Fréttablaðið - 24.06.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.06.2019, Blaðsíða 30
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Þeim ógiftu er ráðlagt að tína sjö ólíkar blómategundir í krans og leggja undir kodda. Þá muni þeim birtast þeirra töfrandi draumaprins. Böðvar Jónsson málarameistari, Miðtúni 7, lést 19. júní sl. á gjörgæsludeild Landspítalans. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 28. júní kl. 13.00. Jón Einar Böðvarsson Bozena Zofia Tabaka Björn Böðvarsson Árni Böðvarsson Ástkær systir okkar, Hrefna Hannesdóttir Sautjándajúnítorgi 5 í Garðabæ, er látin. Heimir Hannesson Sigríður J. Hannesdóttir Gerður Hannesdóttir Elsku hjartans dóttir okkar, systir og frænka, Arna Sveinsdóttir Hátúni 4 og Flókagötu 67, Reykjavík, lést laugardaginn 15. júní á líknardeild Landspítalans. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 25. júní klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Specialisterne á Íslandi reikningsnr. 0512-14-402193 kt. 650210-1900. Erna Valsdóttir Sveinn Skúlason Skúli Sveinsson Sigríður Hrund Guðmundsdóttir Brynjar Sveinsson og bróðurbörn. 79 Títus tekur við völdum sem Rómarkeisari af föður sínum Vespasíanusi. 1000 Kristni er lögtekin á Alþingi í stað heiðni. Miðað við tímatal þess tíma var kristnitakan árið 1000, en sam- kvæmt núgildandi tímatali var hún sumarið 999. 1627 Tyrkjaránið: Jan Janszoon héldur skipi sínu frá Íslandi til Salé þar sem hann selur fanga sína í ánauð. 1670 Uppreisnarforinginn Stenka Rasín ræðst inn í Astrakan, rænir borgina og stofnar þar kósakkalýðveldi. 1701 Breska þingið festir í lög að þjóðhöfðinginn eigi að vera mótmælendatrúar. 1865 Fyrsti keisaraskurður er framkvæmdur á Íslandi. Móðirin deyr en barnið lifir. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem svæfing var notuð á Íslandi við fæðingu. 1875 W. L. Watts, enskur vísindamaður, fer, ásamt fjórum Íslendingum, norður yfir Vatnajökul og koma þeir til byggða á Hólsfjöllum eftir mikla hrakninga í rúman hálfan mánuð. 1886 Stórstúka Íslands er stofnuð. 1923 Listasafn Einars Jóns- sonar er opnað í Reykjavík við hátíðlega athöfn. 1934 Alþingiskosningar eru haldnar á Íslandi. Stjórn hinna vinnandi stétta tekur við völdum í kjölfarið. 1950 HM í fótbolta hefst í Brasilíu. 1956 Hræðslubandalag Framsóknarflokks og Alþýðuflokks býður fram í alþingis- kosningum. 1961 Sigurhæðir á Akureyri, hús Matthíasar Jochums- sonar, eru opnaðar sem safn í minningu skáldsins. 1962 Hvalfjarðarganga Samtaka hernámsandstæðinga kemur til Reykjavíkur. 1968 Atlantshafsbandalagið heldur ráðherrafund á Íslandi í fyrsta sinn. 1973 Leoníd Bresnjev verður fyrstur Sovétleiðtoga til að ávarpa bandarísku þjóðina í sjónvarpi. 1976 Norður- og Suður-Víetnam sameinast í eitt Víetnam með Hanoi sem höfuðborg. Listasafn Einars Jónssonar. Minjasafnið Sigurhæðir. Merkisatburðir Í dag 24. júní er Jónsmessa og hin magnaða Jónsmessunótt var síð-astliðna nótt. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu hefst einnig sólmánuður á mánudegi í níundu viku sumars. Nafnið Jónsmessa er dregið af fæð- ingarhátíð Jóhannesar skírara. Að fornu átti Jónsmessa að vera á sumar- sólstöðum 24. júní og fæðingarhátíð Krists á vetrarsólstöðum 24. desember. Með betri stjarnfræði skeikaði þremur dögum á hinum raunverulegu sólhvörf- um og tímatalinu. Því eru Jónsmessa og jól þremur dögum á eftir hinum stjarn- fræðilegu sumar- og vetrarsólstöðum. Á norðlægum slóðum, þar sem mikill munur er á lengsta og stysta degi ársins, höfðu sólstöðuhátíðir mikið gildi. Blót- drykkjur voru tíðkaðar og hátíðar- höld. Hér á landi var Jónsmessa lengi í hávegum höfð og var auk þess helgi- dagur að kaþólskum sið. Það var aflagt með kóngsbréfi árið 1770, löngu eftir siðaskipti. Í íslenskri þjóðtrú kallast ýmsir kraft- ar á yfir Jónsmessuna. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð. Upp úr stendur sú gamla trú að heilsusamlegt sé að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt. Þá öðlaðist döggin mikinn lækningamátt. Það þótti því góður siður og f lestra meina bót að hlaupa ber strípaður út í nóttina og velta sér upp úr dögginni. Óskir fái menn uppfylltar og hamingjan ríki enda verður manni ekki misdægurt næsta árið á eftir. En þetta er einnig tími kraftagrasa og náttúrusteina. Sagt er að á Jónsmessu- nótt f ljóti upp margvíslegir náttúru- steinar í tjörnum og sjó. Þeir hafa töfra- mátt, eru svokallaðir lausnarsteinar sem hjálpa bæði konum og kúm. Þá sé hægt að finna ýmis nýtileg grös enda verða töfrajurtir þá sérlega áhrifamiklar. Hér skal ekki gert lítið úr þeirri þjóð- trú að á Jónsmessunótt tali kýrnar mannamál. En ef miðað er við þjóð- trúna eru þær reyndar sítalandi. Sumar eru sagðar tala á nýársnótt. Miðsumarshátíðir njóta mikilla vin- sælda á Norðurlöndum en hér á landi eru ýmsar yfirnáttúrulegar verur tengd- ar sólstöðum. Þannig er hin sænska miðsumarshátíð sagður töfrandi tími rómantíkur enda er þetta árstími brúð- kaupa. Þar bera konur gjarnan blóma- kransa á höfði. Þeim ógiftu er ráðlagt að tína sjö ólíkar blómategundir í krans og leggja undir kodda. Þá muni þeim birtast þeirra töfrandi draumaprins. davids@frettabladid.is Dagur lausnarsteina daggar og kraftagrasa Jónsmessa er 24. júní. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú leysast úr læðingi ýmsir kraftar steina, grasa og jafnvel fara kýrnar að tala. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð. Þjóðtrúin segir mjög heilnæmt að velta sér nakinn upp úr dögg Jónsmessunætur. Því ekki að taka þá trú lengra og kanna heil- næmi daggarinnar á öðrum fallegum íslenskum sumarmorgnum? Sumarið er tíminn. NORDICPHOTOS/GETTY 2 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 4 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 4 4 -5 6 D C 2 3 4 4 -5 5 A 0 2 3 4 4 -5 4 6 4 2 3 4 4 -5 3 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.