Fréttablaðið - 24.06.2019, Síða 9

Fréttablaðið - 24.06.2019, Síða 9
FRETTABLADID.IS SÖGUR AF PLÖTUM – með Bubba Morthens á frettabladid.is – hlustaðu þegar þér hentar Sögur af plötum er unnið í samstar við: Sögur af plötum er nýtt hlaðvarp með Bubba Morthens á frettabladid.is. Hægt er að hlusta á fyrsta þáttinn, Ísbjörninn og Bítlarnir, á frettabladid.is/hladvarp. Sögur af plötum er unnið í samstar  við Hagkaup. Í fyrsta þætti rekur Bubbi söguna af því hvernig hann leiddist út í tónlist og lýsir aðdraganda plötunnar ásamt gesti sínum, gítarleikaranum Sigurgeiri Sigmundssyni. Guðmundur Steingrímsson Í DAG Ég þykist nokkuð viss um að í augum margra Íslendinga, ekki síst af eldri kynslóðinni, sé fullveldi og sjálfstæði þjóðarinn- ar það mikilvægasta sem Íslending- ar hafa nokkurn tímann eignast. Fyrir því var jú barist og mikilvægt sé að Íslendingar glutri ekki niður sjálfstæði sínu. Það þurfi að verja. Ógnirnar séu hvarvetna. Mín kynslóð, alin upp af fólki sem tók þátt í því af innblásinni hugsjón að byggja upp hið sjálf- stæða þjóðfélag og auka velmegun þess, varð ekki ósnortin af þessum anda. Ég á minningar af sjálfum mér á námsárum í samkvæmum halda orðmargar ræður um mikil- vægi þess að vera stoltur af því að vera Íslendingur, yfir fólki sem átti það alls ekki skilið. Ég hef staðið hrærður við náttúruperlur þessa lands — einu sinni með plastpoka á hausnum einhverra hluta vegna — og hrópað hvílík óskapleg gæfa það er að vera Íslendingur og svo framvegis. Ég á mína lopapeysu. Ég borða mitt lamb. Ég spila á mína harmóníku. Ég raula með í þjóð- söngnum. Skotgrafir umræðunnar Ég held að hvert þjóðfélag sé ákaflega mikið markað af sögu sinni. Bandaríkjamenn deila mikið um byssueign. Það kemur okkur spánskt fyrir sjónir. Maður sér þær deilur í öðru ljósi þegar maður tekur með í reikninginn að það er ekki nema 150 ár síðan Villta vestrið var í algleymingi og landnemar vörðu sig og sína með byssum. Byssan hefur einhvers konar þýðingu fyrir marga sem búa í samfélagi sem þannig varð til. Vonandi komast Bandaríkjamenn einhvern tímann nógu langt frá þeim veruleika til að geta endur- skoðað samband sitt við morð- vopn. Hér á landi er sjálfstæðið ungt. Umræðan um sjálfstæðið hefur verið alltumlykjandi um árabil. Sá sem vill ganga í ESB vill fórna sjálfstæðinu. Sá sem er á móti því vill verja sjálfstæðið. Sá sem vill samþykkja orkupakkann er á móti sjálfstæðinu. Sá sem vill hafna honum er með því. Orðræðan eftir hrun var haldin þessum ein- kennum að stórum hluta. Uppgjör þrotabúa og krafna voru séðar af sjónarhóli sjálfstæðisins. Ásakanir um að vilja fórna því spruttu upp í kjölfar hinna ólíklegustu lagalegu og efnahagslegu álitaefna. Þetta gat orðið mjög þreytandi. Enda stórkostleg einföldun. Ég held að enginn Íslendingur vilji fórna sjálf- stæðinu. Tímabært að endurskoða Það er orðið löngu tímabært að þessi orðræða öll sé endurskoðuð og samband þjóðarinnar við hið mikilvæga sjálfstæði sé hugsað upp á nýtt og merking hugtaksins skil- greind af meiri dýpt, og ásökunum um skort á sjálfstæðishugsjónum hætt í kjölfarið. Sjálfstæðið er ekki eins og hringurinn í Hringadrótt- insögu. Þjóðin er ekki Gollum. Það er ekki meiningin að við eigum að hverfa inn í helli — eða út í móa — með sjálfstæðið, hlúa að því hvíslandi með sjálfum okkur — „my precious“ — og hvæsa á hvern þann sem nálgast okkur. Sjálfstæðið er fengið. Við erum sjálfstæð. Það er mikilvægt að allir átti sig á þessu. Ég ætla að leyfa mér að láta eftirfarandi flakka: Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki mikilvægasta barátta dagsins í dag. Það er vissulega mikilvægt að passa upp á það og missa það ekki, en önnur úrlausnarefni — aðrar áhyggjur — hafa tekið við og eru hundrað sinnum stærri. Núna þarf þjóðin að fara að beina sjónum sínum að þeim. Spurningin sem þarf að liggja til grundvallar umræðunni hér eftir er þessi: Hvernig ætlum við, sem einmitt sjálfstæð þjóð, að nýta krafta okkar og þá möguleika sem sjálfstæðið gefur okkur, til þess að láta gott af okkur leiða? Hvernig ætlum við að bæta heiminn? Hvernig ætlum við að taka þátt í því að afstýra ógnar- stórum hættum sem blasa við öllu mannkyninu? Margt er jú okkar Það er ekki hægt að nálgast þetta verkefni sem vænisjúkir sjálf- stæðissinnar, sem sjá ógnir í hverju horni við séríslenska hagsmuni. Margt er kannski okkar. Kjötið okkar, smjörið okkar, mjólkin okkar, fossarnir okkar, fiskurinn okkar, fjöllin okkar, orkan okkar. Allt eru þetta ágætis hvísl fyrir Gollum og margt er þetta vissulega á ákveðinn hátt okkar, þótt arður- inn af mörgu þessu sé ekki