÚTLIT. NÝJAR ÚTFÆRSLUR OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI. EIGUM TIL Í CREW CAB, BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX. MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM EINNIG. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK. ramisland.is CREW CAB Au ka bú na ðu r á m yn d 35 ” d ek k HEILBRIGÐISMÁL „Ég er á því að gamalt fólk sem fær heimahjúkrun og ýmsa aðstoð á vegum sveitar- félagsins svo að það geti dvalið sem lengst heima hjá sér, ætti að fá smið í heimsókn sem hluta af þjónustunni. Það gerist of oft að þegar fólk eldist að það hætti að geta sinnt eðlilegu viðhaldi húsnæðisins og þá er hætta á að það fari að mygla en sjúklingar og gamalt fólk er svo viðkvæmt fyrir mengun af því tagi. Eftir hrunið var víða dregið saman í útgjöldum til viðhalds, það er að koma í bakið á fólki núna,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Fossvogsskóla var lokað í vor eftir að mygla fannst í húsnæðinu, en einnig er verið að skoða ástand Ártúnsskóla. Í vor var álmu í Breið- holtsskóla lokað í kjölfar þess að mygla fannst í húsnæðinu. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Mygla leggst mismunandi á ein- staklinga og er aðeins lítill hluti fólks sem fær mjög sterk einkenni. Fyrrverandi starfsmaður skólans, sem vill ekki koma fram undir nafni að svo stöddu, segir að hann hafi ekki verið sá eini sem fann fyrir einkennum. „Það fyrsta sem læknirinn sagði við mig var að ég væri að vinna einhvers staðar þar sem er mikill sveppur. Það eina sem kæmi til greina væri mygla,“ segir starfsmað- urinn fyrrverandi. Hann starfaði þangað til í fyrra nálægt álmunni sem var lokað. Segir hann að það hafi tekið sig nokkra mánuði að ná sér að fullu. „Mér leið eins ég reykti karton á dag. Ég þarf stundum enn að ræskja mig.“ Fram kemur í minnisblaði Mann- vits frá því í byrjun árs að engar sý nilegar rakaskemmdir haf i fundist við frumskoðun í Breið- holtsskóla en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræði- stofnun Íslands. Í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða væri til að bregðast við, þar á meðal klumpur af brúnum sveppafrumum sem eiga líklega uppruna að rekja innandyra. Sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunnar reyndist mengað af sveppagróum. Fréttablaðið bar niðurstöður sýnatökunnar undir Guðríði Gyðu. Miðað við þær sveppategundir sem fundust segir Guðríður Gyða að hún myndi byrja að leita undir gólfefnunum og líta síðan á sögu byggingarinnar hvað varðar leka og vatnstjón. Guðríður Gyða segir það geta verið mjög heilsuspillandi að dvelja í húsnæði menguðu af myglu og að það gæti gert einstaklinga við- kvæmari fyrir myglu. „Það er ekki forsvaranlegt að bjóða börnum upp á að vera lokuð inni heilan vetur í mygluðu hús- næði því börn, fólk með langvar- andi sjúkdóma og gamalt fólk er viðkvæmast fyrir þessari mengun.“ Ekki sé nóg að drepa mygluna, það þurfi að hreinsa hana alveg í burtu til að koma í veg fyrir að agnir úr henni berist í fólk. Um sé að ræða vistkerfi sem fylgir því þegar hús- næði blotnar og mengar andrúms- loftið inni í húsum.  arib@frettabladid.is Ekki forsvaranlegt að loka börn inni í menguðu húsnæði Samdráttur í útgjöldum til viðhalds eftir hrun hefur leitt til mygluvandamála í skólum.  Sveppa- fræðingur segir ekki forsvaranlegt að loka börn inni í húsnæði sem mengað er af myglu. Fyrrverandi starfsmaður Breiðholtsskóla segist hafa fundið fyrir alvarlegum einkennum sem læknir rakti til myglu. Í álmunni sem var lokað í Breiðholtsskóla í vor eftir að mygla fannst þar eru átta kennslustofur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Uppsöfnuð viðhaldsþörf Í svari frá borginni við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að viðhalds- þörf í grunnskólunum sé upp- söfnuð og afleiðing af efnahags- samdrættinum sem varð eftir hrunið. Er nú verið að vinna það upp með auknum fjárframlögum til viðhalds. Hjá Reykjavíkurborg er miðað við að 1,5 prósent af stofn- kostnaði fari í viðhaldskostnað. Á árunum 2009-2013 runnu að 0,64 prósent af stofnkostnaði til viðhalds í grunnskólum borgar- innar, það hlutfall hækkaði í 1,33 prósent á árunum 2014 til 2017. Þetta hækkaði í fyrra upp í 1,83 prósent en í ár er ráðgert er að verja 1,63 prósent af stofn- kostnaði í viðhald. Alls runnu 267 milljónir til viðhalds á Breið- holtsskóla á árunum 2013 til 2018, þar af runnu 112 milljónir í átaksverkefni árið 2014. Í fyrra runnu 35 milljónir til viðhalds og 16 milljónir árið áður. Það er ekki for­ svaranlegt að bjóða börnum upp á að vera lokuð inni heilan vetur í mygluðu húsnæði því börn, fólk með langvarandi sjúkdóma og gamalt fólk er viðkvæmast fyrir þessari mengun. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, doktor í sveppafræði hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands VIÐSKIPTI Raftækjaverslunin Elko hefur á kveðið, eftir að hafa selt DVD-diska allt frá árinu 1998, að hætta sölu þeirra. Diskarnir sem enn eru til á lager verða settir á rýmingarsölu sem mun ljúka þegar síðasti diskurinn er seldur. Frá þessu greindi verslunin fyrir helgi en markaðsstjóri Elko segir að seldir hafi verið 1.985.000 DVD-mynd- diskar í verslununum fyrirtækisins undanfarið 21 ár. „Í dag er hægt að nálgast allt þetta efni í gegnum hinar ýmsu streymis- veitur. Á horf á barna myndir, sem hafa verið stór hluti af sölunni síð- ustu ár, er sömu leiðis að færast yfir í spjald tölvur og streymis veitur í sjón varpi og því komið að því að hætta al farið með þennan vöru- flokk og rýma fyrir nýjum vörum og nýjum tímum,“ segir Bragi Þór Antoníus son, markaðs stjóri ELKO. Í stað DVD-deildarinnar verður komið fyrir sérstakri rafíþrótta- deild þar sem boðið verður upp á aðstöðu til spilunar í besta mögu- lega búnaði sem til er hverju sinni. – la DVD-diskar úr hillum Elko Bragi Þór Antoníus son, markaðs- stjóri Elko. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR 2 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 4 -6 5 A C 2 3 4 4 -6 4 7 0 2 3 4 4 -6 3 3 4 2 3 4 4 -6 1 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.