Fréttablaðið - 17.07.2019, Page 8

Fréttablaðið - 17.07.2019, Page 8
Sigri fagnað Þessi tyrkneski karlmaður veifaði f lennistórum tyrkneskum fána á Ataturk-alþjóðaf lugvellinum í stórborginni Istanbúl í gær. Tilefnið var að þrjú ár voru liðin frá því að valdaránstilraun var gerð í Tyrklandi. Ríkisstjórn Erdogans forseta hefur kennt fylgismönnum útlæga klerksins Fethullah Gulen um valdaránstilraunina og ráðist í miklar hreinsanir í embættismannakerfinu á þessum þremur árum. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN Öldungadeildarþing- menn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heim- ila viðskipti við kínverska tækni- risann Huawei án samþykkis þings. Þá myndi frumvarpið einnig koma í veg fyrir að viðskiptamála- ráðuneytið fjarlægði Huawei af svo- kölluðum svörtum lista en bannað er að stunda viðskipti með banda- ríska tækni, vörur eða þjónustu við fyrirtæki á listanum. Trump setti bannið á fyrr á árinu eftir langa umræðu og fjölda ásak- ana bandarískra þjóðaröryggis- stofnana um að Huawei stundaði njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Því hefur fyrirtækið alla tíð neitað. Undanfarnar vikur hefur Trump ýjað að því að banninu yrði hugsan- lega af létt ef Kína og Bandaríkin samþykkja nýjan viðskiptasamn- ing. „Við þurfum að standa saman gegn þeirri ógn sem steðjar að bandarísku þjóðaröryggi, hugverk- um og tækni vegna Kína. Frumvarp- ið okkar mun meina bandarískum fyrirtækjum að stunda viðskipti við Huawei svo lengi sem fyrirtækið telst ógn við þjóðaröryggi,“ sagði Repúblikaninn og fyrrverandi for- setaframbjóðandinn Mitt Romney. Tim Cotton, samf lokksmaður Romneys, sagði Huawei síður en svo hefðbundinn viðskiptafélaga. „Það er leppur fyrir kínverska Kommún- istaf lokkinn. Frumvarpið okkar styður við ákvörðun forsetans um að setja Huawei á svarta listann. Bandarísk fyrirtæki ættu ekki að selja óvinum okkar verkfæri til þess að njósna um bandarískan almenn- ing.“ – þea Standa vörð um Huawei-bann Mitt Romney þingmaður. NORDICPHOTOS/AFP ÍRAN Stjórnvöld í Íran munu halda áfram að draga úr fylgni sinni við JCPOA-kjarnorkusamninginn og hyggjast hefna sín eftir að Bretar kyrrsettu íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar fyrr í mánuðinum. Þetta sagði Ali Khamenei, æðsti- klerkur Írans, í gær. Íranar hafa verið í þröngri stöðu og togstreitan hefur aukist allt frá því að Donald Trump Bandaríkja- forseti rifti samningnum af hálfu Bandaríkjanna og innleiddi nýjar þvinganir sem hamla meðal annars olíusölu Írana. Þeir samningsaðilar sem eftir standa, Kína, Rússland og einkum Bretland, Frakkland, Þýskaland og ESB, hafa að undanförnu reynt að koma í veg fyrir að samningnum verði alfarið rift. Khamenei sagði Breta, Frakka og Þjóðverja ekkert hafa gert til þess að koma íranska hagkerfinu aftur í samband við umheiminn. „Nú þegar við drögum úr fylgni við samninginn lýsir Evrópa sig andvíga. Hversu ósvífið! Þið gerðust sjálf brotleg,“ sagði Khamenei. – þea Ætla ekki að láta undan Hversu ósvífið! Þið gerðust sjálf brotleg. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans EVRÓPA Meirihluti Evrópuþingsins greiddi í gær atkvæði með tilnefn- ingu Ursulu von der Leyen, þýska varnarmálaráðherrans, í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins. Von der Leyen tekur því við af Jean-Claude Juncker og verður fyrsta konan til þess að gegna embættinu. „Það er mikill heiður og ég er upp með mér. Ég þakka ykkur kær- lega fyrir það traust sem mér er sýnt. Þetta traust er það sama og þið berið til Evrópu. Traust ykkar á Evrópu sem er tilbúin að berjast fyrir framtíðinni fremur en takast á innbyrðis,“ sagði Von der Leyen og bætti við: „Skilaboð mín til ykkar allra eru þau að við ættum að vinna saman á uppbyggilegan hátt. Markmiðið er sameinuð og sterk Evrópa.