Fréttablaðið - 24.06.2019, Síða 12

Fréttablaðið - 24.06.2019, Síða 12
EKKERT BRUDL Chick’n Hot Wings Kjúklingavængir, frosnir, 2,5 kg FORELDAÐ Aðeins að hita kr./2,5 kg1.498 56-60 bitar í poka Nýtt í Bónus! FÓTBOLTI Þriðja árið í röð tókst Arsenal ek ki að  enda meðal f jögurra efstu í ensku úrvals­ deildinni og tókst Arsenal ekki að tryggja sér þátttökurétt í gegnum Evrópudeildina eftir að hafa horft á eftir titlinum til nágranna sinna og erkifjenda í Chelsea í Bakú fyrir tæpum mánuði. Fyrir vikið er ekki sama aðdráttaraf lið að semja við Arsenal sem verður af miklum fjár­ munum og leikmenn liðsins eru farnir að líta annað. Líkt og Man­ chester United er Arsenal rekið á þann máta að á vissan hátt er gert er ráð fyrir tekjulindinni sem fylgir því að komast í Meistaradeild Evr­ ópu og munar því um hvert ár. Unai Emery tók við liðinu síðasta sumar og skrifaði þá undir tveggja ára samning og var um leið að feta í stór fótspor. Hann var að taka við liðinu eftir 22 ára dvöl Wengers og mátti litlu muna að fyrsta tímabil liðsins undir hans stjórn hefði staðið undir væntingum ef Arsenal hefði unnið Evrópudeildina. Þess í stað þarf hann að selja leik­ Skytturnar þurfa púður í fallbyssurnar Unai Emery þarf að taka til í herbúðum Arsenal eftir að Skyttunum mistókst að komast í Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð. Mörg spurningarmerki eru innan leikmannahóps liðsins og óvíst hvort fjármagnið sé til staðar til að koma Arsenal í fremstu röð. GOLF Saga Traustadóttir sem kepp­ ir fyrir hönd GR er Íslandsmeistari í holukeppni í kvennaflokki í fyrsta sinn en í karlaflokki tókst Rúnari Arnórssyni úr Keili að verja titil sinn þegar Íslandsmótið í holu­ keppni fór fram um helgina. Keppt var á Garðavelli, golfvelli Leynis á Akranesi og var þetta þriðja mót ársins af fimm á Mótaröð þeirra bestu á keppnistímabilinu 2019 hjá Golfsambandi Íslands. Saga mætti Ragnhildi Kristins­ dóttur, ríkjandi meistara úr GR í úrslitaeinvíginu og var einvígið bráðspennandi. Eftir að þær skipt­ ust á að vinna holur í byrjun leiddi Ragnhildur með tveimur holum þegar hringurinn var hálfnaður en Saga var f ljót að jafna. Ekki tókst að útkljá leikinn á átján holum og þurfti því að grípa til bráðabana. Var fyrsta holan leikin á ný þar sem Saga tryggði sér sigur með fugli. Í karlaflokki mætti Rúnar aðstoð­ arlandsliðsþjálfaranum Ólafi Birni Loftssyni. Jafnt var í leiknum eftir fjórar holur á Akranesi en á fimmtu holu tókst Rúnari að skjótast fram úr og leit hann ekki um öxl. Rúnar náði að bæta við forskot sitt á sjöundu og áttundu holu vall­ arins og tókst að halda í við Ólaf og halda þriggja holu forskotinu allan seinni hluta hringsins. – kpt Saga meistari í fyrsta sinn á Akranesi Unai Emery þarf að byggja upp nýtt gullaldarlið Arsenal þrátt fyrir að hafa úr takmörkuðu fjármagni að ráða í sumar. Hann gæti neyðst til að selja eina af stjörnum liðsins. NORDICPHOTOS/GETTY mönnum hugmyndina um að reisa Arsenal aftur í fyrri hæðir. Ljóst er að einn lykilleikmaður, Aaron Ramsey fer frá félaginu í sumar og að Stephan Lichtsteiner og Danny Welbeck fylgja honum út um dyrnar en hausverkur Emery verður að ákveða hverjum hann heldur. Mesut Özil er launahæsti leikmaður liðsins og á þrjú ár eftir af samningi sínum en Emery virðist ekki treysta honum. Þá er Pierre­Emerick Auba­ meyang, dýrasti leikmaður í sögu félagsins sem deildi gullskónum á Englandi síðasta vetur sífellt orð­ aður frá félaginu til þess að Emery fái meiri pening til að styrkja liðið á öðrum stöðum vallarins. Þá hefur Granit Xhaka lýst yfir áhuga á að yfirgefa félagið og óvíst er með f r a m ha ld l e i k m a n n a eins og Sead K o l a š i n a c , L a u r e n t K o s c i e l ny, S h k o d r a n Mu st a f i , Naco Monreal og Lucas Torreira. Það er skortur á öf lugum leik­ mönnum á mörgum stöðum í liði Arsenal og eru Skytturnar í við­ ræðum við Paul Tierney, bakvörð Celtic til að taka sér stöðu vinstri bakvarðar á Emirates­vellinum næsta áratuginn en Emery þarf að fara vel með fjármagnið ef sögu­ sagnir reynast réttar um að hann hafi aðeins 40 milljónir punda auk þess sem honum tekst að af la sér með sölu núverandi leikmanna.  kristinnpall@frettabladid.is Mesut Özil Launahæsti leik- maður liðsins. Getur verið frábær á sínum degi sem er allt of sjaldan nú orðið. Pierre-Emerick Aubameyang Framherjinn var frábær á nýaf- stöðnu tímabili en gæti verið seldur til að afla peninga. Shkodran Mustafi Þýski miðvörðurinn var oft út á túni í leikjum Arsenal í fyrra. Hefur ekki tekist að standa undir vænt- ingum í Lund- únum. ✿ Þrjú stærstu spurningarmerkin hjá Arsenal Arsenal vann aðeins tvo af síðustu sjö leikjunum í ensku úrvalsdeildinni sem varð þeim að falli í barátt- unni um eitt af fjórum efstu sætunum. Saga og Rúnar að loki keppninnar á Akranesi í gær. MYND/GSÍ 2 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 4 -5 B C C 2 3 4 4 -5 A 9 0 2 3 4 4 -5 9 5 4 2 3 4 4 -5 8 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.