endilega alveg okkar. Næsta skref hins vegar, í því endurskilgreiningar- verkefni sem hér er til umfjöllunar, er að prófa að bæta orðinu „okkar“ fyrir aftan ótrúlega margt annað í veröldinni sem er Íslendingum ekki síður mikilvægt. Leyfum svo þeirri uppgötun, sem við vonandi gerum við þann orðaleik, að hafa áhrif á hugsun okkar og atferli. Jörðin okkar. Sólin okkar. Mann- kynið okkar. Vísindin okkar. Við- skiptin okkar. Menningin okkar. Evrópa okkar. Friðurinn okkar. Réttlætið okkar. Hafið okkar. And- rúmsloftið okkar. Í fyrstu útgáfu sjálfstæðisins, sjálfstæði 1.0, varð Ísland þjóð. Í næstu útgáfu verður hún að gerast þjóð á meðal þjóða. Það er sjálf- stæði 2.0. Sjálfstæðið 2.0 Það var ánægjulegt að sjá í nið-urstöðum könnunar á viðhorfi fólks til utanríkisþjónustunn- ar hversu margir telja jákvætt og mikilvægt að Ísland hafi tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ekki síður er jákvætt að sjá hversu margir telja að Ísland geti með sinni málafylgju á þeim vett- vangi haft raunveruleg áhrif. Það er einmitt mitt mat einnig og lá til grundvallar þeirri ákvörðun á sínum tíma að Ísland byðist til að taka sæti í ráðinu þegar sæti Banda- ríkjanna þar losnaði með skömmum fyrirvara fyrir rúmu ári síðan. Nú fer í hönd 41. fundarlota mann- réttindaráðsins í Genf, sú þriðja sem Ísland tekur þátt í sem aðildarríki þess. Jafnréttismál verða í forgrunni að þessu sinni, þ.m.t. réttindi hin- segin fólks. Fulltrúar Íslands munu þar láta til sín taka með ýmsum hætti, nú sem áður, og erum við stolt af því að geta þannig lagt lóð á vogar- skálarnar. Mannréttindi eru horn- steinn utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um þau. Réttindi hinsegin fólks eru sér- stakt áherslumál Íslands. Um það vitnar til dæmis samþykkt Alþingis í liðinni viku á framsækinni lög- gjöf um kynrænt sjálfræði en með henni skipar Ísland sér í fremstu röð á alþjóðavísu hvað varðar rétt- indi hinsegin fólks. Á alþjóðavettvangi, og ekki síst í mannréttindaráðinu, höfum við einnig lagt mikla áherslu á að tala fyrir auknum réttindum hinsegin fólks. Hið sama á við um þróunar- samvinnu en í nýrri skýrslu utanrík- isráðuneytisins hefur verið mörkuð sú stefna að allt starf Íslands í þró- unarsamvinnu sé mannréttinda- miðað. Ísland fylgist því sérstaklega með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu. Því miður er víða pottur brotinn. Í einu af hverjum þremur ríkjum heims teljast hinsegin sambönd enn glæpur samkvæmt lögum. Víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum er ástandið afar slæmt að þessu leyti. Við munum ekki skirrast við að benda á hvar skórinn kreppir. Hryll- ingssögur af ofsóknum á hinsegin fólki á Gaza-ströndinni, í Úganda eða í Tsjetsjeníu láta engan ósnort- inn. Það er skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Óhætt er að fullyrða að við höfum látið verkin tala í mannréttindaráð- inu að þessu leyti. Eftir því var til dæmis tekið í reglubundinni alls- herjarúttekt á stöðu mannréttinda- mála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí að Ísland bar þar upp fleiri tilmæli er vörðuðu LGBTI-réttindi en nokkurt annað ríki. Raunar námu tilmæli Íslands þar alls tíu prósentum þeirra tilmæla sem fram komu um réttindi hinsegin fólks. Í fundarlotu mannréttindaráðsins sem nú fer í hönd liggur fyrir skýrsla frá sérstökum fulltrúa ráðsins um réttindi hinsegin fólks. Fyrir ráðinu liggur enn fremur ályktunartil- laga um framlengingu starfsum- boðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016. Líklegt er talið að mjótt verði á munum þegar kemur að því að greiða atkvæði um að framlengja umboð skýrslugjafans og það segir því miður sína sögu. Enn er mikið verk að vinna. Einmitt þess vegna hef ég nú ákveðið að verja þrettán milljónum króna sérstaklega til UN Free & Equal, sérstaks verkefnis sem skrif- stofa mannréttindafulltrúa Sam- einuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks, bæði í mannréttinda- ráðinu sem og í þróunarsamvinnu, leggjum við okkar af mörkum til að bæta hag hinsegin fólks og auka virðingu fyrir réttindum þess. Í þessum efnum sem öðrum skipt- ir öllu að tala skýrt og skorinort og án nokkurs undansláttar. Dropinn holar á endanum steininn. Það vitum við. Réttindi hinsegin fólks eru mannréttindi Guðlaugur Þór Þórðarson S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M Á N U D A G U R 2 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 2 4 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 4 4 -6 5 A C 2 3 4 4 -6 4 7 0 2 3 4 4 -6 3 3 4 2 3 4 4 -6 1 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.