“ Alls greiddu 383 þingmenn atkvæði með því að skipa Von der Leyen. 327 greiddu atkvæði gegn, 22 sátu hjá og eitt atkvæði var autt eða ógilt. Fáir hefðu búist við því í aðdrag- anda Evrópuþingkosninganna að Von der Leyen tæki við emb- ættinu. Hún var ekki oddviti (þ. Spitzen kandidat) nokkurs fram- boðs. Fyrirkomulagið um að odd- viti fylkingar tæki við forsetaemb- ættinu gekk ekki upp að þessu sinni. Kerfinu var komið á fyrir kosningarnar 2014 og átti hver f lokkur að útnefna oddvita. Leið- togaráð ESB myndi síðan tilnefna oddvita þeirrar fylkingar sem fékk f lest atkvæði og þingið væntanlega samþykkja. Von der Leyen var eins og áður segir ekki oddviti sinnar fylkingar, það er mið-hægrifylkingarinnar EPP. Sá heitir Manfred Weber og er einnig Þjóðverji. Weber naut ekki stuðnings annarra fylkinga og eftir maraþonfundi leiðtogaráðsins var brugðið á það ráð að tilnefna von der Leyen. Hinn nýi framkvæmdastjórnar- forseti hét því í ræðu sinni í aðdrag- anda atkvæðagreiðslunnar að stuðla að efldu átaki gegn loftslags- breytingum. Hún myndi leggja til stofnun banka um sjálf bærar fjár- festingar, einkum í grænni orku, og reyna að gera Evrópusambandið hlutlaust í útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda fyrir árið 2050. Þá sagði hún mikilvægt að Bretar yrðu áfram bandamenn og vinir Evrópusambandsríkja eftir útgöngu. Hún kom samningi ESB við breska forsætisráðherrann til varnar og sagði að honum yrði ekki breytt. Þá sagðist hún enn fremur opin fyrir því að útgöngu yrði frest- að enn á ný. thorgnyr@frettabladid.is Þjóðverji fyrsti kvenforseti framkvæmdastjórnarinnar Hin þýska Ursula von der Leyen er nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB. Lítill meirihluti studdi tilnefn- inguna. Oddvitakerfið brást að þessu sinni. Ætlar að beita sér gegn loftslagsbreytingum af hörku og vill gott samband við Breta. Var einnig fyrsta konan til að gegna embætti varnarmálaráðherra Þýskalands. Ursula von der Leyen lofaði hörðum aðgerðum í loftslagsmálum á Evrópuþinginu í gær. NORDICPHOTOS/AFP Hver er Ursula von der Leyen? Ursula von der Leyen fæddist þýskum foreldrum í belgísku höfuð- borginni Brussel árið 1958. Faðir hennar var Ernst Albrecht, einn af fyrstu embættismönnum Evrópusambandsins, og má því segja að von der Leyen sé með Evrópusamstarf í blóðinu. Hún er kvensjúkdómalæknir að mennt, talar frönsku og þýsku og á sjö börn. Von der Leyen kom seint inn í heim stjórnmála og var 43 ára gömul þegar hún gekk til liðs við flokk sinn, Kristilega demókrata. Fyrst um sinn gegndi hún ýmsum stöðum í Hanover. Var svo kjörin á þing Neðra-Saxlands árið 2003 áður en Angela Merkel kanslari gerði hana að ráðherra fjölskyldumála, kvenna, aldraðra og ungmenna. Auk þess að vera nú fyrsti kvenkyns forseti framkvæmdastjórnar ESB var von der Leyen fyrsta konan til að gegna embætti þýsks varnar- málaráðherra. Tók við því embætti árið 2013. Hún hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir vegna meints misbrests í ráðningum á ráðgjöfum í varnarmálaráðuneytinu. Hefur verið sökuð um að gefa ráðgjöfum dýra samninga án nægjanlegs eftirlits og jafn- vel um að ráða fólk vegna óformlegra persónulegra tengsla. Von der Leyen hefur vísað þessum ásökunum á bugog sagt mis- brestina, samkvæmt Politico, til komna vegna niðurskurðar og van- rækslu og mistaka útkeyrðra starfsmanna. 1 7 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 0 -0 6 4 C 2 3 7 0 -0 5 1 0 2 3 7 0 -0 3 D 4 2 3 7 0 -0 2 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.